Leiðin er greið Hörður Ægisson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs. Frumvarp um lækkun bankaskatts í áföngum á komandi árum, sem verður þó enn margfalt hærri en þekkist annars staðar, ætti að koma heimilum og fyrirtækjum til bóta með því að draga úr vaxtamun bankanna og ákvörðun Seðlabankans um að afnema bindiskyldu á innflæði fjármagns mun ýta undir þá þróun að vextir fari lækkandi og eins auka aðgengi atvinnulífsins að erlendri skuldabréfafjármögnun. Mestu máli skipta hins vegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu fjögurra ára sem kveða á um – heilt yfir – hófstilltari launahækkanir en margir höfðu óttast. Frá sjónarhorni greinenda og fjárfesta hefur kjarasamningunum verið vel tekið. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air, niðurstaða sem var búið að verðleggja að stórum hluta inn í eignaverð, þá hefur gengi krónunnar haldið sjó og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkað verulega á síðustu vikum. Það þýðir að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, mælikvarði á verðbólguvæntingar sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mjög til við ákvörðun vaxta, hefur lækkað niður í um þrjú prósent – eftir að hafa nálgast 4,5 prósent undir lok síðasta árs – og hefur ekki mælst lægra frá því að gengi krónunnar var hvað sterkast vorið 2018. Markaðurinn er með öðrum orðum að reikna með að vextir Seðlabankans eigi eftir að lækka nokkuð á komandi misserum. Fátt bendir til annars en að það veðmál muni að óbreyttu ganga eftir. Fyrir Seðlabankann hefur niðurstaða kjarasamninganna komið bankanum þægilega á óvart. Sé litið á síðustu spá Seðlabankans um launavöxt til næstu ára virðast þær launahækkanir sem nú hefur verið samið um fyrir á annað hundrað þúsund manns á vinnumarkaði vera hóflegar – og jafnvel heldur minni en bankinn hafði reiknað með. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er ekki á dagskrá fyrr en í lok maímánaðar. Færa mætti fyrir því rök að ástæða væri mögulega fyrir bankann til að boða til fundar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýrar vísbendingar eru um niðursveiflu, sem eiga eftir að birtast okkur með enn meira afgerandi hætti eftir fall WOW air, og útlit er fyrir að eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar sé nú að líða undir lok. Atvinnuvegafjárfesting er minni, vöxtur í debetkortaveltu innanlands hefur dregist mjög saman og ferðamönnum til landsins á líklega eftir að fækka um meira en tíu prósent á milli ára. Nýleg hagspá Arion banka gerir ráð fyrir nærri tveggja prósenta efnahagssamdrætti í ár. Rætist slíkar hagspár er samt engin ástæða til að örvænta. Efnahagshorfur landsins eru góðar og nú þegar stærsti óvissuþátturinn er frá – almenni vinnumarkaðurinn – ættum við að sigla inn í efnahagslægð án þess að henni fylgi mikil gengisveiking og verðbólga. Það væri nýlunda. Sterkar stoðir þjóðarbúsins, einkum stór óskuldsettur gjaldeyrisforði og jákvæð eignastaða við útlönd, skipta þar höfuðmáli. Leiðin er þess vegna greið fyrir Seðlabankann til að lækka vexti og Ísland ber enn nafn með rentu sem gulleyjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs. Frumvarp um lækkun bankaskatts í áföngum á komandi árum, sem verður þó enn margfalt hærri en þekkist annars staðar, ætti að koma heimilum og fyrirtækjum til bóta með því að draga úr vaxtamun bankanna og ákvörðun Seðlabankans um að afnema bindiskyldu á innflæði fjármagns mun ýta undir þá þróun að vextir fari lækkandi og eins auka aðgengi atvinnulífsins að erlendri skuldabréfafjármögnun. Mestu máli skipta hins vegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu fjögurra ára sem kveða á um – heilt yfir – hófstilltari launahækkanir en margir höfðu óttast. Frá sjónarhorni greinenda og fjárfesta hefur kjarasamningunum verið vel tekið. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air, niðurstaða sem var búið að verðleggja að stórum hluta inn í eignaverð, þá hefur gengi krónunnar haldið sjó og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkað verulega á síðustu vikum. Það þýðir að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, mælikvarði á verðbólguvæntingar sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mjög til við ákvörðun vaxta, hefur lækkað niður í um þrjú prósent – eftir að hafa nálgast 4,5 prósent undir lok síðasta árs – og hefur ekki mælst lægra frá því að gengi krónunnar var hvað sterkast vorið 2018. Markaðurinn er með öðrum orðum að reikna með að vextir Seðlabankans eigi eftir að lækka nokkuð á komandi misserum. Fátt bendir til annars en að það veðmál muni að óbreyttu ganga eftir. Fyrir Seðlabankann hefur niðurstaða kjarasamninganna komið bankanum þægilega á óvart. Sé litið á síðustu spá Seðlabankans um launavöxt til næstu ára virðast þær launahækkanir sem nú hefur verið samið um fyrir á annað hundrað þúsund manns á vinnumarkaði vera hóflegar – og jafnvel heldur minni en bankinn hafði reiknað með. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er ekki á dagskrá fyrr en í lok maímánaðar. Færa mætti fyrir því rök að ástæða væri mögulega fyrir bankann til að boða til fundar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýrar vísbendingar eru um niðursveiflu, sem eiga eftir að birtast okkur með enn meira afgerandi hætti eftir fall WOW air, og útlit er fyrir að eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar sé nú að líða undir lok. Atvinnuvegafjárfesting er minni, vöxtur í debetkortaveltu innanlands hefur dregist mjög saman og ferðamönnum til landsins á líklega eftir að fækka um meira en tíu prósent á milli ára. Nýleg hagspá Arion banka gerir ráð fyrir nærri tveggja prósenta efnahagssamdrætti í ár. Rætist slíkar hagspár er samt engin ástæða til að örvænta. Efnahagshorfur landsins eru góðar og nú þegar stærsti óvissuþátturinn er frá – almenni vinnumarkaðurinn – ættum við að sigla inn í efnahagslægð án þess að henni fylgi mikil gengisveiking og verðbólga. Það væri nýlunda. Sterkar stoðir þjóðarbúsins, einkum stór óskuldsettur gjaldeyrisforði og jákvæð eignastaða við útlönd, skipta þar höfuðmáli. Leiðin er þess vegna greið fyrir Seðlabankann til að lækka vexti og Ísland ber enn nafn með rentu sem gulleyjan.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun