Alls voru um 3.500 störf laus á íslenskum vinnumarkaði á fyrsta ársfjórðungi ársins samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru um 228.300 störf mönnuð á landinu. Um 1,5% starfa voru því laus á tímabilinu.
Í tilkynningu á vef Hagstofunnar kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem hún birtir tölur um fjölda lausra starfa á íslenskum vinnumarkaði. Um bráðabirgðatölur sé að ræða sem byggist á gögnum úr starfaskráningu Hagstofunnar. Hún er gerð með ársfjórðungslegri úrtaksrannsókn meðal lögaðila.
Viðmiðunardagurinn fyrir laus störf var 15. febrúar í skráningu Hagstofunnar og er sá dagur álitinn dæmigerður fyrir ársfjórðunginn. Þýði rannsóknarinnar var allir lögaðilar með fleiri en einn starfsmann með vinnu.
Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins
Kjartan Kjartansson skrifar
