„Viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 10:27 Friðrik Atli Guðmundsson er umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com. Vísir/Facebook „Það er rúm vika síðan þetta fór af stað,“ segir Friðrik Atli Guðmundsson umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að safna fjármagni fyrir annað hvort endurreisn WOW air eða nýs lággjaldaflugfélags. „Við höfum unnið hart og þétt að þessu síðustu daga,“ segir Friðrik Atli en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Guðmundi Bjarna Yngvasyni, Sólhúsi ehf. Vefurinn fór í loftið í gær og óskuðu aðstandendur hans eftir nafnleynd. Í gærkvöldi var bætt við klausu um það hvaða fyrirtæki kostaði vefinn og hver væri umsjónarmaður hans. Var það gert að sögn aðstandenda vefsins vegna spurninga fjölmiðla um hver væri að baki vefnum.Ekki opinberar persónur Spurður hvers vegna þeir vildu nafnleynd segir Friðrik að aðstandendur hópsins séu ekki opinberar persónur. „Og viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi. Það eru ekki allir tilbúnir að stíga fram og fá athygli og símtöl alveg hægri vinstri .Við ætlum að verða okkur úti um talsmann, en annars ætlum við að reyna að halda fólki upplýstu á vefsíðunni,“ segir Friðrik. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort að aðstandendur hópsins hafi sett sér markmið um að ná einhverri lágmarksfjárhæð til að stofna hlutafélag sem yrði nýtt til að endurreisa WOW air eða koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags. „Það fer allt eftir hvernig staðan þróast á þessum markaði,“ segir Friðrik Atli og nefnir þar til dæmis viðræður við aðra fjárfesta. Greint var frá því á laugardag að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air hefði átt í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital um stofnun nýs flugfélags. PT Capital á hlut í KEA-hótelum og fjarskiptafyrirtækinu NOVA. „Almenningur í landinu gæti tekið þátt í kostnaði nýs félags, ef þetta almenningsfélag verður til,“ segir Friðrik.Skúli Mogensen.vísir/vilhelmSkúli ekki haft samband Skúli sagði í gær að hann kannaðist ekki við vefinn Hluthafa eða þá sem að honum standa. Hann sagði hins vegar við Fréttablaðið að hann fylgdist með af áhuga en Friðrik Atli segir Skúla ekki hafa haft samband við aðstandendur vefsins. Aðstandendur hópsins gefa sér 90 daga til að safna nægu fjármagni til að geta komið á laggirnar hlutafélaginu með það að markmiði að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef einhver gefur vilyrði fyrir fjármagni er honum lofað að það vilyrði falli niður ef ekkert verður af stofnun hlutafélagsins innan 90 daga. Friðrik segir að áhrif falls WOW air séu ekki öll komin í ljós og það eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar til langs tíma. Það sé almenningi til bóta að koma á föt öðru flugfélagi hér á landi. WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
„Það er rúm vika síðan þetta fór af stað,“ segir Friðrik Atli Guðmundsson umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að safna fjármagni fyrir annað hvort endurreisn WOW air eða nýs lággjaldaflugfélags. „Við höfum unnið hart og þétt að þessu síðustu daga,“ segir Friðrik Atli en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Guðmundi Bjarna Yngvasyni, Sólhúsi ehf. Vefurinn fór í loftið í gær og óskuðu aðstandendur hans eftir nafnleynd. Í gærkvöldi var bætt við klausu um það hvaða fyrirtæki kostaði vefinn og hver væri umsjónarmaður hans. Var það gert að sögn aðstandenda vefsins vegna spurninga fjölmiðla um hver væri að baki vefnum.Ekki opinberar persónur Spurður hvers vegna þeir vildu nafnleynd segir Friðrik að aðstandendur hópsins séu ekki opinberar persónur. „Og viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi. Það eru ekki allir tilbúnir að stíga fram og fá athygli og símtöl alveg hægri vinstri .Við ætlum að verða okkur úti um talsmann, en annars ætlum við að reyna að halda fólki upplýstu á vefsíðunni,“ segir Friðrik. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort að aðstandendur hópsins hafi sett sér markmið um að ná einhverri lágmarksfjárhæð til að stofna hlutafélag sem yrði nýtt til að endurreisa WOW air eða koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags. „Það fer allt eftir hvernig staðan þróast á þessum markaði,“ segir Friðrik Atli og nefnir þar til dæmis viðræður við aðra fjárfesta. Greint var frá því á laugardag að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air hefði átt í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital um stofnun nýs flugfélags. PT Capital á hlut í KEA-hótelum og fjarskiptafyrirtækinu NOVA. „Almenningur í landinu gæti tekið þátt í kostnaði nýs félags, ef þetta almenningsfélag verður til,“ segir Friðrik.Skúli Mogensen.vísir/vilhelmSkúli ekki haft samband Skúli sagði í gær að hann kannaðist ekki við vefinn Hluthafa eða þá sem að honum standa. Hann sagði hins vegar við Fréttablaðið að hann fylgdist með af áhuga en Friðrik Atli segir Skúla ekki hafa haft samband við aðstandendur vefsins. Aðstandendur hópsins gefa sér 90 daga til að safna nægu fjármagni til að geta komið á laggirnar hlutafélaginu með það að markmiði að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef einhver gefur vilyrði fyrir fjármagni er honum lofað að það vilyrði falli niður ef ekkert verður af stofnun hlutafélagsins innan 90 daga. Friðrik segir að áhrif falls WOW air séu ekki öll komin í ljós og það eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar til langs tíma. Það sé almenningi til bóta að koma á föt öðru flugfélagi hér á landi.
WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
„Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42