Betur gangi að manna skóla í hremmingum ferðaþjónustu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. apríl 2019 06:00 Skólakerfið sem glímt hefur við manneklu í góðæri síðustu ára kann að njóta góðs af samdrætti í ferðaþjónustu. Fréttablaðið/Ernir Við horfum virkilega til þess að betur muni ganga að manna í skólum á næsta skólaári miðað við þessa breyttu stöðu í ferðaþjónustunni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fall WOW air og uppsagnir í ferðaþjónustunni sem og víðar hafa gert það að verkum að á annað þúsund manns eru nú án atvinnu og sér vart fyrir endann á þeim samdrætti. Hjúkrunarfræðingar voru eftirsóttur starfskraftur sem flugfreyjur en Vísir greindi frá því fyrir helgi að margar flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá WOW air í síðustu viku hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann með það fyrir augum að snúa aftur til fyrri starfa. Helgi segir vitað mál að kennarar hafi líka verið eftirsóttir í hinum ýmsu störfum ferðaþjónustunnar. Og nú þegar kreppi að í þeim geira kunni að slakna á mannekluvandræðum. Þar á meðal í menntunar- og umönnunarstörfum. „Í ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustunni hefur þetta nám, bæði grunn- og leikskólakennara sem snýst svo mikið um mannleg samskipti, verið eftirsótt og þeir farið í störf í ferðaþjónustunni. Maður gerir nú ráð fyrir að einhverjir hugsi sér að koma til baka í starf á leikskólum og í grunnskólum og við erum að skoða málin og fylgjast með,“ segir Helgi vongóður um að betur muni ganga að manna stöður. „Það er bara alltaf þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þegar byggingarkrönum og ferðamönnum fjölgaði var mikið um að starfsfólk færi frá okkur í önnur störf. Eða að fólk sem var að koma inn á vinnumarkaðinn horfði frekar til ferðaþjónustu en skólanna. En við þurfum auðvitað nýliðun líka.“ Helgi segir Íslendinga ekki þekkja langtímaatvinnuleysi í raun, það séu alltaf störf. Það bráðvanti fólk í menntunar- og umönnunarstörfin sem kunni nú að leita í jafnvægi. Helgi segir að á teikniborðinu hafi verið að auðvelda fólki að snúa aftur í kennarastarfið, hafi það verið lengi frá. „Eitt af því sem verið hefur á teikniborðinu varðandi framtíðarmönnun í leik- og grunnskólum er að mýkja höggið með símenntunarnámskeiði. Þá hefði fólk á hraðbergi nýjustu strauma og stefnur í skólastarfi. Það er eitt af því sem við erum að horfa til.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Við horfum virkilega til þess að betur muni ganga að manna í skólum á næsta skólaári miðað við þessa breyttu stöðu í ferðaþjónustunni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fall WOW air og uppsagnir í ferðaþjónustunni sem og víðar hafa gert það að verkum að á annað þúsund manns eru nú án atvinnu og sér vart fyrir endann á þeim samdrætti. Hjúkrunarfræðingar voru eftirsóttur starfskraftur sem flugfreyjur en Vísir greindi frá því fyrir helgi að margar flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá WOW air í síðustu viku hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann með það fyrir augum að snúa aftur til fyrri starfa. Helgi segir vitað mál að kennarar hafi líka verið eftirsóttir í hinum ýmsu störfum ferðaþjónustunnar. Og nú þegar kreppi að í þeim geira kunni að slakna á mannekluvandræðum. Þar á meðal í menntunar- og umönnunarstörfum. „Í ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustunni hefur þetta nám, bæði grunn- og leikskólakennara sem snýst svo mikið um mannleg samskipti, verið eftirsótt og þeir farið í störf í ferðaþjónustunni. Maður gerir nú ráð fyrir að einhverjir hugsi sér að koma til baka í starf á leikskólum og í grunnskólum og við erum að skoða málin og fylgjast með,“ segir Helgi vongóður um að betur muni ganga að manna stöður. „Það er bara alltaf þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þegar byggingarkrönum og ferðamönnum fjölgaði var mikið um að starfsfólk færi frá okkur í önnur störf. Eða að fólk sem var að koma inn á vinnumarkaðinn horfði frekar til ferðaþjónustu en skólanna. En við þurfum auðvitað nýliðun líka.“ Helgi segir Íslendinga ekki þekkja langtímaatvinnuleysi í raun, það séu alltaf störf. Það bráðvanti fólk í menntunar- og umönnunarstörfin sem kunni nú að leita í jafnvægi. Helgi segir að á teikniborðinu hafi verið að auðvelda fólki að snúa aftur í kennarastarfið, hafi það verið lengi frá. „Eitt af því sem verið hefur á teikniborðinu varðandi framtíðarmönnun í leik- og grunnskólum er að mýkja höggið með símenntunarnámskeiði. Þá hefði fólk á hraðbergi nýjustu strauma og stefnur í skólastarfi. Það er eitt af því sem við erum að horfa til.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent