Mikilvægt skróp Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. mars 2019 08:00 Landssamtök íslenskra stúdenta sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem bent var á að starfsfólk einhverra grunnskóla hefði lagst gegn því að börn og unglingar tækju sér frí frá skólastarfi til að mæta á útifundi þar sem stjórnvöld eru hvött til aðgerða í loftslagsmálum. Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. Það er leitt að slíkt sé tíðkað í skólastofnunum sem eiga einmitt að stuðla að því að auka þroska nemenda og efla sjálfstæði þeirra og sköpunargáfu. Fögur orð í námskrá skipta engu ef reynt er að berja niður sjálfstæði nemenda um leið og þeir sýna í verki að þeir hafa samfélagslega vitund og vilja bregðast við í samræmi við það. Nú blasir við að mannkynið stendur frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum stefna lífi á jörðinni í stórhættu. Lengi má sitja í skólastofum og býsnast yfir þeirri stöðu mála og harma hversu illa sé komið fyrir jörðinni og íbúum hennar. Þá má skipta nemendum í hópa og láta þá ræða sín á milli hvernig eigi að gera heiminn betri og lífvænlegri, en það skilar í sjálfu sér engu, nema þá velmeinandi hugsun. Ekki er ástæða til að gera lítið úr henni en það þarf svo miklu meira til, sem sagt aðgerðir og þær strax. Víða um heim streyma börn og unglingar út úr skólastofunum til að mæta á mótmælafundi og krefjast þess að gripið sé til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Það getur ekki verið neitt rangt við þessa fundi. Samt berast stöðugt fréttir af óánægðum skólayfirvöldum sem segja skróp nemenda ekki réttu leiðina, alls ekki megi riðla mikilvægu skólastarfi og setja starf kennara í uppnám. Þarna er stofnanahugsunin algjör og opinberar það viðhorf að skólinn sé geymsla, þar eigi að koma ungu fólki fyrir og það eigi að sitja stillt og hlýðið og læra samkvæmt námskrá. Ekki er talið æskilegt að þetta unga fólk fái of mikið af hugdettum um að gerast meðvitaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, enda mun það skapa alls kyns vesen fyrir skólayfirvöld. Furðulegt er til þess að hugsa að einhverjir nemendur fái skróp í kladdann fyrir að mæta á fundi og hvetja til þess að heiminum verði bjargað frá þeirri eyðingu sem við honum blasir. Þeir ættu að fá stjörnu í kladdann fyrir að setja umhverfisvernd í forgang. Sennilega er það innbyggt í skólayfirvöld að þau viti betur en hinir ungu nemendur. Þannig er það nú samt ekki og nú ættu hinir fullorðnu að hafa vit á að taka undir með ungmennunum. Í tilkynningu Landssambands íslenskra stúdenta kemur fram að þótt starfsfólk einhverra grunnskóla streitist á móti því að nemendur yfirgefi skólann til að taka þátt í mótmælum þá séu dæmi um að kennarar hafi mætt þangað með nemendur sína. Þar eru kennarar sem skilja mikilvægi þess að rödd æskunnar heyrist í heimi þar sem svo margt þarf að laga. Loftslagsverkfall verður haldið á Austurvelli á morgun, föstudag. Þar ættu kennarar að slást í hópinn með nemendum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem bent var á að starfsfólk einhverra grunnskóla hefði lagst gegn því að börn og unglingar tækju sér frí frá skólastarfi til að mæta á útifundi þar sem stjórnvöld eru hvött til aðgerða í loftslagsmálum. Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. Það er leitt að slíkt sé tíðkað í skólastofnunum sem eiga einmitt að stuðla að því að auka þroska nemenda og efla sjálfstæði þeirra og sköpunargáfu. Fögur orð í námskrá skipta engu ef reynt er að berja niður sjálfstæði nemenda um leið og þeir sýna í verki að þeir hafa samfélagslega vitund og vilja bregðast við í samræmi við það. Nú blasir við að mannkynið stendur frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum stefna lífi á jörðinni í stórhættu. Lengi má sitja í skólastofum og býsnast yfir þeirri stöðu mála og harma hversu illa sé komið fyrir jörðinni og íbúum hennar. Þá má skipta nemendum í hópa og láta þá ræða sín á milli hvernig eigi að gera heiminn betri og lífvænlegri, en það skilar í sjálfu sér engu, nema þá velmeinandi hugsun. Ekki er ástæða til að gera lítið úr henni en það þarf svo miklu meira til, sem sagt aðgerðir og þær strax. Víða um heim streyma börn og unglingar út úr skólastofunum til að mæta á mótmælafundi og krefjast þess að gripið sé til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Það getur ekki verið neitt rangt við þessa fundi. Samt berast stöðugt fréttir af óánægðum skólayfirvöldum sem segja skróp nemenda ekki réttu leiðina, alls ekki megi riðla mikilvægu skólastarfi og setja starf kennara í uppnám. Þarna er stofnanahugsunin algjör og opinberar það viðhorf að skólinn sé geymsla, þar eigi að koma ungu fólki fyrir og það eigi að sitja stillt og hlýðið og læra samkvæmt námskrá. Ekki er talið æskilegt að þetta unga fólk fái of mikið af hugdettum um að gerast meðvitaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, enda mun það skapa alls kyns vesen fyrir skólayfirvöld. Furðulegt er til þess að hugsa að einhverjir nemendur fái skróp í kladdann fyrir að mæta á fundi og hvetja til þess að heiminum verði bjargað frá þeirri eyðingu sem við honum blasir. Þeir ættu að fá stjörnu í kladdann fyrir að setja umhverfisvernd í forgang. Sennilega er það innbyggt í skólayfirvöld að þau viti betur en hinir ungu nemendur. Þannig er það nú samt ekki og nú ættu hinir fullorðnu að hafa vit á að taka undir með ungmennunum. Í tilkynningu Landssambands íslenskra stúdenta kemur fram að þótt starfsfólk einhverra grunnskóla streitist á móti því að nemendur yfirgefi skólann til að taka þátt í mótmælum þá séu dæmi um að kennarar hafi mætt þangað með nemendur sína. Þar eru kennarar sem skilja mikilvægi þess að rödd æskunnar heyrist í heimi þar sem svo margt þarf að laga. Loftslagsverkfall verður haldið á Austurvelli á morgun, föstudag. Þar ættu kennarar að slást í hópinn með nemendum sínum.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun