Starfamessa var haldin í húsinu í vikunni þar sem um yfir 700 nemendur 9. og 10. bekkja grunnskólanna á Suðurlandi og kynntu sér nám og störf í iðn, verk- og tæknigreinum meðal sunnlenskra fyrirtækja og menntastofnana.
Starfamessa var haldin miðvikudaginn 10. apríl í verknámshúsinu Hamri sem er hluti af Fjölbrautaskóla Suðurlands á vegum Atorku, sem er samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Sóknaráætlun Suðurlands. Starfamessan var nú haldin í þriðja skipti með góðum árangri. Nýja verknámshúsið er með fyrirmyndaraðstöðu fyrir verknámsgreinar og vel tækjum búið. Ingunn Jónsdóttir var verkefnisstjóri starfamessunnar.
„Starfamessa gengur út á það að kynna fyrir sunnlenskum ungmennum nám í iðn, verk og tæknigreinum, bæði námið og svo fyrirtækin, sem þau koma til með að starfa hjá eftir námið eru á staðnum til að sýna þeim hvað er í rauninni mikið í boði á Suðurlandi“, segir Ingunn Jónsdóttir, sem var verkefnisstjóri Starfamessunnar.
