Forvitin augu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2019 08:00 Sama hvaða skoðun fólk hefur á Julian Assange, útgefanda Wikileaks, þá blasir við að fangelsun hans nýverið og yfirvofandi framsal til Bandaríkjanna er meiriháttar ógn við sjálfstæði og öryggi blaðamanna, ritstjóra og útgefenda vítt og breitt um heiminn. Fari svo að Bretar verði við ósk bandarískra dómsmálayfirvalda um framsal — á grundvelli óljósrar ákæru á hendur Assange um netglæpi — er næsta víst að margra ára átök taki við um gildi og aðferðir blaðamennsku á stafrænni öld, um vernd heimildarmanna og hvernig þeir koma upplýsingum til blaðamanna. Eins og er stendur ekki til að sækja Assange til saka fyrir birtingu trúnaðargagna, heldur er honum gefið að sök að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að hylja stafræna slóð sína er hún kom gögnum í hendur Wikileaks. Þetta eru gögn sem áttu ótvírætt erindi í fjölmiðla og var fyrst greint frá hér á landi. Sú birting sýndi hvernig bandarískir hermenn hlógu er þeir skutu á og drápu hermenn, óbreytta borgara og tvo blaðamenn Reuters úr herþyrlu í Írak árið 2010. Manning sat á bak við lás og slá í sjö ár eftir að hafa verið dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks. Hún hefur á ný verið fangelsuð, að þessu sinni fyrir að neita að tjá sig um glæpi sem Obama Bandaríkjaforseti hafði náðað hana fyrir. Linnulaus barátta bandarískra yfirvalda til að koma Assange á bak við lás og slá er birtingarmynd þeirra eitruðu stjórnmála sem stunduð eru í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þar sem frjálsir fjölmiðlar eru sagðir vera verstu óvinir almennings, eins og Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir. Heiftin er slík að hún þekkir ekki landamæri. Enginn er öruggur ef hann er sagður vinna gegn hagsmunum stjórnvalda. Þannig varðar mál Julian Assange alla blaðamenn, og þar með alla þá sem kjósa að búa í upplýstu og frjálsu samfélagi. Hámarksrefsing fyrir þau brot sem Assange er sakaður um núna er fimm ár. Hins vegar er ekki útilokað, og ætti þar með að vera álitið öruggt, að Assange verði á seinni stigum málsins ákærður fyrir brot á bandarísku njósnalöggjöfinni. Brot sem fela í sér þann möguleika að Assange verði fangelsaður fyrir lífstíð, eða jafnvel tekinn af lífi. Fari það svo að Bretar framselji Assange til Bandaríkjanna, þá mun það verða þeim sem eru við stjórnvölinn þar í landi til ævarandi skammar enda blasir við að málið gegn Assange er knúið áfram af annarlegum pólitískum hvötum og til þess eins að refsa blaðamönnum og heimildarmönnum þeirra. Það er vel við hæfi að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mál Assange verði leyst með þeim hætti sem sæmir siðuðum ríkjum, slíkt væri viðeigandi á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Eins ættu blaðamenn hér á landi að láta mál Assange sig varða, enda tekur það til atriða sem liggja til grundvallar í starfi blaðamanna á 21. öldinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mál Julians Assange Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Sama hvaða skoðun fólk hefur á Julian Assange, útgefanda Wikileaks, þá blasir við að fangelsun hans nýverið og yfirvofandi framsal til Bandaríkjanna er meiriháttar ógn við sjálfstæði og öryggi blaðamanna, ritstjóra og útgefenda vítt og breitt um heiminn. Fari svo að Bretar verði við ósk bandarískra dómsmálayfirvalda um framsal — á grundvelli óljósrar ákæru á hendur Assange um netglæpi — er næsta víst að margra ára átök taki við um gildi og aðferðir blaðamennsku á stafrænni öld, um vernd heimildarmanna og hvernig þeir koma upplýsingum til blaðamanna. Eins og er stendur ekki til að sækja Assange til saka fyrir birtingu trúnaðargagna, heldur er honum gefið að sök að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að hylja stafræna slóð sína er hún kom gögnum í hendur Wikileaks. Þetta eru gögn sem áttu ótvírætt erindi í fjölmiðla og var fyrst greint frá hér á landi. Sú birting sýndi hvernig bandarískir hermenn hlógu er þeir skutu á og drápu hermenn, óbreytta borgara og tvo blaðamenn Reuters úr herþyrlu í Írak árið 2010. Manning sat á bak við lás og slá í sjö ár eftir að hafa verið dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks. Hún hefur á ný verið fangelsuð, að þessu sinni fyrir að neita að tjá sig um glæpi sem Obama Bandaríkjaforseti hafði náðað hana fyrir. Linnulaus barátta bandarískra yfirvalda til að koma Assange á bak við lás og slá er birtingarmynd þeirra eitruðu stjórnmála sem stunduð eru í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þar sem frjálsir fjölmiðlar eru sagðir vera verstu óvinir almennings, eins og Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir. Heiftin er slík að hún þekkir ekki landamæri. Enginn er öruggur ef hann er sagður vinna gegn hagsmunum stjórnvalda. Þannig varðar mál Julian Assange alla blaðamenn, og þar með alla þá sem kjósa að búa í upplýstu og frjálsu samfélagi. Hámarksrefsing fyrir þau brot sem Assange er sakaður um núna er fimm ár. Hins vegar er ekki útilokað, og ætti þar með að vera álitið öruggt, að Assange verði á seinni stigum málsins ákærður fyrir brot á bandarísku njósnalöggjöfinni. Brot sem fela í sér þann möguleika að Assange verði fangelsaður fyrir lífstíð, eða jafnvel tekinn af lífi. Fari það svo að Bretar framselji Assange til Bandaríkjanna, þá mun það verða þeim sem eru við stjórnvölinn þar í landi til ævarandi skammar enda blasir við að málið gegn Assange er knúið áfram af annarlegum pólitískum hvötum og til þess eins að refsa blaðamönnum og heimildarmönnum þeirra. Það er vel við hæfi að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mál Assange verði leyst með þeim hætti sem sæmir siðuðum ríkjum, slíkt væri viðeigandi á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Eins ættu blaðamenn hér á landi að láta mál Assange sig varða, enda tekur það til atriða sem liggja til grundvallar í starfi blaðamanna á 21. öldinni.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun