Frumvarp fækkar í liði Flokks fólksins á þingi Sveinn Arnarsson skrifar 1. apríl 2019 06:15 "Eðlilegt að við gætum aðhalds,“ segir Ólafur Ísleifsson. Fréttablaðið/Ernir Ólafur Ísleifsson, nýr þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir meðflutningsmönnum úr öðrum þingflokkum að máli sem hefur aðeins áhrif á hans gamla flokk, Flokk fólksins. Hann telur frumvarpinu hins vegar ekki vera beint gegn sínum gamla flokki. Frumvarpið sem Ólafur hyggst leggja fram er til þess ætlað að breyta lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, eða réttara sagt um hámarksfjölda aðstoðarmanna.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.„Breytingin snýr að því að starfsmenn þingflokka að meðtöldum aðstoðarmanni formanns stjórnmálaflokks skuli ekki vera fleiri en þingmenn þingflokks á hverjum tíma. Með því er verið að gæta að eðlilegu aðhaldi og sparnaði í meðferð opinbers fjár,“ segir í tölvupósti Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins, til þingmanna annarra flokka þar sem óskað er eftir meðflutningsmanni. Yrði þetta frumvarp að veruleika myndi það aðeins hafa áhrif á gamla þingflokk Ólafs, Flokks fólksins. Hann telur hins vegar að hér sé um eðlilegt þingmál að ræða til að gæta aðhalds í ríkisrekstrinum. „Má vera að á þessu þingi skuli það aðeins hafa áhrif á einn flokk, en ástæða þess að ég vil leggja þetta mál fram er sú að ég tel eðlilegt að við gætum aðhalds. Þessu frumvarpi er ekki beint gegn neinum og af engum tekið. Ég vil aðeins að við förum vel með opinbert fé,“ segir Ólafur. Augljóst hefur verið upp á síðkastið að andað hefur köldu á milli Flokks fólksins og fyrrverandi liðsmanna hans sem reknir voru úr flokknum eftir uppákomuna á Klaustri í lok nóvember. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir Ólaf auðvitað verða að eiga þetta við sjálfan sig. „Ég hef enga sérstaka skoðun á frumvörpum Ólafs Ísleifssonar og ef hann vill fara þessa leið þá gerir hann það bara,“ segir Inga. „Það sjá hins vegar allir hvað hér er um að vera.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, nýr þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir meðflutningsmönnum úr öðrum þingflokkum að máli sem hefur aðeins áhrif á hans gamla flokk, Flokk fólksins. Hann telur frumvarpinu hins vegar ekki vera beint gegn sínum gamla flokki. Frumvarpið sem Ólafur hyggst leggja fram er til þess ætlað að breyta lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, eða réttara sagt um hámarksfjölda aðstoðarmanna.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.„Breytingin snýr að því að starfsmenn þingflokka að meðtöldum aðstoðarmanni formanns stjórnmálaflokks skuli ekki vera fleiri en þingmenn þingflokks á hverjum tíma. Með því er verið að gæta að eðlilegu aðhaldi og sparnaði í meðferð opinbers fjár,“ segir í tölvupósti Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins, til þingmanna annarra flokka þar sem óskað er eftir meðflutningsmanni. Yrði þetta frumvarp að veruleika myndi það aðeins hafa áhrif á gamla þingflokk Ólafs, Flokks fólksins. Hann telur hins vegar að hér sé um eðlilegt þingmál að ræða til að gæta aðhalds í ríkisrekstrinum. „Má vera að á þessu þingi skuli það aðeins hafa áhrif á einn flokk, en ástæða þess að ég vil leggja þetta mál fram er sú að ég tel eðlilegt að við gætum aðhalds. Þessu frumvarpi er ekki beint gegn neinum og af engum tekið. Ég vil aðeins að við förum vel með opinbert fé,“ segir Ólafur. Augljóst hefur verið upp á síðkastið að andað hefur köldu á milli Flokks fólksins og fyrrverandi liðsmanna hans sem reknir voru úr flokknum eftir uppákomuna á Klaustri í lok nóvember. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir Ólaf auðvitað verða að eiga þetta við sjálfan sig. „Ég hef enga sérstaka skoðun á frumvörpum Ólafs Ísleifssonar og ef hann vill fara þessa leið þá gerir hann það bara,“ segir Inga. „Það sjá hins vegar allir hvað hér er um að vera.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira