Slökktu í logandi bíl með bílaeldvarnarteppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2019 20:00 Það tók ekki langan tíma að slökkva eld í logandi bíl á bökkum Ölfusár á Selfossi í dag þegar bílaeldvarnarteppi var notað til verksins. Þetta er aðferð sem reynist mjög vel og slökkviliðsmenn eru ánægðir með. Toyota bifreið, hvít og falleg stóð ein og yfirgefin upp úr hádeginu í dag við Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss. Ástandið breyttist þó fljótt, slökkviliðsmenn mættu á svæðið og kveiktu í bílnum. Þeir leyfðu að loga vel í smástund en komu svo með sérstakt bílaeldvarnarteppi og kæfðu eldinn. Um sýnikennslu var að ræða fyrir þátttakendur á námskeiði Brunavarna Árnessýslu og Mannvirkjastofnunar um hættur þegar bílar brenna, ekki síst rafmagnsbílar eins og við sögðum frá í fréttum um helgina. Í þeirri frétt kom m.a. fram að slökkviliðsmenn standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar eldur kemur upp í bílum sem knúnir eru annarri orku en bensíni og olíu „Það getur orðið gríðarleg orka ef það byrjar að brenna í rafhlöðunum á rafmagnsbíl og þá þarf svo ofsalegt magn af vatni og það er skaðlegt fyrir umhverfið“, segir Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Það tók slökkviliðsmennina örstutta stund að kæfa eldinn undir teppinu og hindra þannig að súrefni kæmist að eldinum. Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu með bílinn í baksýn, sem kveikt var í.En á þessi aðferð eingöngu um rafmagnsbíla og er þetta aðferð, sem við notum á Íslandi eða erum við að fara að taka þetta upp ? „Nei, það er alveg hægt að nota þetta líka við venjulega bíla. Við erum að taka þetta upp núna og erum að skoða þessar aðferðir. Við erum að byrja að kynna okkur þetta með rafmagnsvæðinguna og aðra eldsneytisgjafa“, segir Haukur enn fremur.Bílinn logaði vel en það tók örstutta stund að slökkva eldinn með bílaeldvarnarteppinu Bílar Slökkvilið Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Það tók ekki langan tíma að slökkva eld í logandi bíl á bökkum Ölfusár á Selfossi í dag þegar bílaeldvarnarteppi var notað til verksins. Þetta er aðferð sem reynist mjög vel og slökkviliðsmenn eru ánægðir með. Toyota bifreið, hvít og falleg stóð ein og yfirgefin upp úr hádeginu í dag við Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss. Ástandið breyttist þó fljótt, slökkviliðsmenn mættu á svæðið og kveiktu í bílnum. Þeir leyfðu að loga vel í smástund en komu svo með sérstakt bílaeldvarnarteppi og kæfðu eldinn. Um sýnikennslu var að ræða fyrir þátttakendur á námskeiði Brunavarna Árnessýslu og Mannvirkjastofnunar um hættur þegar bílar brenna, ekki síst rafmagnsbílar eins og við sögðum frá í fréttum um helgina. Í þeirri frétt kom m.a. fram að slökkviliðsmenn standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar eldur kemur upp í bílum sem knúnir eru annarri orku en bensíni og olíu „Það getur orðið gríðarleg orka ef það byrjar að brenna í rafhlöðunum á rafmagnsbíl og þá þarf svo ofsalegt magn af vatni og það er skaðlegt fyrir umhverfið“, segir Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Það tók slökkviliðsmennina örstutta stund að kæfa eldinn undir teppinu og hindra þannig að súrefni kæmist að eldinum. Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu með bílinn í baksýn, sem kveikt var í.En á þessi aðferð eingöngu um rafmagnsbíla og er þetta aðferð, sem við notum á Íslandi eða erum við að fara að taka þetta upp ? „Nei, það er alveg hægt að nota þetta líka við venjulega bíla. Við erum að taka þetta upp núna og erum að skoða þessar aðferðir. Við erum að byrja að kynna okkur þetta með rafmagnsvæðinguna og aðra eldsneytisgjafa“, segir Haukur enn fremur.Bílinn logaði vel en það tók örstutta stund að slökkva eldinn með bílaeldvarnarteppinu
Bílar Slökkvilið Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent