Glímir enn við reiði og gremju eftir að hafa verið nemandi í Landakotsskóla Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 07:45 Krummi Björgvinsson. Vísir/VIlhelm „Særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð,“ skrifar tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson á Facebook þar sem hann greinir frá sinni upplifun eftir að verið nemi við Landakotsskóla. Hann segist hafa verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu sér Georg, fyrrverandi skólastjóra og Margréti Müller kennslukonu. Fjallað var um brot séra Georgs og Margrétar í Fréttablaðinu um liðna helgi og ákvað Krummi að greina frá sinni reynslu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi en faðir hans er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann segir sögu af smíðakennara við skólann. Krummi hafði þá glatt bekkjarfélaga sína með fyndinni sögu en kennarinn hafi brugðist við með því að læðast aftan að honum með límabandsrúllu og byrjaði að líma yfir andlitið á Krumma. „Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til. Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir,“ skrifar Krummi. Hann segist enn kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan hans, vinir og fjölskylda hafi hjálpað honum að vinna úr þessu. Fréttablaðið sagði frá því um liðna helgi að verið væri að gera heimildarþætti um framferði Séra Georgs og Margrétar og fagnar Krummi því. Ríkið áætlar að greiða hátt í 40 þolendum tæplega 300 milljónir í sanngirnisbætur vegna málsins. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð,“ skrifar tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson á Facebook þar sem hann greinir frá sinni upplifun eftir að verið nemi við Landakotsskóla. Hann segist hafa verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu sér Georg, fyrrverandi skólastjóra og Margréti Müller kennslukonu. Fjallað var um brot séra Georgs og Margrétar í Fréttablaðinu um liðna helgi og ákvað Krummi að greina frá sinni reynslu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi en faðir hans er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann segir sögu af smíðakennara við skólann. Krummi hafði þá glatt bekkjarfélaga sína með fyndinni sögu en kennarinn hafi brugðist við með því að læðast aftan að honum með límabandsrúllu og byrjaði að líma yfir andlitið á Krumma. „Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til. Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir,“ skrifar Krummi. Hann segist enn kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan hans, vinir og fjölskylda hafi hjálpað honum að vinna úr þessu. Fréttablaðið sagði frá því um liðna helgi að verið væri að gera heimildarþætti um framferði Séra Georgs og Margrétar og fagnar Krummi því. Ríkið áætlar að greiða hátt í 40 þolendum tæplega 300 milljónir í sanngirnisbætur vegna málsins.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00