Farþegar WOW air yngri, dvöldu skemur og eyddu minna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 11:26 Ferðamenn sjást hér lenda á Keflavíkurflugvelli með flugi WOW air í sumar. Vísir/vilhelm Samsetning WOW air ferðamanna eftir markaðssvæðum var ólík samsetningu ferðamanna Icelandair og annarra flugfélaga samkvæmt greiningu Ferðamálastofu á könnum meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd var á síðasta ári.Ferðamálastofa hefur birt lykilniðurstöður úr könnunni á vef stofnunarinnar. Ráðist var í greininguna vegna gjaldþrots WOW air til þess að fá mynd af ferðamynstri þeirra farþega sem komu með félaginu til landsins á síðasta ári. Í greiningunni kemur fram að hlutfall ferðamanna í yngri aldurshópum var hærra hjá WOW air en hjá öðrum flugfélögum, ferðamenn sem komu með WOW air dvöldu skemur en aðrir ferðamenn. Þá nýttu þeir sér íbúðagistingu á borð við AirBnb í meira mæli en aðrir ferðamenn. Auk þess voru meðalútgjöld ferðamanna WOW air lægri en ferðamanna Icelandair en álíka há og þeirra sem ferðuðust með öðrum flugfélögum. Ferðamenn sem komu til landsins með WOW air dvöldu að jafnaði sex nætur hér á landi á síðasta ári en meðaldvalarlengd ferðamanna á sama tíma var 6,3 nætur. Ferðamenn Icelandair dvöldu hér á landi í 6,4 nætur og farþegar annarra flugfélag 6,5 nætur.Mynd/Ferðamálastofa.Þá kemur fram að farþegar WOW air hafi skorið sig töluvert úr þegar kom að tegund gistingar. Um 38 prósent farþega WOW air gistu á hótelum, marktækt lægra hlutfall en hjá Icelandair-farþegum og þeim sem ferðuðust með öðrum flugfélögum, 47 prósent annars vegar og 42 prósent hins vegar. Fimmtungur ferðamanna WOW air gisti íbúðagistingu sem var marktækt hærra hlutfall en hjá ferðamönnum Icelandair (17 prósent) og annarra flugfélaga (15 prósent).Mynd/Ferðamálastofa60 prósent farþega WOW air var yngri en 34 ára en aðeins 46 prósent farþega Icelandair voru á sama aldursbili. Þegar niðurstöður eru skoðaðar eftir útgjöldum ferðamanna hér á landi og eftir því með hvaða flugfélagi var ferðast kemur í ljós að meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru lægri en Icelandair ferðamanna og þeirra sem komu með öðrum flugfélögum. Meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru 189.600 árið 2018, 222.400 að sumri og 151.700 að vetri en sömu tölur hjá Icelandair voru 233.937 árið 2018, 206.756 að sumri og 256.765 að sumri. Þá eyddu farþegar WOW air að meðaltali marktækt minna en ferðamenn Icelandair á kaffihúsum og veitingastöðum. Ekki var hins vegar marktækur munir á meðalútgjöldum ferðamanna í gistingu.Greiningu Ferðamálastofu má nálgast hér.Mynd/Ferðamálastofa. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samsetning WOW air ferðamanna eftir markaðssvæðum var ólík samsetningu ferðamanna Icelandair og annarra flugfélaga samkvæmt greiningu Ferðamálastofu á könnum meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd var á síðasta ári.Ferðamálastofa hefur birt lykilniðurstöður úr könnunni á vef stofnunarinnar. Ráðist var í greininguna vegna gjaldþrots WOW air til þess að fá mynd af ferðamynstri þeirra farþega sem komu með félaginu til landsins á síðasta ári. Í greiningunni kemur fram að hlutfall ferðamanna í yngri aldurshópum var hærra hjá WOW air en hjá öðrum flugfélögum, ferðamenn sem komu með WOW air dvöldu skemur en aðrir ferðamenn. Þá nýttu þeir sér íbúðagistingu á borð við AirBnb í meira mæli en aðrir ferðamenn. Auk þess voru meðalútgjöld ferðamanna WOW air lægri en ferðamanna Icelandair en álíka há og þeirra sem ferðuðust með öðrum flugfélögum. Ferðamenn sem komu til landsins með WOW air dvöldu að jafnaði sex nætur hér á landi á síðasta ári en meðaldvalarlengd ferðamanna á sama tíma var 6,3 nætur. Ferðamenn Icelandair dvöldu hér á landi í 6,4 nætur og farþegar annarra flugfélag 6,5 nætur.Mynd/Ferðamálastofa.Þá kemur fram að farþegar WOW air hafi skorið sig töluvert úr þegar kom að tegund gistingar. Um 38 prósent farþega WOW air gistu á hótelum, marktækt lægra hlutfall en hjá Icelandair-farþegum og þeim sem ferðuðust með öðrum flugfélögum, 47 prósent annars vegar og 42 prósent hins vegar. Fimmtungur ferðamanna WOW air gisti íbúðagistingu sem var marktækt hærra hlutfall en hjá ferðamönnum Icelandair (17 prósent) og annarra flugfélaga (15 prósent).Mynd/Ferðamálastofa60 prósent farþega WOW air var yngri en 34 ára en aðeins 46 prósent farþega Icelandair voru á sama aldursbili. Þegar niðurstöður eru skoðaðar eftir útgjöldum ferðamanna hér á landi og eftir því með hvaða flugfélagi var ferðast kemur í ljós að meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru lægri en Icelandair ferðamanna og þeirra sem komu með öðrum flugfélögum. Meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru 189.600 árið 2018, 222.400 að sumri og 151.700 að vetri en sömu tölur hjá Icelandair voru 233.937 árið 2018, 206.756 að sumri og 256.765 að sumri. Þá eyddu farþegar WOW air að meðaltali marktækt minna en ferðamenn Icelandair á kaffihúsum og veitingastöðum. Ekki var hins vegar marktækur munir á meðalútgjöldum ferðamanna í gistingu.Greiningu Ferðamálastofu má nálgast hér.Mynd/Ferðamálastofa.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00
Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15