Bregðast þurfi við ofgreiningu sjúkdóma Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. apríl 2019 08:00 Viðmið um hvað sé of hár blóðþrýstingur hafa breyst. Nordicphotos/Getty „Við þurfum að breyta um fókus. Fókusinn á að vera á sjúklinginn en ekki sjúkdóminn,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor emeritus í heimilislækningum. Jóhann, sem starfar bæði á Íslandi og í Noregi, er einn af þrettán læknum og vísindamönnum sem birtu í vikunni grein í British Medical Journal þar sem þeir kalla eftir nýrri nálgun að sjúkdómsgreiningum. Annar Íslendingur er í hópnum en það er Hálfdán Pétursson sem starfar í Svíþjóð. „Þetta er ekki skipulagður hópur þannig en við ákváðum að hittast og sjá hvort við gætum ekki boðið upp á einhverjar nýjar hugmyndir til að takast á við vandamál ofgreininga eða óþarfa greininga á sjúkdómum,“ segir Jóhann. Stór hluti vandans stafi af því að skilgreiningar á sjúkdómum hafi á undanförnum árum verið víkkaðar of mikið út. Það leiði til ofgreininga og óþarfa meðferðar á heilbrigðum einstaklingum. „Við getum tekið of háan blóðþrýsting sem dæmi. Einu sinni vorum við með viðmið efri og neðri marka 160/95 en fyrir um tuttugu árum var það fært niður í 140/90. Bandaríkjamenn hafa svo verið að mælast til þess að færa þetta enn neðar, alveg niður í 130/80, en þá væru eiginlega allir komnir með háþrýsting.“ Jóhann segir að heimilislæknar séu að gera sitt besta en verði að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld setji. „Vísindin á bak við þessar leiðbeiningar eru allt of oft rannsóknir sem hafa verið fjármagnaðar af lyfjaiðnaðinum eða sérfræðingum sem hafa hagsmuna að gæta og vilja gera sem mest úr sjúkdómnum og búa þannig til fleiri sjúklinga.“ Annað vandamál sé tengt sjúklingum sem hafi fleiri en einn langvarandi sjúkdóm. Til dæmis sé nánast enginn sjúklingur yfir fimmtugu bara með sykursýki, heldur fylgi henni oft offita, háþrýstingur, hjartasjúkdómar, kvíði og fleira. „Ef heimilislæknirinn er með sjúkling með marga langvarandi sjúkdóma þarf hann að taka tillit til jafn margra klínískra leiðbeininga. Leiðbeiningar með hverjum sjúkdómi mæla kannski með þremur lyfjum fyrir hvert tilvik og allt í einu er sjúklingurinn kominn á tuttugu lyf.“ Klínískar leiðbeiningar um meðhöndlun sjúkdóma gera aðeins ráð fyrir að viðkomandi sjúklingur þjáist af einum sjúkdómi. „Það eru bara til leiðbeiningar fyrir einstakling með einn sjúkdóm en ekki fyrir venjulegt fólk. Það er mjög mikill skortur á rannsóknum á fjölveiku fólki. Við vorum að reyna að mynda einhvern hóp sem gæti kannski gert þá kröfu að leiðbeiningarnar tækju tillit til persónunnar en ekki sjúkdómsins.“ Greinarhöfundar leggja áherslu á aukið hlutverk heimilislækna þegar kemur að ákvörðunartöku um meðhöndlun sjúklinga. „Sérfræðingarnir eru sérfræðingar í sjúkdómnum en heimilislæknar eru sérfræðingar í einstaklingnum. Við hljótum að geta sameinað þetta með einhverjum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
„Við þurfum að breyta um fókus. Fókusinn á að vera á sjúklinginn en ekki sjúkdóminn,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor emeritus í heimilislækningum. Jóhann, sem starfar bæði á Íslandi og í Noregi, er einn af þrettán læknum og vísindamönnum sem birtu í vikunni grein í British Medical Journal þar sem þeir kalla eftir nýrri nálgun að sjúkdómsgreiningum. Annar Íslendingur er í hópnum en það er Hálfdán Pétursson sem starfar í Svíþjóð. „Þetta er ekki skipulagður hópur þannig en við ákváðum að hittast og sjá hvort við gætum ekki boðið upp á einhverjar nýjar hugmyndir til að takast á við vandamál ofgreininga eða óþarfa greininga á sjúkdómum,“ segir Jóhann. Stór hluti vandans stafi af því að skilgreiningar á sjúkdómum hafi á undanförnum árum verið víkkaðar of mikið út. Það leiði til ofgreininga og óþarfa meðferðar á heilbrigðum einstaklingum. „Við getum tekið of háan blóðþrýsting sem dæmi. Einu sinni vorum við með viðmið efri og neðri marka 160/95 en fyrir um tuttugu árum var það fært niður í 140/90. Bandaríkjamenn hafa svo verið að mælast til þess að færa þetta enn neðar, alveg niður í 130/80, en þá væru eiginlega allir komnir með háþrýsting.“ Jóhann segir að heimilislæknar séu að gera sitt besta en verði að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld setji. „Vísindin á bak við þessar leiðbeiningar eru allt of oft rannsóknir sem hafa verið fjármagnaðar af lyfjaiðnaðinum eða sérfræðingum sem hafa hagsmuna að gæta og vilja gera sem mest úr sjúkdómnum og búa þannig til fleiri sjúklinga.“ Annað vandamál sé tengt sjúklingum sem hafi fleiri en einn langvarandi sjúkdóm. Til dæmis sé nánast enginn sjúklingur yfir fimmtugu bara með sykursýki, heldur fylgi henni oft offita, háþrýstingur, hjartasjúkdómar, kvíði og fleira. „Ef heimilislæknirinn er með sjúkling með marga langvarandi sjúkdóma þarf hann að taka tillit til jafn margra klínískra leiðbeininga. Leiðbeiningar með hverjum sjúkdómi mæla kannski með þremur lyfjum fyrir hvert tilvik og allt í einu er sjúklingurinn kominn á tuttugu lyf.“ Klínískar leiðbeiningar um meðhöndlun sjúkdóma gera aðeins ráð fyrir að viðkomandi sjúklingur þjáist af einum sjúkdómi. „Það eru bara til leiðbeiningar fyrir einstakling með einn sjúkdóm en ekki fyrir venjulegt fólk. Það er mjög mikill skortur á rannsóknum á fjölveiku fólki. Við vorum að reyna að mynda einhvern hóp sem gæti kannski gert þá kröfu að leiðbeiningarnar tækju tillit til persónunnar en ekki sjúkdómsins.“ Greinarhöfundar leggja áherslu á aukið hlutverk heimilislækna þegar kemur að ákvörðunartöku um meðhöndlun sjúklinga. „Sérfræðingarnir eru sérfræðingar í sjúkdómnum en heimilislæknar eru sérfræðingar í einstaklingnum. Við hljótum að geta sameinað þetta með einhverjum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira