ESB fordæmir aðgerðir gegn leiðtoga stjórnarandstöðu Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 10:42 Guidó stýrir þingfundi í Caracas á þriðjudag. Vísir/EPA Ákvörðun stjórnlagaþings Venesúela um hægt verði að sækja Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, til saka er alvarlegt brot á stjórnarskrá og gengur gegn grundvallarreglum réttarríkisins og aðgreiningu valds. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem stjórnvöld í Suður-Ameríkulandinu eru fordæmd. Stjórnlagaþingið, sem Nicolás Maduro forseti stofnaði, samþykkti í vikunni að svipta Guaidó friðhelgi sem þingmaður og geta yfirvöld því handtekið hann telji þau ástæðu til. Guaidó hefur lýst sig lögmætan handahafa forsetavalds í Venesúela en hann er forseti þjóðþingsins sem var svipt völdum þegar Maduro stofnaði stjórnlagaþingið. „Evrópusambandið hafnar ákvörðuninni sem stjórnlagaþingið sem er ekki viðurkennt tók um að aflétta þingfriðhelgi Juan Guaidó. Ákvörðunin er alvarleg brot á stjórnarskrá Venesúela og einnig réttarríkinu og aðgreiningu valds,“ segir í yfirlýsingu Evrópusambandsríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri en fimmtíu ríki hafa sagst viðurkenna Guaidó sem lögmætan handhafa forsetavalds, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og flestar ríkisstjórnir í Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld hafa varað ríkisstjórn Maduro við því að skerða svo mikið sem hár á höfði Guaidó Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Vara Rússa við hernaðaríhlutun í Venesúela Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sendi Rússum skilaboð vegna aðstoðar sem þeir hafa veitt stjórnvöldum í Venesúela. 29. mars 2019 16:48 Maduro ögrar Bandaríkjunum Juan Guaidó, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær frá því að leyniþjónustumenn hefðu handtekið Roberto Marrero, starfsmannastjóra sinn. 22. mars 2019 08:00 Ekkert rafmagn hjá milljónum Skólastarf lá niðri og samgöngur í lamasessi. 28. mars 2019 08:15 Rússnesk hergögn í Caracas Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. 25. mars 2019 06:51 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Ákvörðun stjórnlagaþings Venesúela um hægt verði að sækja Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, til saka er alvarlegt brot á stjórnarskrá og gengur gegn grundvallarreglum réttarríkisins og aðgreiningu valds. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem stjórnvöld í Suður-Ameríkulandinu eru fordæmd. Stjórnlagaþingið, sem Nicolás Maduro forseti stofnaði, samþykkti í vikunni að svipta Guaidó friðhelgi sem þingmaður og geta yfirvöld því handtekið hann telji þau ástæðu til. Guaidó hefur lýst sig lögmætan handahafa forsetavalds í Venesúela en hann er forseti þjóðþingsins sem var svipt völdum þegar Maduro stofnaði stjórnlagaþingið. „Evrópusambandið hafnar ákvörðuninni sem stjórnlagaþingið sem er ekki viðurkennt tók um að aflétta þingfriðhelgi Juan Guaidó. Ákvörðunin er alvarleg brot á stjórnarskrá Venesúela og einnig réttarríkinu og aðgreiningu valds,“ segir í yfirlýsingu Evrópusambandsríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri en fimmtíu ríki hafa sagst viðurkenna Guaidó sem lögmætan handhafa forsetavalds, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og flestar ríkisstjórnir í Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld hafa varað ríkisstjórn Maduro við því að skerða svo mikið sem hár á höfði Guaidó
Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Vara Rússa við hernaðaríhlutun í Venesúela Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sendi Rússum skilaboð vegna aðstoðar sem þeir hafa veitt stjórnvöldum í Venesúela. 29. mars 2019 16:48 Maduro ögrar Bandaríkjunum Juan Guaidó, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær frá því að leyniþjónustumenn hefðu handtekið Roberto Marrero, starfsmannastjóra sinn. 22. mars 2019 08:00 Ekkert rafmagn hjá milljónum Skólastarf lá niðri og samgöngur í lamasessi. 28. mars 2019 08:15 Rússnesk hergögn í Caracas Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. 25. mars 2019 06:51 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Vara Rússa við hernaðaríhlutun í Venesúela Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sendi Rússum skilaboð vegna aðstoðar sem þeir hafa veitt stjórnvöldum í Venesúela. 29. mars 2019 16:48
Maduro ögrar Bandaríkjunum Juan Guaidó, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær frá því að leyniþjónustumenn hefðu handtekið Roberto Marrero, starfsmannastjóra sinn. 22. mars 2019 08:00
Rússnesk hergögn í Caracas Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. 25. mars 2019 06:51