Föstudagsplaylisti Snorra Helgasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. apríl 2019 14:30 Snorri saumaði saman sumarlegan föstudagslagalista. Vísir/Vilhelm Snorri Helgason hefur síðustu 15 ár eða svo hægt og bítandi unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, hvort sem það er með spili, söng eða hlaðvarpsspjalli. Tónlistarferill hans hófst í Sprengjuhöllinni, sem sveif nokkuð hátt á tiltölulega stuttum líftíma. Eftir að sveitin leið undir lok tók við sólóferill hjá Snorra sem telur nú fimm breiðskífur. Þar að auki spjallar Snorri vikulega við Berg Ebba um eitt tiltekið lag í hlaðvarpinu Fílalag. Tvöhundruðasti þáttur seríunnar var birtur 15. mars, en fimm ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Síðasta plata hans, Margt býr í myrkrinu, var dimm og þjóðlagaskotin og fékk afar góðar viðtökur. Snorri sagði í samtali við Grapevine á síðasta ári að fyrir næsta verkefni myndi hann venda kvæði sínu í kross og gera léttúðuga barnaplötu. Snorri samdi nýverið lag fyrir leiksýninguna Club Romantica, en síðasta sýning hennar er nú um helgina. Lagið nefnist Við strendur Mæjorka og má horfa á myndband fyrir það hér. Það er klárt sumar í lista Snorra, en hann segist ekki hafa haft neitt sérstakt þema í huga við listagerðina, þetta væri bara stemning. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Snorri Helgason hefur síðustu 15 ár eða svo hægt og bítandi unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, hvort sem það er með spili, söng eða hlaðvarpsspjalli. Tónlistarferill hans hófst í Sprengjuhöllinni, sem sveif nokkuð hátt á tiltölulega stuttum líftíma. Eftir að sveitin leið undir lok tók við sólóferill hjá Snorra sem telur nú fimm breiðskífur. Þar að auki spjallar Snorri vikulega við Berg Ebba um eitt tiltekið lag í hlaðvarpinu Fílalag. Tvöhundruðasti þáttur seríunnar var birtur 15. mars, en fimm ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Síðasta plata hans, Margt býr í myrkrinu, var dimm og þjóðlagaskotin og fékk afar góðar viðtökur. Snorri sagði í samtali við Grapevine á síðasta ári að fyrir næsta verkefni myndi hann venda kvæði sínu í kross og gera léttúðuga barnaplötu. Snorri samdi nýverið lag fyrir leiksýninguna Club Romantica, en síðasta sýning hennar er nú um helgina. Lagið nefnist Við strendur Mæjorka og má horfa á myndband fyrir það hér. Það er klárt sumar í lista Snorra, en hann segist ekki hafa haft neitt sérstakt þema í huga við listagerðina, þetta væri bara stemning.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira