Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 15:22 Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að endurgreiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Sú er niðurstaða Landsréttar í dómi sem féll í dag.Dómurinn er þannig staðfesting á dómi sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí í fyrra. Í dómsorði segir einfaldlega: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Arnþrúður Karlsdóttir, greiði stefndu, Guðfinnu Aðalheiði Karlsdóttur, 750.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.“ Arnþrúður áfrýjaði málinu sem er hið sérkennilegasta; Guðfinna segir að hún hafi lánað Arnþrúði féð meðan Arnþrúður hefur haldið því fram að um styrk til Útvarps Sögu væri að ræða. En, það þykir skipta máli að féð rataði inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Um er að ræða fjórar greiðslur frá Guðfinnu; tvær milljónir, þá tvær 500 þúsund króna greiðslur og svo ein sem nemur þrjú hundruð þúsund krónum.Einlægur aðdáandi og vinkona Arnþrúðar Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og ræddi þá við tengdadóttur Guðfinnu, Thelmu Christel Kristjánsdóttur sem sagði tengdamóður sína andlega veika og að hún hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild. Hún sótti tíma hjá kírópraktor sem var með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma sagði tengdamóður sína einlægan aðdáanda Útvarps Sögu, hún hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt Útvarp Sögu um 150 þúsund krónur, þá inn á sérstakan styrktarreikning. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03 Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að endurgreiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Sú er niðurstaða Landsréttar í dómi sem féll í dag.Dómurinn er þannig staðfesting á dómi sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí í fyrra. Í dómsorði segir einfaldlega: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Arnþrúður Karlsdóttir, greiði stefndu, Guðfinnu Aðalheiði Karlsdóttur, 750.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.“ Arnþrúður áfrýjaði málinu sem er hið sérkennilegasta; Guðfinna segir að hún hafi lánað Arnþrúði féð meðan Arnþrúður hefur haldið því fram að um styrk til Útvarps Sögu væri að ræða. En, það þykir skipta máli að féð rataði inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Um er að ræða fjórar greiðslur frá Guðfinnu; tvær milljónir, þá tvær 500 þúsund króna greiðslur og svo ein sem nemur þrjú hundruð þúsund krónum.Einlægur aðdáandi og vinkona Arnþrúðar Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og ræddi þá við tengdadóttur Guðfinnu, Thelmu Christel Kristjánsdóttur sem sagði tengdamóður sína andlega veika og að hún hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild. Hún sótti tíma hjá kírópraktor sem var með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma sagði tengdamóður sína einlægan aðdáanda Útvarps Sögu, hún hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt Útvarp Sögu um 150 þúsund krónur, þá inn á sérstakan styrktarreikning.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03 Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03
Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15