Hefur VG gefist upp? Víðir Hólm Guðbjartsson og Hilmar Einarsson og Pétur Arason skrifa 17. apríl 2019 11:45 Um þessar mundir eru liðnir rúmlega tíu mánuðir frá því að laxeldisfyritækið Arnarlax hóf að brjóta skilyrði starfsleyfis fyrir eldisstarfsemi sína við Hringsdal í Arnarfirði. Brotið snýr að lágmarkshvíldartíma kvíasvæðisins sem skal samkvæmt starfsleyfi vera að lágmarki sex til áttta mánuðir. Arnarlax kaus hins vegar að brjóta þetta ákvæði með því að setja út seiði aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á svæðinu. Í því sambandi er rétt að minna á að sex til átta mánaða lágmarkshvíldartíminn er tilgreindur í umhverfismatsskýrslu sem unnin var af ráðgjöfum Arnarlax, með öðrum að tillögu eldisfyrirtækisins sjálfs.Umhverfisráðuneytið segir pass Tilgangur hvíldartíma, eftir hverja 23 til 25 mánaða eldislotu er annars vegar að hvíla nálægan botn fyrir úrgangsmengum svo sem saur, fóðurleyfum, dauðum eldisfiski og eftir atvikum skordýraeitri og lyfjum sem notað hefur verið gegn laxalús á eldistímanum, og hins vegar til að leitast við að hreinsa svæðið af laxalús. Landeigendur og hagsmunaaðilar í nágrenni við kvíasvæðið tilkynntu starfsleyfisbrotið til Umhverfisstofnunar (UST) í lok júni 2018 og í framhaldinu boðaði stofnunin að sjókvíaeldisfyrirtækið yrði áminnt. Í lok júlí barst landeigendum hins vegar það svar UST að Arnarlax hefði sent undanþágubeiðni til Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir áframhaldandi heimild til starfsleyfisbrotsins. Þar með gæti UST ekki sinnt lögbundinn skyldu sinni til að stöðva starfsemina. Síðan hefur málið verið strand í ráðuneytinu. Fyrir liggur að UST leggst gegn undanþágu. Einu svör Umhverfisráðuneytisins vegna málsins eru að benda kærendum á að þeir geti kært aðgerðaleysi UST og Umhverfisráðuneytisins til Úrskurðarnefnar auðlinda- og umhverfismála. Í þessu ferli öllu skýtur mjög skökku við að brotin þrífast í skjóli aðgerðaleysis ráðuneytis sem er undir stjórn VG.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Ábyrgð VG Í næsta nágrenni við kvíasvæðið er eitt af stærri æðarvörpum Vestfjarða og þrjár litlar ár sem hýsa náttúrulega lax- og sjóbirtingsstofna. Nú þegar er búið að eitra tvisvar á svæðinu með lúsaeitri sem er hellt beint í sjóinn í kvíunum en eitrið leysir upp skel laxalúsa og annarra skeldýra með ófyrirséðum afleiðingum fyrir nálægt lífríki, samanber fæðu æðarfugla og annarra sjófugla. Að óbreyttu er von á enn meiri eiturefnanotkun þar sem laxalús hefur verið árlega yfir viðmiðunarmörkum á eldissvæðinu. Skeytingarleysi Umhverfisráðuneytisins í þessu máli er í hróplegri andstöðu við yfirlýst stefnumál VG eins og þau eru til dæmis sett fram á heimasíðu flokksins: „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Náttúran á að njóta vafans.“ „Koma þarf í veg fyrir innflutning og dreifingu á framandi ágengum tegundum og vakta útbreiðslu þeirra.“ „Styrkja þarf löggjöf um vernd og friðun villtra dýra.“ Á heimasíðu VG er einnig að finna eftirfarandi stöðugreiningu: „Vistkerfi jarðar stendur ógn af markaðshagkerfinu. Gróðasjónarmið hafa ráðið för í umgengni við náttúruna.“ Svo virðist sem VG hafi gefist upp á sinni upphaflegu vegferð.Víðir Hólm Guðbjartsson, sauðfjár- og æðarbóndi, Grænuhlíð í BakkadalHilmar Einarsson, landeigandi, HringsdalPétur Arason, landeigandi, Hóli í Bakkadal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru liðnir rúmlega tíu mánuðir frá því að laxeldisfyritækið Arnarlax hóf að brjóta skilyrði starfsleyfis fyrir eldisstarfsemi sína við Hringsdal í Arnarfirði. Brotið snýr að lágmarkshvíldartíma kvíasvæðisins sem skal samkvæmt starfsleyfi vera að lágmarki sex til áttta mánuðir. Arnarlax kaus hins vegar að brjóta þetta ákvæði með því að setja út seiði aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á svæðinu. Í því sambandi er rétt að minna á að sex til átta mánaða lágmarkshvíldartíminn er tilgreindur í umhverfismatsskýrslu sem unnin var af ráðgjöfum Arnarlax, með öðrum að tillögu eldisfyrirtækisins sjálfs.Umhverfisráðuneytið segir pass Tilgangur hvíldartíma, eftir hverja 23 til 25 mánaða eldislotu er annars vegar að hvíla nálægan botn fyrir úrgangsmengum svo sem saur, fóðurleyfum, dauðum eldisfiski og eftir atvikum skordýraeitri og lyfjum sem notað hefur verið gegn laxalús á eldistímanum, og hins vegar til að leitast við að hreinsa svæðið af laxalús. Landeigendur og hagsmunaaðilar í nágrenni við kvíasvæðið tilkynntu starfsleyfisbrotið til Umhverfisstofnunar (UST) í lok júni 2018 og í framhaldinu boðaði stofnunin að sjókvíaeldisfyrirtækið yrði áminnt. Í lok júlí barst landeigendum hins vegar það svar UST að Arnarlax hefði sent undanþágubeiðni til Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir áframhaldandi heimild til starfsleyfisbrotsins. Þar með gæti UST ekki sinnt lögbundinn skyldu sinni til að stöðva starfsemina. Síðan hefur málið verið strand í ráðuneytinu. Fyrir liggur að UST leggst gegn undanþágu. Einu svör Umhverfisráðuneytisins vegna málsins eru að benda kærendum á að þeir geti kært aðgerðaleysi UST og Umhverfisráðuneytisins til Úrskurðarnefnar auðlinda- og umhverfismála. Í þessu ferli öllu skýtur mjög skökku við að brotin þrífast í skjóli aðgerðaleysis ráðuneytis sem er undir stjórn VG.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Ábyrgð VG Í næsta nágrenni við kvíasvæðið er eitt af stærri æðarvörpum Vestfjarða og þrjár litlar ár sem hýsa náttúrulega lax- og sjóbirtingsstofna. Nú þegar er búið að eitra tvisvar á svæðinu með lúsaeitri sem er hellt beint í sjóinn í kvíunum en eitrið leysir upp skel laxalúsa og annarra skeldýra með ófyrirséðum afleiðingum fyrir nálægt lífríki, samanber fæðu æðarfugla og annarra sjófugla. Að óbreyttu er von á enn meiri eiturefnanotkun þar sem laxalús hefur verið árlega yfir viðmiðunarmörkum á eldissvæðinu. Skeytingarleysi Umhverfisráðuneytisins í þessu máli er í hróplegri andstöðu við yfirlýst stefnumál VG eins og þau eru til dæmis sett fram á heimasíðu flokksins: „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Náttúran á að njóta vafans.“ „Koma þarf í veg fyrir innflutning og dreifingu á framandi ágengum tegundum og vakta útbreiðslu þeirra.“ „Styrkja þarf löggjöf um vernd og friðun villtra dýra.“ Á heimasíðu VG er einnig að finna eftirfarandi stöðugreiningu: „Vistkerfi jarðar stendur ógn af markaðshagkerfinu. Gróðasjónarmið hafa ráðið för í umgengni við náttúruna.“ Svo virðist sem VG hafi gefist upp á sinni upphaflegu vegferð.Víðir Hólm Guðbjartsson, sauðfjár- og æðarbóndi, Grænuhlíð í BakkadalHilmar Einarsson, landeigandi, HringsdalPétur Arason, landeigandi, Hóli í Bakkadal
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun