Flugmaðurinn sem flaug Sala var ekki með næturflugsréttindi Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 14:02 Dauði Sala var knattspyrnuheiminum áfall. Vísir/EPA Fullyrt er að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni sem hrapaði yfir Ermarsundi með argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala innanborðs í janúar var ekki með réttindi til að fljúga að nóttu til. Þá er talið að flugmaðurinn hafi verið litblindur. Sala var 28 ára gamall og var á leiðinni til Cardiff frá Nantes í Frakklandi þegar flugvélin hrapaði 21. janúar. Hann og flugmaðurinn, David Ibbotson, fórust með vélinni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ibbotson hafi aðeins haft leyfi til þess að fljúga í dagsbirtu. Bresk flugmálayfirvöld vildu ekki tjá sig um frétt þess en rannsóknarnefnd flugslysa þar í landi sagði að réttindi flugmannsins væru áfram til skoðunar í rannsókn hennar á slysinu. Upplýsingar um réttindi flugmanna eru ekki opinber í Bretlandi en í Bandaríkjunum, þar sem Ibbotson var einnig með réttindi, kemur fram að hann hafi þurft að fljúga með gleraugu vegna nærsýni. Þá var kveðið á um að allar takmarkanir í bresku skírteini hans giltu vestanhafs. Heimildarmaður BBC segir að geta flugmanns til þess að greina grænt ljós frá rauðu væri lykilatriði í að fljúga í myrkri. Ólöglegt sé að fljúga við skilyrði sem sem menn hafi ekki réttindi til. Það geti haft áhrif á tryggingarmál flugvélarinnar. Upphaflega átti Ibbotson að fljúga með Sala til Cardiff klukkan níu að morgni. Því var hins vegar frestað til klukkan 19:00 svo Sala gæti kvatt félaga sína í Nantes. Þá var klukkutími og tíu mínútur liðnar frá sólsetri. Samkvæmt evrópskum flugstjórnarlögum er nótt skilgreind sem tíminn frá hálftíma eftir sólsetur til hálftíma fyrir sólarupprás. Argentína Bretland Emiliano Sala Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30 Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Fullyrt er að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni sem hrapaði yfir Ermarsundi með argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala innanborðs í janúar var ekki með réttindi til að fljúga að nóttu til. Þá er talið að flugmaðurinn hafi verið litblindur. Sala var 28 ára gamall og var á leiðinni til Cardiff frá Nantes í Frakklandi þegar flugvélin hrapaði 21. janúar. Hann og flugmaðurinn, David Ibbotson, fórust með vélinni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ibbotson hafi aðeins haft leyfi til þess að fljúga í dagsbirtu. Bresk flugmálayfirvöld vildu ekki tjá sig um frétt þess en rannsóknarnefnd flugslysa þar í landi sagði að réttindi flugmannsins væru áfram til skoðunar í rannsókn hennar á slysinu. Upplýsingar um réttindi flugmanna eru ekki opinber í Bretlandi en í Bandaríkjunum, þar sem Ibbotson var einnig með réttindi, kemur fram að hann hafi þurft að fljúga með gleraugu vegna nærsýni. Þá var kveðið á um að allar takmarkanir í bresku skírteini hans giltu vestanhafs. Heimildarmaður BBC segir að geta flugmanns til þess að greina grænt ljós frá rauðu væri lykilatriði í að fljúga í myrkri. Ólöglegt sé að fljúga við skilyrði sem sem menn hafi ekki réttindi til. Það geti haft áhrif á tryggingarmál flugvélarinnar. Upphaflega átti Ibbotson að fljúga með Sala til Cardiff klukkan níu að morgni. Því var hins vegar frestað til klukkan 19:00 svo Sala gæti kvatt félaga sína í Nantes. Þá var klukkutími og tíu mínútur liðnar frá sólsetri. Samkvæmt evrópskum flugstjórnarlögum er nótt skilgreind sem tíminn frá hálftíma eftir sólsetur til hálftíma fyrir sólarupprás.
Argentína Bretland Emiliano Sala Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30 Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
„Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30
Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30