Þolinmæði og avókadó kom Atla Guðna á toppinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2019 10:30 Atli Guðnason hefur náð ótrúlegum árangri sjálfur og með FH-liðinu. vísir/bára Þó það sé eflaust hægt er erfitt að mótmæla því að Atli Guðnason, leikmaður FH, sé besti leikmaður síðasta áratugar í efstu deild karla í fótbolta en þessi smái en knái framherji hefur náð gríðarlegum árangri. Hann hefur fjórum sinnum á þessum tíma og sex sinnum í heildina fagnað Íslandsmeistaratitlinum og er eini Íslendingurinn sem kosinn hefur verið besti leikmaður efstu deildar í tvígang, árin 2009 og 2012. Þá er hann stoðsendingahæsti leikmaður síðasta áratugar og næst stoðsendingahæstur í sögunni með 82 stoðsendingar. Hann er fimm stoðsendingum á eftir Guðmundi Benediktssyni og gæti í sumar komist á toppinn á þeim lista. Þá eru hann og Tryggvi Guðmundsson einu leikmennirnir í sögu efstu deildar sem hafa skorað fleiri en 65 mörk og gefið fleiri en 65 stoðsendingar. Hæfileikar Atla eru óumdeildir í dag en það leit ekkert endilega út fyrir að hann fengi tækifæri með uppeldisfélaginu á sínum tíma. Sumarið 2005, á 21. aldurs ári, var hann lánaður til Fjölnis og ári síðar var hann nánast eingöngu notaður sem varamaður hjá FH-liðinu.Atli hefur tvívegis verið kosinn bestur í deildinni af kollegum sínum.vísir/báraHeimir sá ljósið Það var ekki fyrr en Heimir Guðjónsson tók við FH fyrir sumarið 2008 að Atli varð aðalmaðurinn og þá fóru hlutirnir að gerast. Hann stimplaði sig svo rækilega inn árið 2009 með tíu mörkum í 20 leikjum á meistaraári FH og var einnig kosinn bestur í fyrra skiptið. Atli hefur seint verið þekktur fyrir að vera mikill fjölmiðlamatur en hann sagði sögu sína ásamt Atla Viðari Björnssyni í útvarpsþætti Fótbolti.net á X977 síðastliðinn laugardag en báðir voru þeir teknir inn í úrvalslið áratugarins samhliða komu sinni í hljóðver. Atli sagði þar að upphaf velgengninnar árið 2009 var engin tilviljun. „Ég bjóst ekki við þessu en ég sagði við konuna mína fyrir tímabilið 2009 að ég ætlaði að verða bestur. Þetta hafði ég aldrei áður sagt við neinn. Maður velur ekki sjálfur sig bestan, það eru aðrir sem að gera það en ég ákvað að gera nóg til þess að eiga möguleika á því,“ segir Atli. Framherjinn magnaði fór vel af stað sumarið 2009 og fékk mikið sjálfstraust að eigin sögn. Liðið var gott, eða reyndar frábært, og Atli naut naut sín frá fyrstu mínútu. „Ég var í geggjuðu liði. FH-liðið 2009 var sennilega það besta sem ég hef spilað með. Það var allt til alls og við gjörsamlega rústuðum mótinu,“ segir hann.Atli þarf sex stoðsendingar til að komast upp fyrir Gumma Ben.vísir/báraAvókadó breytti öllu Sem fyrr segir stefndi í raun ekkert í að Atli yrði goðsögn í lifanda lífi í Kaplakrika um miðjan síðasta áratug en Atli gafst ekkert upp. „Þolinmæði mín skilaði mér svona langt frekar en hæfileikarnir því ég hefði getað verið farinn fyrir löngu,“ segir Atli, en hvað breyttist fyrir sumarið 2009? „Ég breytti algjörlega um matarræði. Það var enginn byrjaður að pæla í því árið 2009. Ég fór til náttúrúlæknis sem benti mér á hvað ég ætti að borða og hvað ég ætti ekki að borða. Það breytti mér algjörlega og sneri öllu sem ég hafði áður gert á hvolf,“ segir hann. „Ég held að það væri hægt að sjá mun á mér á þeirri dagsetningu sem ég fór til hennar ef einhver ætti myndband af mér fyrir og eftir. Þetta er mjög krefjandi mattarræði en ég hef reynt að halda þessu.“ Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er meðal annars frægur fyrir að borða mikið af avókadó en hann er sá besti í sögunni í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Þessi græna ofurfæða hefur sömuleiðis gert kraftaverk fyrir Atla. „Ég fór að gera mikið af hristingum með avókadó og það eiginlega breytti mínu lífi. Þetta virkar. Ég breytti þessu og það virkaði fyrir mig. Ég hef ekki náð að vera alveg nógu grimmur við sjálfan mig til að viðhalda þessu og halda þessu alveg en ég nota alltaf einhvern hluta af þessu,“ segir Atli. „Ég er búinn að vera í tíu eða tólf ár í besta liðinu og það er árangur erfiðisins að öllu leyti. Þolinmæði, vinna og avókadó,“ segir Atli Guðnason. Viðtalið við Atlana tvo má heyra hér að neðan. Þeir mæta til leiks á 1:01:00 en Atli talar um 2009-árið á 1:09:58. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Þó það sé eflaust hægt er erfitt að mótmæla því að Atli Guðnason, leikmaður FH, sé besti leikmaður síðasta áratugar í efstu deild karla í fótbolta en þessi smái en knái framherji hefur náð gríðarlegum árangri. Hann hefur fjórum sinnum á þessum tíma og sex sinnum í heildina fagnað Íslandsmeistaratitlinum og er eini Íslendingurinn sem kosinn hefur verið besti leikmaður efstu deildar í tvígang, árin 2009 og 2012. Þá er hann stoðsendingahæsti leikmaður síðasta áratugar og næst stoðsendingahæstur í sögunni með 82 stoðsendingar. Hann er fimm stoðsendingum á eftir Guðmundi Benediktssyni og gæti í sumar komist á toppinn á þeim lista. Þá eru hann og Tryggvi Guðmundsson einu leikmennirnir í sögu efstu deildar sem hafa skorað fleiri en 65 mörk og gefið fleiri en 65 stoðsendingar. Hæfileikar Atla eru óumdeildir í dag en það leit ekkert endilega út fyrir að hann fengi tækifæri með uppeldisfélaginu á sínum tíma. Sumarið 2005, á 21. aldurs ári, var hann lánaður til Fjölnis og ári síðar var hann nánast eingöngu notaður sem varamaður hjá FH-liðinu.Atli hefur tvívegis verið kosinn bestur í deildinni af kollegum sínum.vísir/báraHeimir sá ljósið Það var ekki fyrr en Heimir Guðjónsson tók við FH fyrir sumarið 2008 að Atli varð aðalmaðurinn og þá fóru hlutirnir að gerast. Hann stimplaði sig svo rækilega inn árið 2009 með tíu mörkum í 20 leikjum á meistaraári FH og var einnig kosinn bestur í fyrra skiptið. Atli hefur seint verið þekktur fyrir að vera mikill fjölmiðlamatur en hann sagði sögu sína ásamt Atla Viðari Björnssyni í útvarpsþætti Fótbolti.net á X977 síðastliðinn laugardag en báðir voru þeir teknir inn í úrvalslið áratugarins samhliða komu sinni í hljóðver. Atli sagði þar að upphaf velgengninnar árið 2009 var engin tilviljun. „Ég bjóst ekki við þessu en ég sagði við konuna mína fyrir tímabilið 2009 að ég ætlaði að verða bestur. Þetta hafði ég aldrei áður sagt við neinn. Maður velur ekki sjálfur sig bestan, það eru aðrir sem að gera það en ég ákvað að gera nóg til þess að eiga möguleika á því,“ segir Atli. Framherjinn magnaði fór vel af stað sumarið 2009 og fékk mikið sjálfstraust að eigin sögn. Liðið var gott, eða reyndar frábært, og Atli naut naut sín frá fyrstu mínútu. „Ég var í geggjuðu liði. FH-liðið 2009 var sennilega það besta sem ég hef spilað með. Það var allt til alls og við gjörsamlega rústuðum mótinu,“ segir hann.Atli þarf sex stoðsendingar til að komast upp fyrir Gumma Ben.vísir/báraAvókadó breytti öllu Sem fyrr segir stefndi í raun ekkert í að Atli yrði goðsögn í lifanda lífi í Kaplakrika um miðjan síðasta áratug en Atli gafst ekkert upp. „Þolinmæði mín skilaði mér svona langt frekar en hæfileikarnir því ég hefði getað verið farinn fyrir löngu,“ segir Atli, en hvað breyttist fyrir sumarið 2009? „Ég breytti algjörlega um matarræði. Það var enginn byrjaður að pæla í því árið 2009. Ég fór til náttúrúlæknis sem benti mér á hvað ég ætti að borða og hvað ég ætti ekki að borða. Það breytti mér algjörlega og sneri öllu sem ég hafði áður gert á hvolf,“ segir hann. „Ég held að það væri hægt að sjá mun á mér á þeirri dagsetningu sem ég fór til hennar ef einhver ætti myndband af mér fyrir og eftir. Þetta er mjög krefjandi mattarræði en ég hef reynt að halda þessu.“ Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er meðal annars frægur fyrir að borða mikið af avókadó en hann er sá besti í sögunni í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Þessi græna ofurfæða hefur sömuleiðis gert kraftaverk fyrir Atla. „Ég fór að gera mikið af hristingum með avókadó og það eiginlega breytti mínu lífi. Þetta virkar. Ég breytti þessu og það virkaði fyrir mig. Ég hef ekki náð að vera alveg nógu grimmur við sjálfan mig til að viðhalda þessu og halda þessu alveg en ég nota alltaf einhvern hluta af þessu,“ segir Atli. „Ég er búinn að vera í tíu eða tólf ár í besta liðinu og það er árangur erfiðisins að öllu leyti. Þolinmæði, vinna og avókadó,“ segir Atli Guðnason. Viðtalið við Atlana tvo má heyra hér að neðan. Þeir mæta til leiks á 1:01:00 en Atli talar um 2009-árið á 1:09:58.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti