Barcelona með níu fingur á titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2019 20:30 Lionel Messi, fyrirliði Barcelona. vísir/getty Barcelona er kominn með níu fingur á spænska meistaratitilinn eftir 2-0 sigur á Atletico Madrid í toppslag í kvöld. Það dró til tíðinda strax á 28. mínútu er Diego Costa fékk beint rautt spjald. Hann sagði eitthvað sem fór fyrir brjóstið á Jesus Gil Manzano, dómara leiksins, sem henti honum beint í sturtu. Það tok hins vegar sinn tíma fyrir Börsunga að komast yfir. Fyrsta markið kom ekki fyrr en mínútum fyrir leikslok er Luis Suarez skoraði með frábæru marki.Only two players have scored 20+ goals in LaLiga so far this season: Lionel Messi Luis Suárez Over 50 goals between the two of them. pic.twitter.com/THS4vQnoL0 — Squawka Football (@Squawka) April 6, 2019 Annað markið kom ekki úr óvæntri átt því það var argentínski snillingurinn sem skoraði eftir að hafa leikið varnarmenn Atletico grátt. Lokatölur 2-0. Barcelona er nú með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar en sjö umferðir eru eftir af deildinni. Spænski boltinn
Barcelona er kominn með níu fingur á spænska meistaratitilinn eftir 2-0 sigur á Atletico Madrid í toppslag í kvöld. Það dró til tíðinda strax á 28. mínútu er Diego Costa fékk beint rautt spjald. Hann sagði eitthvað sem fór fyrir brjóstið á Jesus Gil Manzano, dómara leiksins, sem henti honum beint í sturtu. Það tok hins vegar sinn tíma fyrir Börsunga að komast yfir. Fyrsta markið kom ekki fyrr en mínútum fyrir leikslok er Luis Suarez skoraði með frábæru marki.Only two players have scored 20+ goals in LaLiga so far this season: Lionel Messi Luis Suárez Over 50 goals between the two of them. pic.twitter.com/THS4vQnoL0 — Squawka Football (@Squawka) April 6, 2019 Annað markið kom ekki úr óvæntri átt því það var argentínski snillingurinn sem skoraði eftir að hafa leikið varnarmenn Atletico grátt. Lokatölur 2-0. Barcelona er nú með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar en sjö umferðir eru eftir af deildinni.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti