Valencia vann fyrsta leik liðanna fyrr í vikunni á Spáni og því var að duga eða drepast fyrir Alba á heimavelli fyrir framan fullt hús í Mercedez-höllinni í Berlín.
Það var fínn kraftur í Alba í fyrri hálfleik. Þeir voru tveimur stigum yfir að loknum fyrsta leikhlutanum og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 42-39.
Spánverjarnir voru þó aldrei langt undan og eftir afar jafnan og spennandi síðari hálfleik jafnaði Alba Berlín er tvær sekúndur voru eftir af leiknum, 83-83. Því þurfti að framlengja.
Í framlengingunni voru það heimamenn í Alba sem voru sterkari en munurinn varð þrjú stig, 95-92. Það er því oddaleikur á Spáni á mánudaginn.
Martin átti mjög flottan leik fyrir Alba. Hann var skoraðið fjórtán stig. Martin tók einnig fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar. Frábært kvöld.
Wahnsinn! Wir gewinnen nach Verlängerung 95:92 gegen Valencia und erzwingen ein drittes und alles entscheidendes Spiel um den Titel im EuroCup (Montag, 20:30 Uhr). 14.500 Zuschauer in der ausverkauften Mercedes-Benz Arena schreien unser überragend kämpfendes Team quasi zum Sieg. pic.twitter.com/xR4l3rmo3t
— ALBA BERLIN (@albaberlin) April 12, 2019