Ræður þessu Hörður Ægisson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Höggið af falli WOW air, sem kom fæstum á óvart sem hafa fylgst með dauðastríði félagsins undanfarna mánuði, verður umtalsvert á árinu. Þótt 25 önnur flugfélög muni fljúga til og frá landinu í sumar er ljóst að skarðið sem WOW skilur eftir sig – um 20 prósent af áætluðu heildarsætaframboði – verður aðeins að litlum hluta fyllt af öðrum félögum. Of skammur tími er fyrir þau til að gera breytingar á sumaráætlun sinni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins munu dragast saman sem aftur setur þrýsting á gengið. Hóflegur hagvöxtur mun að líkindum breytast í samdrátt, raunverð fasteigna á eftir að lækka meira en ella og atvinnuleysi mun stóraukast. Við sáum forsmekkinn af því sem koma skal í lok síðustu viku þegar vel á þriðja þúsund manns var sagt upp störfum. Það jafngildir meira en einu prósenti allra sem eru á vinnumarkaði. Frekari uppsagnir ásamt gjaldþrotum fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, eru án efa óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland og það mun ekki breytast með brotthvarfi WOW air. Það sem meira máli skiptir er að undirstoðir þjóðarbúsins til að takast á við slíkt áfall, sem gjaldþrot kerfislega mikilvægs fyrirtækis hefur í för með sér, hafa aldrei verið sterkari. Ævintýralegur vöxtur WOW air, sem reyndist að lokum ekki grundvallast á sjálfbærum rekstrarforsendum, hefur átt sinn þátt í fordæmalausri kaupmáttaraukningu launafólks og eins þeim mikla og viðvarandi afgangi sem verið hefur á viðskiptum okkar við útlönd um langt skeið. Ávinningur landsmanna af þessum uppgangi er varanlegur og skilaði sér meðal annars í gjaldeyristekjum upp á mörg hundruð milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins er því orðin ein sú besta í Evrópu og Seðlabankinn ræður yfir 700 milljarða gjaldeyrisforða sem hann getur beitt til að vinna gegn mögulegu gjaldeyrisútflæði. Þessi staða, ásamt þeirri staðreynd að skuldir fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs eru afar lágar í sögulegu samhengi, gerir það að verkum að hagkerfið ætti að komast klakklaust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem nú blasa við. Kjöraðstæður eru til að ná fram mjúkri lendingu og að óbreyttu ætti að vera hægt, sem er ekki í boði í mörgum okkar helstu viðskiptalöndum, að lækka vexti talsvert til að sporna við of djúpum samdrætti. Það yrði þá einsdæmi í hagsögunni. Fíllinn í herberginu, sem er ekki krónan eins og sumir halda fram hugsunarlaust, er vinnumarkaðurinn. Misráðin væntingastjórnun verkalýðshreyfingarinnar, sem framkallaði verkfallsaðgerðir gagnvart viðkvæmustu en í senn mikilvægustu atvinnugrein landsins, hefur valdið ómældum og tilgangslausum skaða. Eftir margra mánaða hatrammar deilur er nú hins vegar útlit fyrir að kjarasamningar séu að nást. Sá tónn sem heyrist frá sumum leiðtogum stéttarfélaganna gefur til kynna að þar séu menn farnir að nálgast einhvers konar jarðtengingu. Því ber að fagna enda þótt það sé síðra ef til þess þurfti gjaldþrot flugfélags. Verði samið um hóflegar launahækkanir munum við sjá vexti fara lækkandi. „Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í Silfri Egils í gær. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Valið er núna verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Höggið af falli WOW air, sem kom fæstum á óvart sem hafa fylgst með dauðastríði félagsins undanfarna mánuði, verður umtalsvert á árinu. Þótt 25 önnur flugfélög muni fljúga til og frá landinu í sumar er ljóst að skarðið sem WOW skilur eftir sig – um 20 prósent af áætluðu heildarsætaframboði – verður aðeins að litlum hluta fyllt af öðrum félögum. Of skammur tími er fyrir þau til að gera breytingar á sumaráætlun sinni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins munu dragast saman sem aftur setur þrýsting á gengið. Hóflegur hagvöxtur mun að líkindum breytast í samdrátt, raunverð fasteigna á eftir að lækka meira en ella og atvinnuleysi mun stóraukast. Við sáum forsmekkinn af því sem koma skal í lok síðustu viku þegar vel á þriðja þúsund manns var sagt upp störfum. Það jafngildir meira en einu prósenti allra sem eru á vinnumarkaði. Frekari uppsagnir ásamt gjaldþrotum fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, eru án efa óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland og það mun ekki breytast með brotthvarfi WOW air. Það sem meira máli skiptir er að undirstoðir þjóðarbúsins til að takast á við slíkt áfall, sem gjaldþrot kerfislega mikilvægs fyrirtækis hefur í för með sér, hafa aldrei verið sterkari. Ævintýralegur vöxtur WOW air, sem reyndist að lokum ekki grundvallast á sjálfbærum rekstrarforsendum, hefur átt sinn þátt í fordæmalausri kaupmáttaraukningu launafólks og eins þeim mikla og viðvarandi afgangi sem verið hefur á viðskiptum okkar við útlönd um langt skeið. Ávinningur landsmanna af þessum uppgangi er varanlegur og skilaði sér meðal annars í gjaldeyristekjum upp á mörg hundruð milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins er því orðin ein sú besta í Evrópu og Seðlabankinn ræður yfir 700 milljarða gjaldeyrisforða sem hann getur beitt til að vinna gegn mögulegu gjaldeyrisútflæði. Þessi staða, ásamt þeirri staðreynd að skuldir fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs eru afar lágar í sögulegu samhengi, gerir það að verkum að hagkerfið ætti að komast klakklaust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem nú blasa við. Kjöraðstæður eru til að ná fram mjúkri lendingu og að óbreyttu ætti að vera hægt, sem er ekki í boði í mörgum okkar helstu viðskiptalöndum, að lækka vexti talsvert til að sporna við of djúpum samdrætti. Það yrði þá einsdæmi í hagsögunni. Fíllinn í herberginu, sem er ekki krónan eins og sumir halda fram hugsunarlaust, er vinnumarkaðurinn. Misráðin væntingastjórnun verkalýðshreyfingarinnar, sem framkallaði verkfallsaðgerðir gagnvart viðkvæmustu en í senn mikilvægustu atvinnugrein landsins, hefur valdið ómældum og tilgangslausum skaða. Eftir margra mánaða hatrammar deilur er nú hins vegar útlit fyrir að kjarasamningar séu að nást. Sá tónn sem heyrist frá sumum leiðtogum stéttarfélaganna gefur til kynna að þar séu menn farnir að nálgast einhvers konar jarðtengingu. Því ber að fagna enda þótt það sé síðra ef til þess þurfti gjaldþrot flugfélags. Verði samið um hóflegar launahækkanir munum við sjá vexti fara lækkandi. „Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í Silfri Egils í gær. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Valið er núna verkalýðshreyfingarinnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun