Ný leið Hörður Ægisson skrifar 5. apríl 2019 07:00 Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air. Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanlegar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var innstæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félagslegan, á komandi árum. Á því græða allir. Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverfandi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum. Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samningstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niðurstaðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna. Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samningstímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekjuhópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækkanir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sannindum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air. Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanlegar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var innstæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félagslegan, á komandi árum. Á því græða allir. Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverfandi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum. Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samningstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niðurstaðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna. Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samningstímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekjuhópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækkanir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sannindum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar