Rykmistur yfir borginni væntanlega ættað frá Eyjafjallajökli Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2019 15:04 Svona var staðan yfir Grafarvogi klukkan 15 í dag. Vísir/Vilhelm Rykmistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu sem má líklegast rekja til Markarfljóts. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann segir mikinn þurrk á svæðinu við Eyjafjallajökul valda því að suðaustan áttin á auðvelt með að blása ösku- og leirleifum frá eldgosum á því svæði eftir suðurströndinni. Óli hefur rýnt í gervitunglamyndir sem bera þess merki að þetta mistur sé ættað frá svæðinu við Eyjafjallajökul og þar sé Markarfljót langlíklegasti sökudólgurinn. Í hádeginu í dag var þetta mistur bundið vestast við Hafnarfjörð, það er að segja svæðið í kringum Vellina, en örlítil breyting á vindáttinni gerði það að verkum að það færðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ekki þurfi nema eina til tveggja gráðu breytingu á vindátt til að svo fari. Hann segir þetta mistur ekki hættulegt mönnum, flest öll snefilefni hafi skolast úr því, en þetta geti valdið fólki óþægindum. Ekkert lát verður á suðaustan áttinni það sem eftir lifir vikunnar en búast má við að það þykkni upp undir lok hennar og verður ansi blautt á sunnanverðu landinu um helgina sem bindur þá öskuna- og leirinn og ætti því mistrið að hverfa um það leyti. Eftirfarandi tilkynning barst frá Reykjavíkurborg vegna málsins klukkan 16:00:Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í borginni í dag. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert er ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum næsta sólarhringinn og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Í dag 11. apríl. Klukkan 15:00 var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is.Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við Njörvasund/Sæbraut og Fossaleyni/Víkurveg í Grafarvogi. Reykjavík Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Rykmistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu sem má líklegast rekja til Markarfljóts. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann segir mikinn þurrk á svæðinu við Eyjafjallajökul valda því að suðaustan áttin á auðvelt með að blása ösku- og leirleifum frá eldgosum á því svæði eftir suðurströndinni. Óli hefur rýnt í gervitunglamyndir sem bera þess merki að þetta mistur sé ættað frá svæðinu við Eyjafjallajökul og þar sé Markarfljót langlíklegasti sökudólgurinn. Í hádeginu í dag var þetta mistur bundið vestast við Hafnarfjörð, það er að segja svæðið í kringum Vellina, en örlítil breyting á vindáttinni gerði það að verkum að það færðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ekki þurfi nema eina til tveggja gráðu breytingu á vindátt til að svo fari. Hann segir þetta mistur ekki hættulegt mönnum, flest öll snefilefni hafi skolast úr því, en þetta geti valdið fólki óþægindum. Ekkert lát verður á suðaustan áttinni það sem eftir lifir vikunnar en búast má við að það þykkni upp undir lok hennar og verður ansi blautt á sunnanverðu landinu um helgina sem bindur þá öskuna- og leirinn og ætti því mistrið að hverfa um það leyti. Eftirfarandi tilkynning barst frá Reykjavíkurborg vegna málsins klukkan 16:00:Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í borginni í dag. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert er ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum næsta sólarhringinn og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Í dag 11. apríl. Klukkan 15:00 var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is.Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við Njörvasund/Sæbraut og Fossaleyni/Víkurveg í Grafarvogi.
Reykjavík Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira