Glímir enn við reiði og gremju eftir að hafa verið nemandi í Landakotsskóla Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 07:45 Krummi Björgvinsson. Vísir/VIlhelm „Særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð,“ skrifar tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson á Facebook þar sem hann greinir frá sinni upplifun eftir að verið nemi við Landakotsskóla. Hann segist hafa verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu sér Georg, fyrrverandi skólastjóra og Margréti Müller kennslukonu. Fjallað var um brot séra Georgs og Margrétar í Fréttablaðinu um liðna helgi og ákvað Krummi að greina frá sinni reynslu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi en faðir hans er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann segir sögu af smíðakennara við skólann. Krummi hafði þá glatt bekkjarfélaga sína með fyndinni sögu en kennarinn hafi brugðist við með því að læðast aftan að honum með límabandsrúllu og byrjaði að líma yfir andlitið á Krumma. „Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til. Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir,“ skrifar Krummi. Hann segist enn kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan hans, vinir og fjölskylda hafi hjálpað honum að vinna úr þessu. Fréttablaðið sagði frá því um liðna helgi að verið væri að gera heimildarþætti um framferði Séra Georgs og Margrétar og fagnar Krummi því. Ríkið áætlar að greiða hátt í 40 þolendum tæplega 300 milljónir í sanngirnisbætur vegna málsins. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira
„Særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð,“ skrifar tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson á Facebook þar sem hann greinir frá sinni upplifun eftir að verið nemi við Landakotsskóla. Hann segist hafa verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu sér Georg, fyrrverandi skólastjóra og Margréti Müller kennslukonu. Fjallað var um brot séra Georgs og Margrétar í Fréttablaðinu um liðna helgi og ákvað Krummi að greina frá sinni reynslu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi en faðir hans er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann segir sögu af smíðakennara við skólann. Krummi hafði þá glatt bekkjarfélaga sína með fyndinni sögu en kennarinn hafi brugðist við með því að læðast aftan að honum með límabandsrúllu og byrjaði að líma yfir andlitið á Krumma. „Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til. Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir,“ skrifar Krummi. Hann segist enn kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan hans, vinir og fjölskylda hafi hjálpað honum að vinna úr þessu. Fréttablaðið sagði frá því um liðna helgi að verið væri að gera heimildarþætti um framferði Séra Georgs og Margrétar og fagnar Krummi því. Ríkið áætlar að greiða hátt í 40 þolendum tæplega 300 milljónir í sanngirnisbætur vegna málsins.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira
Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00