Frábært að vera í lykilhlutverki Hjörvar Ólafsson skrifar 1. apríl 2019 12:00 Matthías er ánægður hjá Valerenga. mynd/vålerenga Eftir erfitt síðasta ár hjá Rosenborg, þar sem hann átti ekki upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins fyrri hluta leiktíðarinnar og var að glíma við krossbandsslit síðari hlutann, söðlaði knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson um í Noregi og gekk til liðs við Vålerenga í sumar. Hjá Rosenborg varð Matthías Noregsmeistari fjórum sinnum og þrívegis bikarmeistari. Tækifærin voru hins vegar af skornum skammti á síðasta keppnistímabili og Matthías ákvað að finna sér nýja áskorun á ferli sínum. Hann stimplaði sig rækilega inn hjá nýja liðinu þegar norska efsta deildin fór af stað á laugardaginn þegar hann skoraði bæði mörk Vålerenga í 2-0 sigri liðsins gegn Mjöndalen í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin sem Matthías skoraði voru keimlík en hann fékk sendingu inn í vítateig Mjöndalen og kláraði færin af stakri prýði með góðum skotum. „Það er ofboðslega góð tilfinning að vera orðinn aftur lykilleikmaður hjá góðu liði. Að vera í byrjunarliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægilegt. Síðasta árið mitt hjá Rosenborg var mjög erfitt vegna fárra tækifæra og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öllum liðum í fyrstu umferðinni og það er gott að ná að brjóta ísinn með tveimur mörkum og sigri,“ segir Matthías. „Hjá Vålerenga er ég hugsaður sem fyrsti kostur í framherjastöðunni eða sem sóknartengiliður. Þegar ég spilaði hjá Rosenborg gat ég verið að spila sem framherji og skoraði í einum leik og verið svo djúpur miðjumaður í þeim næsta. Ég lærði auðvitað mikið af því að spila ólíkar stöður en það er auðvitað miklu þægilegra að vera bara hugsaður í eina stöðu,“ segir hann enn fremur. „Ég æfði mjög vel á undirbúningstímabilinu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn mótíveraður fyrir undirbúningstímabil eftir leiðinlegan kafla þar á undan. Meiðslin eru algerlega að baki og ég er nálægt besta ástandi sem ég hef verið í á ferlinum. Ég var staðráðinn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjartsýnn á gott gengi mitt og liðsins á tímabilinu. Þetta byrjar allavega vel og nú er bara að byggja á þessu í komandi leikjum,“ segir framherjinn öflugi. „Vålerenga er stórt félag sem ætlar sér ávallt að gera góða hluti í deildinni ár hvert og stefnir á meistaratitilinn. Það er alveg raunhæft að stefna á það þar sem við höfum á að skipa góðum leikmönnum. Við erum með lið sem getur unnið öll önnur lið í deildinni. Liðið hafnaði hins vegar í sjötta sæti deildarinnar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við getum barist um titilinn,“ segir Ísfirðingurinn geðþekki sem hefur mest skorað 11 mörk í efstu deild í Noregi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með Start árið 2013 en árið áður skoraði hann 18 mörk í næstefstu deild. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Eftir erfitt síðasta ár hjá Rosenborg, þar sem hann átti ekki upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins fyrri hluta leiktíðarinnar og var að glíma við krossbandsslit síðari hlutann, söðlaði knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson um í Noregi og gekk til liðs við Vålerenga í sumar. Hjá Rosenborg varð Matthías Noregsmeistari fjórum sinnum og þrívegis bikarmeistari. Tækifærin voru hins vegar af skornum skammti á síðasta keppnistímabili og Matthías ákvað að finna sér nýja áskorun á ferli sínum. Hann stimplaði sig rækilega inn hjá nýja liðinu þegar norska efsta deildin fór af stað á laugardaginn þegar hann skoraði bæði mörk Vålerenga í 2-0 sigri liðsins gegn Mjöndalen í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin sem Matthías skoraði voru keimlík en hann fékk sendingu inn í vítateig Mjöndalen og kláraði færin af stakri prýði með góðum skotum. „Það er ofboðslega góð tilfinning að vera orðinn aftur lykilleikmaður hjá góðu liði. Að vera í byrjunarliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægilegt. Síðasta árið mitt hjá Rosenborg var mjög erfitt vegna fárra tækifæra og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öllum liðum í fyrstu umferðinni og það er gott að ná að brjóta ísinn með tveimur mörkum og sigri,“ segir Matthías. „Hjá Vålerenga er ég hugsaður sem fyrsti kostur í framherjastöðunni eða sem sóknartengiliður. Þegar ég spilaði hjá Rosenborg gat ég verið að spila sem framherji og skoraði í einum leik og verið svo djúpur miðjumaður í þeim næsta. Ég lærði auðvitað mikið af því að spila ólíkar stöður en það er auðvitað miklu þægilegra að vera bara hugsaður í eina stöðu,“ segir hann enn fremur. „Ég æfði mjög vel á undirbúningstímabilinu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn mótíveraður fyrir undirbúningstímabil eftir leiðinlegan kafla þar á undan. Meiðslin eru algerlega að baki og ég er nálægt besta ástandi sem ég hef verið í á ferlinum. Ég var staðráðinn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjartsýnn á gott gengi mitt og liðsins á tímabilinu. Þetta byrjar allavega vel og nú er bara að byggja á þessu í komandi leikjum,“ segir framherjinn öflugi. „Vålerenga er stórt félag sem ætlar sér ávallt að gera góða hluti í deildinni ár hvert og stefnir á meistaratitilinn. Það er alveg raunhæft að stefna á það þar sem við höfum á að skipa góðum leikmönnum. Við erum með lið sem getur unnið öll önnur lið í deildinni. Liðið hafnaði hins vegar í sjötta sæti deildarinnar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við getum barist um titilinn,“ segir Ísfirðingurinn geðþekki sem hefur mest skorað 11 mörk í efstu deild í Noregi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með Start árið 2013 en árið áður skoraði hann 18 mörk í næstefstu deild.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira