Hjúkrunarfræðingar afar ósáttir við Katrínu Fjeldsted lækni Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2019 11:02 Katrín strýkur hjúkrunarfræðingum öfugt með pistli sínum. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Pistill Katrínar Fjeldsted læknis, sem birtist nýverið í Læknablaðinu, hefur fallið í afar grýttan jarðveg meðal hjúkrunarfræðinga. Katrín telur tímabært að huga að breytingum og veltir því upp hvort ekki megi stytta grunnnám í hjúkrun í þrjú ár. „Efla þarf klínískan hluta námsins, samskipti við sjúklinga, og draga úr þeirri áherslu sem er á nám í stjórnun.“ Katrín segir sjúkraliða hafa að mestu tekið við því hlutverki að hjúkra sjúklingum en hjúkrunarfræðingar hafa sest við tölvur og sinna í vaxandi mæli stjórnun og skráningu sem er krafa frá stjórnvöldum, en flestum innan heilbrigðiskerfisins finnist hún helst til tímafrek.Katrín sökuð um hroka og fáránleg skrif „Hjúkrunarnám var á sínum tíma flutt á háskólastig. Launabarátta réði þar miklu fremur en fagleg nauðsyn en auk þess stóð metnaður þeirra sem í forsvari voru á þeim tíma til þess að kvennastétt kæmist upp að hlið lækna sem þá voru í meirihluta karlar. Þetta er gjörbreytt; nú er meirihluti læknanema og ungra lækna konur svo þau rök standast ekki lengur,“ segir Katrín meðal annars í grein sinni.Hinn umdeildi pistill Katrínar ber yfirskriftina Rödd góðmennskunnar. En, hjúkrunarfræðingar sjá fátt eitt gott við skrifin, telja þau þvert á móti árás á stéttina.Í lokuðum Facebookhópi hjúkrunarfræðinga eru þessi sjónarmið Katrínar fordæmd með býsna afgerandi hætti. Og eru ef til vill til marks um ríg milli lækna og hjúkrunarfræðinga: „Hvað er Læknablaðið að hugsa með því að birta þessa fáránlegu grein?“ „Ég bara skil ekki af hverju hún var að skrifa þetta.“ „Hrokinn uppmálaður.“ „Læknar í sóknarhug að minnka gildi hjúkrunar – kemur ekki á óvart – finnst þó ég kannist eitthvað við umræðuna.“ Katrín sögð vera að sanna sig sem ein af strákunum Þetta eru dæmi um tóninn í hjúkrunarfræðingum sem eru afar ósáttir margir hverjir við skrif Katrínar. Þetta teljast kaldar kveðjur frá læknum nú þegar kjarasamningar eru á dagskrá. Pistillinn er meira að segja settur í samhengi við sjálft feðraveldið: „Þessi grein væri flokkuð sem hrútskýring ef greinarhöfundur væri karlkyns. Þetta viðhorf sem greinarhöfundur hefur mætti kalla „hryssingu“ = útskýring konu til kynsystur sinnar sem litast af áhrifum feðraveldisins,“ segir þar meðal annars í Facebookhópi hjúkrunarfræðinga, svo dæmi sé tekið. „Það er kannski erfitt fyrir fólk sem hefur mestann sinn starfsferil þurft að sanna sig sem eina af strákunum að horfa nú á vel menntaðar „hjúkrunarkonur“ sinna stjórnunarstöðum og stýra flóknum meðferðarteymum.“ Er grein Katrínar þannig sögð anga af kvenfyrirlitningu. Engin erindi borist Læknablaðinu vegna pistilsins Viðhorf Katrínar teljast þannig forneskjuleg og skilja ýmsir sem til máls taka ekkert í í Læknablaðinu að birta slík skrif? Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi á blaðinu og hún segir að ritstjórn hafi ekki borist neinar ábendingar eða að neinn hafi beint óánægju sinni með pistilinn til Læknablaðsins. Enda sé þetta tölublað tiltölulega nýútkomið. Védís segir að um sé að ræða til þess að gera nýlegan dálk í blaðinu; viðhorfspistla lækna um það sem þeim býr í brjósti hverju sinni. Þeim eru engar línur lagðar og pistillinn sem slíkur segi ekkert til um afstöðu blaðsins eða ritstjórnarinnar til hjúkrunarfræðinga. Uppfært 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er stödd úti í Brussel á ráðstefnu. Guðbjörg bendir á að Facebookhópurinn sé ekki á vegum félagsins. Guðbjörg hafði séð pistilinn, sagði að það væri málfrelsi á Íslandi en hún vildi ekkert tjá sig um skrif Katrínar að öðru leyti. Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Pistill Katrínar Fjeldsted læknis, sem birtist nýverið í Læknablaðinu, hefur fallið í afar grýttan jarðveg meðal hjúkrunarfræðinga. Katrín telur tímabært að huga að breytingum og veltir því upp hvort ekki megi stytta grunnnám í hjúkrun í þrjú ár. „Efla þarf klínískan hluta námsins, samskipti við sjúklinga, og draga úr þeirri áherslu sem er á nám í stjórnun.“ Katrín segir sjúkraliða hafa að mestu tekið við því hlutverki að hjúkra sjúklingum en hjúkrunarfræðingar hafa sest við tölvur og sinna í vaxandi mæli stjórnun og skráningu sem er krafa frá stjórnvöldum, en flestum innan heilbrigðiskerfisins finnist hún helst til tímafrek.Katrín sökuð um hroka og fáránleg skrif „Hjúkrunarnám var á sínum tíma flutt á háskólastig. Launabarátta réði þar miklu fremur en fagleg nauðsyn en auk þess stóð metnaður þeirra sem í forsvari voru á þeim tíma til þess að kvennastétt kæmist upp að hlið lækna sem þá voru í meirihluta karlar. Þetta er gjörbreytt; nú er meirihluti læknanema og ungra lækna konur svo þau rök standast ekki lengur,“ segir Katrín meðal annars í grein sinni.Hinn umdeildi pistill Katrínar ber yfirskriftina Rödd góðmennskunnar. En, hjúkrunarfræðingar sjá fátt eitt gott við skrifin, telja þau þvert á móti árás á stéttina.Í lokuðum Facebookhópi hjúkrunarfræðinga eru þessi sjónarmið Katrínar fordæmd með býsna afgerandi hætti. Og eru ef til vill til marks um ríg milli lækna og hjúkrunarfræðinga: „Hvað er Læknablaðið að hugsa með því að birta þessa fáránlegu grein?“ „Ég bara skil ekki af hverju hún var að skrifa þetta.“ „Hrokinn uppmálaður.“ „Læknar í sóknarhug að minnka gildi hjúkrunar – kemur ekki á óvart – finnst þó ég kannist eitthvað við umræðuna.“ Katrín sögð vera að sanna sig sem ein af strákunum Þetta eru dæmi um tóninn í hjúkrunarfræðingum sem eru afar ósáttir margir hverjir við skrif Katrínar. Þetta teljast kaldar kveðjur frá læknum nú þegar kjarasamningar eru á dagskrá. Pistillinn er meira að segja settur í samhengi við sjálft feðraveldið: „Þessi grein væri flokkuð sem hrútskýring ef greinarhöfundur væri karlkyns. Þetta viðhorf sem greinarhöfundur hefur mætti kalla „hryssingu“ = útskýring konu til kynsystur sinnar sem litast af áhrifum feðraveldisins,“ segir þar meðal annars í Facebookhópi hjúkrunarfræðinga, svo dæmi sé tekið. „Það er kannski erfitt fyrir fólk sem hefur mestann sinn starfsferil þurft að sanna sig sem eina af strákunum að horfa nú á vel menntaðar „hjúkrunarkonur“ sinna stjórnunarstöðum og stýra flóknum meðferðarteymum.“ Er grein Katrínar þannig sögð anga af kvenfyrirlitningu. Engin erindi borist Læknablaðinu vegna pistilsins Viðhorf Katrínar teljast þannig forneskjuleg og skilja ýmsir sem til máls taka ekkert í í Læknablaðinu að birta slík skrif? Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi á blaðinu og hún segir að ritstjórn hafi ekki borist neinar ábendingar eða að neinn hafi beint óánægju sinni með pistilinn til Læknablaðsins. Enda sé þetta tölublað tiltölulega nýútkomið. Védís segir að um sé að ræða til þess að gera nýlegan dálk í blaðinu; viðhorfspistla lækna um það sem þeim býr í brjósti hverju sinni. Þeim eru engar línur lagðar og pistillinn sem slíkur segi ekkert til um afstöðu blaðsins eða ritstjórnarinnar til hjúkrunarfræðinga. Uppfært 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er stödd úti í Brussel á ráðstefnu. Guðbjörg bendir á að Facebookhópurinn sé ekki á vegum félagsins. Guðbjörg hafði séð pistilinn, sagði að það væri málfrelsi á Íslandi en hún vildi ekkert tjá sig um skrif Katrínar að öðru leyti.
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira