Skaðabótamáli fyrrverandi rekstraraðila Iðnó gegn borginni vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2019 11:50 Margrét Rósa Einarsdóttir og Iðnó ehf. sáu um Iðnó um árabil. Mynd/Aðsend/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.Forsaga málsins er sú að árið 2017auglýsti menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurí samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkur eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu „undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins.“ Iðnó ehf. hafði þá rekið og leigt Iðnó í sextán ár.Þriggja manna matsnefnd menningar- og ferðamálaráðs komst að þeirri niðurstöðu að ganga til samninga við Þórir Bergsson og René Boonkemap um rekstur Iðnó.Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Margrét Rósa Einarsdóttir, forsvarsmaður Iðnó ehf. vera slegin yfir ákvörðun borgarinnar.„Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifaði Margrét Rósa á Facebook vegna málsins. IðnóFréttablaðið/Sigtryggur Ari.Umboðsmaður borgarbúa taldi ekki nógu vel staðið að málinu Í dómi Héraðsdóms má sjá að Iðnó ehf. kvartaði til Umboðsmanns borgarbúa vegna málsins. Komst hann að þeirri niðurstöðu að leggja hefði mátt betri grundvöll að ákvörðuninni. Þá óskaði félagið eftir því að Reykjavíkurborg tæki afstöðu til skaðabótaskyldu vegna málsins, sem borgin hafnaði. Höfðaði Iðnó því mál gegn Reykjavíkurborg. Taldi Iðnó ehf. sig eiga rétt til skaðabóta úr hendi borgarinnar vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri fasteignarinnar Iðnó og vegna útlagðs kostnaðar og fjárfestinga í búnaði. Ekki var óskað eftir sérstakri fjárhæð en óskað yrði eftir mati dómkvaddra matsmanna til að meta tjón stefnanda ef fallist yrði á skaðabótaskyldu. Reykjavíkurborg hafnaði skaðabótaskyldu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi. Ætlað tjón væri með öllu ósannað og borgin hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi við málsmeðferðina. Gætt hafi verið jafnræðis og að tilboð Iðnó ehf. hafi verið mun lægra en tilboðinu sem var tekið. Þá væri málið verulega vanreifað þar sem ekki væri gert grein fyrir því hvað fælist í ætluðu tjóni Iðnó ehf., eða hvers eðlis það væri. Á þetta féllst dómari málsins en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir meðal annars að engin grein sé gerð fyrir hinu ætlaða tjóni vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri Iðnó, og þá sérstaklega á hvaða sjónarmiðum slík krafa sé byggð og hvernig það megi rekja til þeirrar athafnar borgarinnar að leigja Iðnó til þriðja aðila. Þá væri ekki gerð fullnægjandi grein fyrir tjóni vegna útlagðs kostnaðar eða fjárfestinga í búnaði né á því hvaða grundvelli krafa um bætur fyrir það tjón væri byggð. „Að þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi,“ segir í dómi Héraðsdóms auk þess sem að Iðnó ehf. þarf að greiða Reykjavíkurborg 400 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.Forsaga málsins er sú að árið 2017auglýsti menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurí samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkur eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu „undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins.“ Iðnó ehf. hafði þá rekið og leigt Iðnó í sextán ár.Þriggja manna matsnefnd menningar- og ferðamálaráðs komst að þeirri niðurstöðu að ganga til samninga við Þórir Bergsson og René Boonkemap um rekstur Iðnó.Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Margrét Rósa Einarsdóttir, forsvarsmaður Iðnó ehf. vera slegin yfir ákvörðun borgarinnar.„Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifaði Margrét Rósa á Facebook vegna málsins. IðnóFréttablaðið/Sigtryggur Ari.Umboðsmaður borgarbúa taldi ekki nógu vel staðið að málinu Í dómi Héraðsdóms má sjá að Iðnó ehf. kvartaði til Umboðsmanns borgarbúa vegna málsins. Komst hann að þeirri niðurstöðu að leggja hefði mátt betri grundvöll að ákvörðuninni. Þá óskaði félagið eftir því að Reykjavíkurborg tæki afstöðu til skaðabótaskyldu vegna málsins, sem borgin hafnaði. Höfðaði Iðnó því mál gegn Reykjavíkurborg. Taldi Iðnó ehf. sig eiga rétt til skaðabóta úr hendi borgarinnar vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri fasteignarinnar Iðnó og vegna útlagðs kostnaðar og fjárfestinga í búnaði. Ekki var óskað eftir sérstakri fjárhæð en óskað yrði eftir mati dómkvaddra matsmanna til að meta tjón stefnanda ef fallist yrði á skaðabótaskyldu. Reykjavíkurborg hafnaði skaðabótaskyldu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi. Ætlað tjón væri með öllu ósannað og borgin hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi við málsmeðferðina. Gætt hafi verið jafnræðis og að tilboð Iðnó ehf. hafi verið mun lægra en tilboðinu sem var tekið. Þá væri málið verulega vanreifað þar sem ekki væri gert grein fyrir því hvað fælist í ætluðu tjóni Iðnó ehf., eða hvers eðlis það væri. Á þetta féllst dómari málsins en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir meðal annars að engin grein sé gerð fyrir hinu ætlaða tjóni vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri Iðnó, og þá sérstaklega á hvaða sjónarmiðum slík krafa sé byggð og hvernig það megi rekja til þeirrar athafnar borgarinnar að leigja Iðnó til þriðja aðila. Þá væri ekki gerð fullnægjandi grein fyrir tjóni vegna útlagðs kostnaðar eða fjárfestinga í búnaði né á því hvaða grundvelli krafa um bætur fyrir það tjón væri byggð. „Að þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi,“ segir í dómi Héraðsdóms auk þess sem að Iðnó ehf. þarf að greiða Reykjavíkurborg 400 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent