Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 17:00 Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels. Vísir/Vilhelm Icelandair Hotels dró laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins þó þeir hefðu ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það óskiljanlega ákvörðun hjá fyrirtækinu. Hann segir starfsmenn hótelsins hafa leitað til Eflingar vegna málsins. „Fólk er algjörlega miður sín,“ segir Viðar. Um er að ræða verkfallsaðgerðir sem stóðu yfir dagana 8. mars og 22. mars síðastliðinn. Viðar segir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Icelandair Hotels hafi framvísað launaseðlum þar sem ýmist var búið að draga af þeim laun fyrir einn eða tvo daga. „Þetta er ógeðslegt,“ segir Viðar. Viðar segir Eflingu ætla að gera kröfu á Icelandair Hotels um að greiða starfsmönnunum sem ekki voru á vakt laun, ef ekki verður orðið við henni verður farið með málið fyrir dóm.Frá verkfallsaðgerðum hótelstarfsmanna í mars.Vísir/VilhelmMagnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir það rétt að ekki voru greidd laun fyrir verkfallsdaga starfsmanna sem tilheyra þeim stéttarfélögum sem voru í verkfalli. „Enda búið að staðfesta að þeirra hálfu að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir sömu daga í verkfallssjóði félaganna.“ Viðar segir að þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem voru á vakt á Icelandair Hotels þann dag sem verkfallsaðgerðirnar áttu sér stað eigi að fá launagreiðslur úr verkfallssjóði félaganna. Það gildi hins vegar ekki um þá starfsmenn sem ekki voru á vakt þessa daga og lögðu því ekki niður störf. Hann segir það því ekki rétta túlkun hjá Icelandair Hotels að hægt sé að draga laun af þeim starfsmönnum sem ekki voru á vakt dagana sem verkfallsaðgerðir fóru fram. Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Icelandair Hotels dró laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins þó þeir hefðu ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það óskiljanlega ákvörðun hjá fyrirtækinu. Hann segir starfsmenn hótelsins hafa leitað til Eflingar vegna málsins. „Fólk er algjörlega miður sín,“ segir Viðar. Um er að ræða verkfallsaðgerðir sem stóðu yfir dagana 8. mars og 22. mars síðastliðinn. Viðar segir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Icelandair Hotels hafi framvísað launaseðlum þar sem ýmist var búið að draga af þeim laun fyrir einn eða tvo daga. „Þetta er ógeðslegt,“ segir Viðar. Viðar segir Eflingu ætla að gera kröfu á Icelandair Hotels um að greiða starfsmönnunum sem ekki voru á vakt laun, ef ekki verður orðið við henni verður farið með málið fyrir dóm.Frá verkfallsaðgerðum hótelstarfsmanna í mars.Vísir/VilhelmMagnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir það rétt að ekki voru greidd laun fyrir verkfallsdaga starfsmanna sem tilheyra þeim stéttarfélögum sem voru í verkfalli. „Enda búið að staðfesta að þeirra hálfu að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir sömu daga í verkfallssjóði félaganna.“ Viðar segir að þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem voru á vakt á Icelandair Hotels þann dag sem verkfallsaðgerðirnar áttu sér stað eigi að fá launagreiðslur úr verkfallssjóði félaganna. Það gildi hins vegar ekki um þá starfsmenn sem ekki voru á vakt þessa daga og lögðu því ekki niður störf. Hann segir það því ekki rétta túlkun hjá Icelandair Hotels að hægt sé að draga laun af þeim starfsmönnum sem ekki voru á vakt dagana sem verkfallsaðgerðir fóru fram.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira