Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 13:36 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Borgarstjóri segir verkferla hafna til að bregðast við ábendingum skýrslunnar og allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Skýrslan var kynnt í Borgarráði í gær og þar kemur fram að þrjár af fjórum verkframkvæmdun sem kannaðar voru voru innan viðmiða. Mathöllin við Hlemm fór 79 prósent framúr áætlun. „Ástandið á húsinu var þannig að það þurfit að fara í mikla endurgerð á þaki, raflögnum og fleiru. Það má segja að það séu eðlilegar skýringar á því.“ Alvarlegustu athugasemdina gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð. Ein ábending var metin á rauðu áhættustigi, en hún varðar mikilvægi þess að bæta gæði kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á 40 ára afmæli Hlemms í ágúst 2018.Fréttablaðið/Ernir„Innri endurskoðun kallaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við ábendingum sínum og metur þær ásættanlegar. Lykilatriði í þessu er að fylgja þessu eftir. Við erum í heilmiklu umbótaferli sem fór af stað fyrr í vetur og ætlum okkur að klára það með sóma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir skýrsluna svarta. „Það þýðir ekkert að segja það núna, með eftiráskýringum, að það eigi að breyta verkreglum. Reglurnar eru klárar. Reykjavík starfar eftir reglum um opinber innkaup og hefur sett sínar innkaupareglur. Það þýðir ekkert að koma fram núna þegar allir þessir skandalar eru komnir upp á borð og segja við þurfum að breyta einhverju.“ Hún segir að nú sé komið að tímamótum í rekstri borgarinnar varðandi framkvæmdir. „Það verður bara að fara algjörlega ofan í öll verkefni sem hafa verið framkvæmd. Því þetta ber allt af sama brunni. Framúrkeyrsla, óráðsía og lögbrot. Við skulum þá bara bæta því fjórða við, spilling.“ Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Borgarstjóri segir verkferla hafna til að bregðast við ábendingum skýrslunnar og allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Skýrslan var kynnt í Borgarráði í gær og þar kemur fram að þrjár af fjórum verkframkvæmdun sem kannaðar voru voru innan viðmiða. Mathöllin við Hlemm fór 79 prósent framúr áætlun. „Ástandið á húsinu var þannig að það þurfit að fara í mikla endurgerð á þaki, raflögnum og fleiru. Það má segja að það séu eðlilegar skýringar á því.“ Alvarlegustu athugasemdina gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð. Ein ábending var metin á rauðu áhættustigi, en hún varðar mikilvægi þess að bæta gæði kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á 40 ára afmæli Hlemms í ágúst 2018.Fréttablaðið/Ernir„Innri endurskoðun kallaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við ábendingum sínum og metur þær ásættanlegar. Lykilatriði í þessu er að fylgja þessu eftir. Við erum í heilmiklu umbótaferli sem fór af stað fyrr í vetur og ætlum okkur að klára það með sóma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir skýrsluna svarta. „Það þýðir ekkert að segja það núna, með eftiráskýringum, að það eigi að breyta verkreglum. Reglurnar eru klárar. Reykjavík starfar eftir reglum um opinber innkaup og hefur sett sínar innkaupareglur. Það þýðir ekkert að koma fram núna þegar allir þessir skandalar eru komnir upp á borð og segja við þurfum að breyta einhverju.“ Hún segir að nú sé komið að tímamótum í rekstri borgarinnar varðandi framkvæmdir. „Það verður bara að fara algjörlega ofan í öll verkefni sem hafa verið framkvæmd. Því þetta ber allt af sama brunni. Framúrkeyrsla, óráðsía og lögbrot. Við skulum þá bara bæta því fjórða við, spilling.“
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00
Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00
Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00