Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 23:55 Það reynist Theresu May þrautin þyngri að ná einhverri niðurstöðu í Brexit. vísir/getty Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. Viðræðurnar, sem hófust á miðvikudag, hafa það að markmiði að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ef marka má fréttir BBC og Guardian eru viðræður flokkanna nú í uppnámi Verkamannaflokkurinn sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Theresa May, forsætisráðherra, hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. „Við hvetjum forsætisráðherrann til þess að koma fram með raunverulegar breytingar á samningnum hennar í tilraun til þess að finna aðra leið sem mun njóta stuðnings í þinginu og getur sameinað þjóðina,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði yfirlýsingu Verkamannaflokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við.Ekki víst að ESB veiti frest til loka júní Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin legðist gegn öllum breytingartillögum sem lagðar væru til varðandi orðalag útgöngusamningsins. „Málamiðlun kallar á breytingar,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn vildi halda viðræðunum áfram. Það þyrfti hins vegar að miðla málum. Eins og staðan er núna á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, eða eftir eina viku, og á þingið enn eftir að samþykkja útgöngusamning. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Var Tusk fyrr í dag sagður ætla að bjóða tólf mánaða frest en bæði Guardian og CNN greina frá því að andstöðu gæti innan ESB við það að Bretar fái lengri frest.Í frétt CNN kemur fram að svo virðist sem enginn stuðningur hafi verið við það á fundi sendiherra ESB í Brussel í dag að veita Bretum frest til 30. júní. Eru sendiherrarnir sagðir hafa sett spurningamerki við það hvers vegna May væri að biðja um frest yfir höfuð og viðruðu Frakkar þá hugmynd að gefa einungis tveggja vikna frest. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en ef ekkert breytist næstu vikuna ganga Bretar úr ESB þann 12. apríl án útgöngusamnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. Viðræðurnar, sem hófust á miðvikudag, hafa það að markmiði að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ef marka má fréttir BBC og Guardian eru viðræður flokkanna nú í uppnámi Verkamannaflokkurinn sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Theresa May, forsætisráðherra, hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. „Við hvetjum forsætisráðherrann til þess að koma fram með raunverulegar breytingar á samningnum hennar í tilraun til þess að finna aðra leið sem mun njóta stuðnings í þinginu og getur sameinað þjóðina,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði yfirlýsingu Verkamannaflokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við.Ekki víst að ESB veiti frest til loka júní Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin legðist gegn öllum breytingartillögum sem lagðar væru til varðandi orðalag útgöngusamningsins. „Málamiðlun kallar á breytingar,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn vildi halda viðræðunum áfram. Það þyrfti hins vegar að miðla málum. Eins og staðan er núna á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, eða eftir eina viku, og á þingið enn eftir að samþykkja útgöngusamning. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Var Tusk fyrr í dag sagður ætla að bjóða tólf mánaða frest en bæði Guardian og CNN greina frá því að andstöðu gæti innan ESB við það að Bretar fái lengri frest.Í frétt CNN kemur fram að svo virðist sem enginn stuðningur hafi verið við það á fundi sendiherra ESB í Brussel í dag að veita Bretum frest til 30. júní. Eru sendiherrarnir sagðir hafa sett spurningamerki við það hvers vegna May væri að biðja um frest yfir höfuð og viðruðu Frakkar þá hugmynd að gefa einungis tveggja vikna frest. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en ef ekkert breytist næstu vikuna ganga Bretar úr ESB þann 12. apríl án útgöngusamnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11