Ákærður fyrir að smygla fólki frá Venesúela til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 12:29 Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Fréttablaðið/GVA Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum hingað til lands í byrjun þessa árs og í fyrra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir.Sjá einnig: Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-HrauniRÚV greindi fyrst frá málinu í morgun og hefur upp úr ákærunni að ferðalag venesúelsku ríkisborgaranna hafi verið flókið. Maðurinn sé sagður hafa bókað ferð fólksins og fylgt þeim á leiðinni hingað til lands. Fréttastofa hefur óskað eftir ákærunni. Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá 10. apríl, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 17. apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögregla hafi rökstuddan grun um að maðurinn hafi í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, þann 27. febrúar 2018, 2. janúar 2019 og mánuði síðar, 2. febrúar, aðstoðað venesúelska ríkisborgara við að koma ólöglega til Íslands. Þá kemur einnig fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að mikið beri í milli í framburði mannsins og fólksins sem hann er sagður hafi smyglað til landsins. Einnig segir í úrskurðinum að lögregla telji sig hafa rökstuddan grun um að systkini, sem voru í hóp fólksins sem maðurinn á að hafa smyglað hingað til lands, kunni að vera fórnarlömb mansals. Þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu. Maðurinn er þó ekki ákærður fyrir mansal, líkt og hann var um tíma grunaður um, en RÚV hefur eftir Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarsaksóknara að erfitt hafi reynst að sanna slíkt. Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu þessarar fréttar. Eins og áður segir hefur maðurinn neitað allri aðild að málinu. Hann telur sig hafa setið saklausan í fangelsi síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars. Þá var jafnframt greint frá því að hann hefði verið í hungurverkfalli í að minnsta kosti viku. Ekki náðist í Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmann mannsins við vinnslu fréttarinnar. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum hingað til lands í byrjun þessa árs og í fyrra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir.Sjá einnig: Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-HrauniRÚV greindi fyrst frá málinu í morgun og hefur upp úr ákærunni að ferðalag venesúelsku ríkisborgaranna hafi verið flókið. Maðurinn sé sagður hafa bókað ferð fólksins og fylgt þeim á leiðinni hingað til lands. Fréttastofa hefur óskað eftir ákærunni. Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá 10. apríl, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 17. apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögregla hafi rökstuddan grun um að maðurinn hafi í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, þann 27. febrúar 2018, 2. janúar 2019 og mánuði síðar, 2. febrúar, aðstoðað venesúelska ríkisborgara við að koma ólöglega til Íslands. Þá kemur einnig fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að mikið beri í milli í framburði mannsins og fólksins sem hann er sagður hafi smyglað til landsins. Einnig segir í úrskurðinum að lögregla telji sig hafa rökstuddan grun um að systkini, sem voru í hóp fólksins sem maðurinn á að hafa smyglað hingað til lands, kunni að vera fórnarlömb mansals. Þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu. Maðurinn er þó ekki ákærður fyrir mansal, líkt og hann var um tíma grunaður um, en RÚV hefur eftir Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarsaksóknara að erfitt hafi reynst að sanna slíkt. Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu þessarar fréttar. Eins og áður segir hefur maðurinn neitað allri aðild að málinu. Hann telur sig hafa setið saklausan í fangelsi síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars. Þá var jafnframt greint frá því að hann hefði verið í hungurverkfalli í að minnsta kosti viku. Ekki náðist í Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmann mannsins við vinnslu fréttarinnar.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11
Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56