Skemmdir voru unnar á um fimm bílum á Völlunum í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. Þetta staðfestir Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri. Stungið var á dekk og lakk skemmt samkvæmt færslum íbúa á Facebook.
„Það hefur einhver köttur verið þarna á ferðinni,“ segir Sævar. Ekki sé óvenjulegt að fá þrjár til fjórar tilkynningar um skemmdarverk að morgni dags. „Við skulum ekki gera úlfalda úr mýflugu.“
Kisi grunaður
Baldur Guðmundsson skrifar
