Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 21:52 Spænski Evrópuþingmaðurinn Ana Miranda Paz og þýsku þingkonurnar Sevim Dagdelen og Heike Hänsel. Getty Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. Verði það gert setji það hættulegt fordæmi gagnvart öllum íbúum innan Evrópusambandsins. Hópur þingmanna á þýska og spænska þinginu og á Evrópuþinginu hafði fyrirhugað að heimsækja Julian Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum á fimmtudag í síðustu viku, daginn sem hann var handtekinn. Þrjár þingkonur mótmæltu fyrir utan fangelsið þar sem honum er haldið og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda í Ekvador um að svipta Assange ríkisfangi og heimila breskri lögreglu inngöngu í sendiráðið til að handtaka hann með framsalsbeiðni frá Bandaríkjastjórn upp á vasann. „Þetta skapar mjög hættulegt fordæmi, sem í raun stofnar blaðamennsku, fjölmiðlafrelsi og málfrelsi í hættu,“ segir Heike Hänsel, varaformaður þingflokks Vinstriflokksins á þýska þinginu Þingkonurnar segja meðferðina á Assange brot á alþjóðalögum þar sem embættis- og ráðamenn allt upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi hótað honum dauðadómi. Þingkonurnar skora á stjórnvöld í Þýskalandi og Spáni að veita Assange hæli og Evrópusambandið og Evrópuráðið að veita honum vernd. Bandaríkjastjórn saki hann ekki bara um samsæri heldur gagnnjósnir sem þýði að Assange eigi yfir höfði sér langan fangelsisdóm eða dauðarefsingu. „Þetta skapar fordæmi sem sýðir að allir íbúar Evrópusambandsins geta verið í hættu. Þess vegna hvetjum við bresku ríkisstjórnina til að framselja ekki Julian Assange til Bandaríkjanna,“ segir Sevim Dagdelen, varaformaður Viinstriflokksins á þýska þinginu. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Þýskaland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. Verði það gert setji það hættulegt fordæmi gagnvart öllum íbúum innan Evrópusambandsins. Hópur þingmanna á þýska og spænska þinginu og á Evrópuþinginu hafði fyrirhugað að heimsækja Julian Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum á fimmtudag í síðustu viku, daginn sem hann var handtekinn. Þrjár þingkonur mótmæltu fyrir utan fangelsið þar sem honum er haldið og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda í Ekvador um að svipta Assange ríkisfangi og heimila breskri lögreglu inngöngu í sendiráðið til að handtaka hann með framsalsbeiðni frá Bandaríkjastjórn upp á vasann. „Þetta skapar mjög hættulegt fordæmi, sem í raun stofnar blaðamennsku, fjölmiðlafrelsi og málfrelsi í hættu,“ segir Heike Hänsel, varaformaður þingflokks Vinstriflokksins á þýska þinginu Þingkonurnar segja meðferðina á Assange brot á alþjóðalögum þar sem embættis- og ráðamenn allt upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi hótað honum dauðadómi. Þingkonurnar skora á stjórnvöld í Þýskalandi og Spáni að veita Assange hæli og Evrópusambandið og Evrópuráðið að veita honum vernd. Bandaríkjastjórn saki hann ekki bara um samsæri heldur gagnnjósnir sem þýði að Assange eigi yfir höfði sér langan fangelsisdóm eða dauðarefsingu. „Þetta skapar fordæmi sem sýðir að allir íbúar Evrópusambandsins geta verið í hættu. Þess vegna hvetjum við bresku ríkisstjórnina til að framselja ekki Julian Assange til Bandaríkjanna,“ segir Sevim Dagdelen, varaformaður Viinstriflokksins á þýska þinginu.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Þýskaland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna