Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 12:52 Frá vettvangi á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Önju M. Indbjør, saksóknara, en þar segir jafnframt að lögreglan muni koma til með að yfirheyra fólk sem búsett er á Íslandi í tengslum við málið. Í tilkynningunni segir að norska lögreglan hafi nú fengið staðfest af íslenskum stjórnvöldum að ættingjar Gísla Þórs hafi verið látnir vita af andláti hans og greina því nú frá nafni hans í fyrsta sinn og aldri í fyrsta sinn. Að öðru leyti er ekki mikið gefið upp um framgang rannsóknarinnar. Tæknivinna sé enn í gangi og er vettvangur glæpsins rannsakaður bæði af réttarlæknisfræðingum í Finnmörku sem og af rannsóknarlögreglumönnum frá Kripos. Þá mun lögreglan ræða við nágranna í dag og spyrja þá út í hvort þeir hafi heyrt eða séð eitthvað aðfaranótt laugardagsins þegar Gísli var skotinn til bana. Eins og áður hefur verið greint frá hefur lögreglan ekki enn yfirheyrt Íslendingana tvo sem grunaðir eru í málinu. Enn hefur ekki fengist íslenskur túlkur til Finnmerkur þar sem hann hefur lent í vandræðum með að komast á staðinn vegna verkfalla hjá flugfélaginu SAS. Annar hinna grunuðu er hálfbróðir hins látna. Hann heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, er 35 ára gamall og er grunaður um að hafa orðið eldri bróður sínum að bana. Gunnar á nokkurn brotaferil að baki og hefur til að mynda hlotið dóma hér á landi fyrir líkamsárás og nauðgun. Mun lögreglan í Noregi fara fram á að hann sæti gæsluvarðhaldi og einangrun næstu fjórar vikurnar. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum sem grunaður er um aðild að málinu. Mennirnir koma fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Önju M. Indbjør, saksóknara, en þar segir jafnframt að lögreglan muni koma til með að yfirheyra fólk sem búsett er á Íslandi í tengslum við málið. Í tilkynningunni segir að norska lögreglan hafi nú fengið staðfest af íslenskum stjórnvöldum að ættingjar Gísla Þórs hafi verið látnir vita af andláti hans og greina því nú frá nafni hans í fyrsta sinn og aldri í fyrsta sinn. Að öðru leyti er ekki mikið gefið upp um framgang rannsóknarinnar. Tæknivinna sé enn í gangi og er vettvangur glæpsins rannsakaður bæði af réttarlæknisfræðingum í Finnmörku sem og af rannsóknarlögreglumönnum frá Kripos. Þá mun lögreglan ræða við nágranna í dag og spyrja þá út í hvort þeir hafi heyrt eða séð eitthvað aðfaranótt laugardagsins þegar Gísli var skotinn til bana. Eins og áður hefur verið greint frá hefur lögreglan ekki enn yfirheyrt Íslendingana tvo sem grunaðir eru í málinu. Enn hefur ekki fengist íslenskur túlkur til Finnmerkur þar sem hann hefur lent í vandræðum með að komast á staðinn vegna verkfalla hjá flugfélaginu SAS. Annar hinna grunuðu er hálfbróðir hins látna. Hann heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, er 35 ára gamall og er grunaður um að hafa orðið eldri bróður sínum að bana. Gunnar á nokkurn brotaferil að baki og hefur til að mynda hlotið dóma hér á landi fyrir líkamsárás og nauðgun. Mun lögreglan í Noregi fara fram á að hann sæti gæsluvarðhaldi og einangrun næstu fjórar vikurnar. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum sem grunaður er um aðild að málinu. Mennirnir koma fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30