Hækkun launa umfram taxta heldur ekki í við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2019 19:15 Krónutöluhækkanirnar eru lægri á launum yfir taxta og eru hér tekin dæmi af sex, sjö, átta og níuhundruð þúsund króna launum í dag. Þau munu hækka um 2 til 2,9 prósent á þessu ári en að auki fær allt launafólk 26 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót í eitt skipti í maí á þessu ári. Prósentuhækkanir launa þeirra sem eru með hærri laun en taxtakaup ná oftast ekki að halda í við verðbólgu eins og hún er nú og hefur verið undanfarin tvö ár. Taxtalaun hækka hins vegar töluvert umfram verðbólgu. Samið var um krónutöluhækkanir launa í þeim samningum sem skrifað var undir í fyrrakvöld og ná til alls þorra fólks á almenna vinnumarkaðnum til ársloka árið 2022. Krónutöluhækkanirnar verða mismiklar hjá þeim sem einungis fá greidd taxtalaun og þeim sem eru á launum sem eru hærri en hæstu launataxtar, nema á þessu ári því allir fá 17.000 króna launahækkun frá og með 1. apríl síðast liðnum. Á meðfylgjandi mynd sjáum við krónutöluhækkanirnar hjá einstaklingi með 300 þúsund króna lágmarkslaun sem hækka um 5,7 prósent í þessum mánuði og síðan um rúmlega sjö prósent á næstu þremur árum. Krónutöluhækkanirnar eru lægri á launum yfir taxta og eru hér tekin dæmi af sex, sjö, átta og níuhundruð þúsund króna launum í dag. Þau munu hækka um 2 til 2,9 prósent á þessu ári en að auki fær allt launafólk 26 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót í eitt skipti í maí á þessu ári. Ef horft er síðan á dæmin fyrir árin 2020 til 2022 ssést að árlegar launahækkanir hjá fólki með hærri laun en taxtalaun verða á bilinu 1,7 prósent til 2,9 prósent á ári. Þær hækkanir ná ekki að halda í við verðbólgu eins og hún hefur verið á undanförnum tveimur árum með örfáum mánaðarlegum undantekningum. En í lok síðasta árs var verðbólgan 3,3 prósent og 2,9 prósent í lok síðasta mánaðar. Í þessum dæmum er ekki tekið tillit til almennra skattalækkana sem munu ná til allra tekjuhópanna hér að ofan, en þó meira til lægstu launanna, eins og hækkun barna- og húsnæðisbóta. Þá er reiknað með að kjarasamningarnir stuðli að lækkun vaxta og þar með verðbólgu. Desember- og orlofsuppbætur launafólks verða einnig hækkaðar umtalsvert og krónutöluhækkanir launa geta orðið hærri með auknum hagvexti. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Sátt við að launin hækki ekki að sinni Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni. 4. apríl 2019 19:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Prósentuhækkanir launa þeirra sem eru með hærri laun en taxtakaup ná oftast ekki að halda í við verðbólgu eins og hún er nú og hefur verið undanfarin tvö ár. Taxtalaun hækka hins vegar töluvert umfram verðbólgu. Samið var um krónutöluhækkanir launa í þeim samningum sem skrifað var undir í fyrrakvöld og ná til alls þorra fólks á almenna vinnumarkaðnum til ársloka árið 2022. Krónutöluhækkanirnar verða mismiklar hjá þeim sem einungis fá greidd taxtalaun og þeim sem eru á launum sem eru hærri en hæstu launataxtar, nema á þessu ári því allir fá 17.000 króna launahækkun frá og með 1. apríl síðast liðnum. Á meðfylgjandi mynd sjáum við krónutöluhækkanirnar hjá einstaklingi með 300 þúsund króna lágmarkslaun sem hækka um 5,7 prósent í þessum mánuði og síðan um rúmlega sjö prósent á næstu þremur árum. Krónutöluhækkanirnar eru lægri á launum yfir taxta og eru hér tekin dæmi af sex, sjö, átta og níuhundruð þúsund króna launum í dag. Þau munu hækka um 2 til 2,9 prósent á þessu ári en að auki fær allt launafólk 26 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót í eitt skipti í maí á þessu ári. Ef horft er síðan á dæmin fyrir árin 2020 til 2022 ssést að árlegar launahækkanir hjá fólki með hærri laun en taxtalaun verða á bilinu 1,7 prósent til 2,9 prósent á ári. Þær hækkanir ná ekki að halda í við verðbólgu eins og hún hefur verið á undanförnum tveimur árum með örfáum mánaðarlegum undantekningum. En í lok síðasta árs var verðbólgan 3,3 prósent og 2,9 prósent í lok síðasta mánaðar. Í þessum dæmum er ekki tekið tillit til almennra skattalækkana sem munu ná til allra tekjuhópanna hér að ofan, en þó meira til lægstu launanna, eins og hækkun barna- og húsnæðisbóta. Þá er reiknað með að kjarasamningarnir stuðli að lækkun vaxta og þar með verðbólgu. Desember- og orlofsuppbætur launafólks verða einnig hækkaðar umtalsvert og krónutöluhækkanir launa geta orðið hærri með auknum hagvexti.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Sátt við að launin hækki ekki að sinni Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni. 4. apríl 2019 19:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16
Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18
Sátt við að launin hækki ekki að sinni Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni. 4. apríl 2019 19:00