Glímir enn við reiði og gremju eftir að hafa verið nemandi í Landakotsskóla Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 07:45 Krummi Björgvinsson. Vísir/VIlhelm „Særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð,“ skrifar tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson á Facebook þar sem hann greinir frá sinni upplifun eftir að verið nemi við Landakotsskóla. Hann segist hafa verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu sér Georg, fyrrverandi skólastjóra og Margréti Müller kennslukonu. Fjallað var um brot séra Georgs og Margrétar í Fréttablaðinu um liðna helgi og ákvað Krummi að greina frá sinni reynslu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi en faðir hans er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann segir sögu af smíðakennara við skólann. Krummi hafði þá glatt bekkjarfélaga sína með fyndinni sögu en kennarinn hafi brugðist við með því að læðast aftan að honum með límabandsrúllu og byrjaði að líma yfir andlitið á Krumma. „Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til. Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir,“ skrifar Krummi. Hann segist enn kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan hans, vinir og fjölskylda hafi hjálpað honum að vinna úr þessu. Fréttablaðið sagði frá því um liðna helgi að verið væri að gera heimildarþætti um framferði Séra Georgs og Margrétar og fagnar Krummi því. Ríkið áætlar að greiða hátt í 40 þolendum tæplega 300 milljónir í sanngirnisbætur vegna málsins. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
„Særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð,“ skrifar tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson á Facebook þar sem hann greinir frá sinni upplifun eftir að verið nemi við Landakotsskóla. Hann segist hafa verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu sér Georg, fyrrverandi skólastjóra og Margréti Müller kennslukonu. Fjallað var um brot séra Georgs og Margrétar í Fréttablaðinu um liðna helgi og ákvað Krummi að greina frá sinni reynslu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi en faðir hans er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann segir sögu af smíðakennara við skólann. Krummi hafði þá glatt bekkjarfélaga sína með fyndinni sögu en kennarinn hafi brugðist við með því að læðast aftan að honum með límabandsrúllu og byrjaði að líma yfir andlitið á Krumma. „Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til. Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir,“ skrifar Krummi. Hann segist enn kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan hans, vinir og fjölskylda hafi hjálpað honum að vinna úr þessu. Fréttablaðið sagði frá því um liðna helgi að verið væri að gera heimildarþætti um framferði Séra Georgs og Margrétar og fagnar Krummi því. Ríkið áætlar að greiða hátt í 40 þolendum tæplega 300 milljónir í sanngirnisbætur vegna málsins.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00