Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 10:12 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar við mótmæli á verkfallsdegi í mars. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. Þá segir stéttarfélagið skýringar forsvarsmanna hótelkeðjunnar „yfirklór“ og ekki standast neina skoðun.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair hotels hefði dregið laun af starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins dagana 8. og 22. mars, þó þeir hafi ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Frádrátturinn á einnig við um þá starfsmenn hótelsins sem eru félagsmenn í VR en samkvæmt heimildum fréttastofu gætir mikillar óánægju meðal starfsfólks vegna málsins. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Icelandair hotels beri að bæta starfsmönnum upp launamissi með dráttarvöxtum og biðja þá jafnframt afsökunar. Áréttað er að greiði hótelkeðjan starfsmönnum sínum ekki umrædd laun verði farið með málið fyrir dóm, líkt og kom fram í frétt Vísis í gær. Þá hafnar Efling alfarið „tilraunum hótelkeðjunnar til að skjóta sér undan ábyrgð á málinu.“ Vísað er í ummæli fulltrúa hótelkeðjunnar, sem hafi hermt upp á starfsmenn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnusjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf umrædda verkfallsdaga. „Slíkt á sér enga stoð í veruleikanum. Efling gaf út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýringar hótelsins standast því enga skoðun og eru yfirklór.“Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels.Vísir/VilhelmÞar er líklega vísað í ummæli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hotels. Hún sagði í samtali við Vísi í gær að fengist hafi staðfest að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir verkfallsdagana í verkfallssjóði sinna stéttarfélagi. Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar í yfirlýsingu að framkoma Icelandair hotels sé svívirðileg. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krónur af fólki sem er á lægstu laununum. Það er hreint með ólíkindum að hótelkeðjan skuli grípa til þessara ráðstafana og við munum bregðast við af fullri hörku.“ Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. Þá segir stéttarfélagið skýringar forsvarsmanna hótelkeðjunnar „yfirklór“ og ekki standast neina skoðun.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair hotels hefði dregið laun af starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins dagana 8. og 22. mars, þó þeir hafi ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Frádrátturinn á einnig við um þá starfsmenn hótelsins sem eru félagsmenn í VR en samkvæmt heimildum fréttastofu gætir mikillar óánægju meðal starfsfólks vegna málsins. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Icelandair hotels beri að bæta starfsmönnum upp launamissi með dráttarvöxtum og biðja þá jafnframt afsökunar. Áréttað er að greiði hótelkeðjan starfsmönnum sínum ekki umrædd laun verði farið með málið fyrir dóm, líkt og kom fram í frétt Vísis í gær. Þá hafnar Efling alfarið „tilraunum hótelkeðjunnar til að skjóta sér undan ábyrgð á málinu.“ Vísað er í ummæli fulltrúa hótelkeðjunnar, sem hafi hermt upp á starfsmenn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnusjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf umrædda verkfallsdaga. „Slíkt á sér enga stoð í veruleikanum. Efling gaf út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýringar hótelsins standast því enga skoðun og eru yfirklór.“Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels.Vísir/VilhelmÞar er líklega vísað í ummæli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hotels. Hún sagði í samtali við Vísi í gær að fengist hafi staðfest að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir verkfallsdagana í verkfallssjóði sinna stéttarfélagi. Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar í yfirlýsingu að framkoma Icelandair hotels sé svívirðileg. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krónur af fólki sem er á lægstu laununum. Það er hreint með ólíkindum að hótelkeðjan skuli grípa til þessara ráðstafana og við munum bregðast við af fullri hörku.“
Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00