Samningsaðilar hafi skort á hjúkrunarfræðingum í huga Sighvatur Arnmundsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:00 Hjúkrunarráð Landspítalans hefur áhyggjur af skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Fréttablaðið/Vilhelm Hjúkrunarráð Landspítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa að leiðarljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjaradeilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lögbann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala einna verst á bráðamóttökunni. Þar hafa legið að meðaltali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legudeild og er meðaldvalartími innlagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráðamóttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarflega löng dvöl gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauðsynlegt að bæta kjör og starfsumhverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins eru hafnar en aðilar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumarkaðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkrunarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf flugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkrunarfræðinga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítalinn vildi gera. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Hjúkrunarráð Landspítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa að leiðarljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjaradeilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lögbann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala einna verst á bráðamóttökunni. Þar hafa legið að meðaltali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legudeild og er meðaldvalartími innlagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráðamóttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarflega löng dvöl gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauðsynlegt að bæta kjör og starfsumhverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins eru hafnar en aðilar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumarkaðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkrunarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf flugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkrunarfræðinga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítalinn vildi gera.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira