Að „berjast“ við aldurinn Teitur Guðmundsson skrifar 4. apríl 2019 07:00 Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerðingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna. Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglubundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn, það er það sem lífið gengur út á! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerðingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna. Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglubundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn, það er það sem lífið gengur út á!
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun