Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 15:22 Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að endurgreiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Sú er niðurstaða Landsréttar í dómi sem féll í dag.Dómurinn er þannig staðfesting á dómi sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí í fyrra. Í dómsorði segir einfaldlega: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Arnþrúður Karlsdóttir, greiði stefndu, Guðfinnu Aðalheiði Karlsdóttur, 750.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.“ Arnþrúður áfrýjaði málinu sem er hið sérkennilegasta; Guðfinna segir að hún hafi lánað Arnþrúði féð meðan Arnþrúður hefur haldið því fram að um styrk til Útvarps Sögu væri að ræða. En, það þykir skipta máli að féð rataði inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Um er að ræða fjórar greiðslur frá Guðfinnu; tvær milljónir, þá tvær 500 þúsund króna greiðslur og svo ein sem nemur þrjú hundruð þúsund krónum.Einlægur aðdáandi og vinkona Arnþrúðar Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og ræddi þá við tengdadóttur Guðfinnu, Thelmu Christel Kristjánsdóttur sem sagði tengdamóður sína andlega veika og að hún hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild. Hún sótti tíma hjá kírópraktor sem var með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma sagði tengdamóður sína einlægan aðdáanda Útvarps Sögu, hún hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt Útvarp Sögu um 150 þúsund krónur, þá inn á sérstakan styrktarreikning. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03 Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að endurgreiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Sú er niðurstaða Landsréttar í dómi sem féll í dag.Dómurinn er þannig staðfesting á dómi sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí í fyrra. Í dómsorði segir einfaldlega: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Arnþrúður Karlsdóttir, greiði stefndu, Guðfinnu Aðalheiði Karlsdóttur, 750.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.“ Arnþrúður áfrýjaði málinu sem er hið sérkennilegasta; Guðfinna segir að hún hafi lánað Arnþrúði féð meðan Arnþrúður hefur haldið því fram að um styrk til Útvarps Sögu væri að ræða. En, það þykir skipta máli að féð rataði inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Um er að ræða fjórar greiðslur frá Guðfinnu; tvær milljónir, þá tvær 500 þúsund króna greiðslur og svo ein sem nemur þrjú hundruð þúsund krónum.Einlægur aðdáandi og vinkona Arnþrúðar Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og ræddi þá við tengdadóttur Guðfinnu, Thelmu Christel Kristjánsdóttur sem sagði tengdamóður sína andlega veika og að hún hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild. Hún sótti tíma hjá kírópraktor sem var með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma sagði tengdamóður sína einlægan aðdáanda Útvarps Sögu, hún hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt Útvarp Sögu um 150 þúsund krónur, þá inn á sérstakan styrktarreikning.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03 Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03
Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15