Harden bað um sanngirni í dómgæslu eftir tapið í leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:30 James Harden mótmælir dómi. AP/David J. Phillip Golden State Warriors vann 104-100 sigur á Houston Rockets í spennuleik í úrslitakeppni NBA í nótt en leikurinn endaði á því að Chris Paul var hent út í húsi fyrir að mótmæla því að ekki var dæmt þegar James Harden klikkaði á lokaskoti Rockets-liðsins. Það kom því ekkert á óvart að dómararnir hafi verið til umræðu eftir leikinn. James Harden og félagar í liði Houston Rockets voru nefnilega allt annað en sáttir með dómgæsluna í þessum fyrsta leik sínum á móti Golden State Warriors í undanúrslitum vestursins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.James Harden wasn't thrilled about the officiating in Game 1. pic.twitter.com/2e2GRlaiDg — NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 28, 2019Liðin hafa mæst oft í úrslitakeppninni á síðustu árum og eins og áður þá ganga leikmenn Golden State Warriors eins langt og þeir komast við að reyna að stoppa James Harden. Að þessu sinni virtust þeir komast margoft upp með það að stíga undir James Harden í þriggja stiga skotunum. Samkvæmt James Harden og þjálfaranum Mike D'Antoni þá viðurkenndu dómararnir í hálfleik að þeir höfðu fjórum sinnum misst af því þegar Klay Thompson, leikmaður Golden State Warriors, hoppaði undir Harden í þriggja stiga skoti. Það gerðist síðan aftur í lokaskotinu en þá var það Draymond Green sem fór undir Harden. „Ég ætla að reyna að vera eins kurteis og ég get því ég vil ekki gefa þeim peninginn. Ég vil miklu frekar að mín góðgerðasamtök njóti góðs af peningunum mínum,“ sagði Mike D'Antoni eftir leik. „Dómararnir komu inn í sal eftir hálfleikinn og viðurkenndu að þeir höfðu misst af þessu. Þeir sögðu mér það. Þeir misstu af fjórum villum. Það eru tólf vítaskot. Það verður að hafa það. Þeir eru að gera eins vel og þeir geta,“ sagði Mike D'Antoni.CP3 got ejected after this wild Rockets final possession pic.twitter.com/qXqGJ9Yqjo — SportsCenter (@SportsCenter) April 28, 2019James Harden var líka spurður út í dómgæsluna en hann tók fjórtán víti í leiknum í nótt og skoraði alls 35 stig. Aðeins 4 af 16 þriggja stiga skotum hans fóru hins vegar rétta leið. „Ég vil bara fá sanngirni í dómgæslunni og að þeir fari eftir reglunum. Ég bið ekki um meira og þá get ég sætt við mig útkomuna,“ sagði James Harden sem klikkaði á þriggja stiga skoti 7,4 sekúndum fyrir leikslok en hann hefði þá getað jafnað metin. Harden komst eins og áður sagði fjórtán sinnum á vítalínuna en þá aðeins einu sinni eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Það er hætt við því að dómarar næsta leiks muni fylgjast gaumgæfilega með því hvort að leikmenn Golden State fari undir Harden í þriggja stiga skotunum.Big plays down the stretch as the @warriors (1-0) top HOU in a thrilling Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/JjHLdSeRNy — NBA (@NBA) April 28, 2019Chris Paul fékk tvær tæknivillur fyrir að mótmæla því að James Harden fékk ekki villu á leikmenn Golden State í þriggja stiga skoti. Seinna atvikið var á lokasekúndunum og var Paul þá sendur í sturtu. Harden rifjaði það líka upp þegar Kawhi Leonard meiddist illa í leik eitt á móti Golden State í úrslitakeppninni 2017 þegar Zaza Pachulia fór undir hann og Leonard lenti á fætinum hans og tognaði illa. „Við vitum öll hvað gerðist hjá Kawhi fyrir nokkrum árum. Svona atvik getur breytt heilli seríu. Þetta er bara einfalt. Dæmið leikinn eins og stendur í reglunum,“ ítrekaði Harden.Harden (16 PTS) steps back for three... got it! #NBAPlayoffs#RunAsOne 44#StrengthInNumbers 51 2:36 left in Q2 on #NBAonABCpic.twitter.com/Z4kTimOFlc — NBA (@NBA) April 28, 2019 NBA Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Sjá meira
Golden State Warriors vann 104-100 sigur á Houston Rockets í spennuleik í úrslitakeppni NBA í nótt en leikurinn endaði á því að Chris Paul var hent út í húsi fyrir að mótmæla því að ekki var dæmt þegar James Harden klikkaði á lokaskoti Rockets-liðsins. Það kom því ekkert á óvart að dómararnir hafi verið til umræðu eftir leikinn. James Harden og félagar í liði Houston Rockets voru nefnilega allt annað en sáttir með dómgæsluna í þessum fyrsta leik sínum á móti Golden State Warriors í undanúrslitum vestursins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.James Harden wasn't thrilled about the officiating in Game 1. pic.twitter.com/2e2GRlaiDg — NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 28, 2019Liðin hafa mæst oft í úrslitakeppninni á síðustu árum og eins og áður þá ganga leikmenn Golden State Warriors eins langt og þeir komast við að reyna að stoppa James Harden. Að þessu sinni virtust þeir komast margoft upp með það að stíga undir James Harden í þriggja stiga skotunum. Samkvæmt James Harden og þjálfaranum Mike D'Antoni þá viðurkenndu dómararnir í hálfleik að þeir höfðu fjórum sinnum misst af því þegar Klay Thompson, leikmaður Golden State Warriors, hoppaði undir Harden í þriggja stiga skoti. Það gerðist síðan aftur í lokaskotinu en þá var það Draymond Green sem fór undir Harden. „Ég ætla að reyna að vera eins kurteis og ég get því ég vil ekki gefa þeim peninginn. Ég vil miklu frekar að mín góðgerðasamtök njóti góðs af peningunum mínum,“ sagði Mike D'Antoni eftir leik. „Dómararnir komu inn í sal eftir hálfleikinn og viðurkenndu að þeir höfðu misst af þessu. Þeir sögðu mér það. Þeir misstu af fjórum villum. Það eru tólf vítaskot. Það verður að hafa það. Þeir eru að gera eins vel og þeir geta,“ sagði Mike D'Antoni.CP3 got ejected after this wild Rockets final possession pic.twitter.com/qXqGJ9Yqjo — SportsCenter (@SportsCenter) April 28, 2019James Harden var líka spurður út í dómgæsluna en hann tók fjórtán víti í leiknum í nótt og skoraði alls 35 stig. Aðeins 4 af 16 þriggja stiga skotum hans fóru hins vegar rétta leið. „Ég vil bara fá sanngirni í dómgæslunni og að þeir fari eftir reglunum. Ég bið ekki um meira og þá get ég sætt við mig útkomuna,“ sagði James Harden sem klikkaði á þriggja stiga skoti 7,4 sekúndum fyrir leikslok en hann hefði þá getað jafnað metin. Harden komst eins og áður sagði fjórtán sinnum á vítalínuna en þá aðeins einu sinni eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Það er hætt við því að dómarar næsta leiks muni fylgjast gaumgæfilega með því hvort að leikmenn Golden State fari undir Harden í þriggja stiga skotunum.Big plays down the stretch as the @warriors (1-0) top HOU in a thrilling Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/JjHLdSeRNy — NBA (@NBA) April 28, 2019Chris Paul fékk tvær tæknivillur fyrir að mótmæla því að James Harden fékk ekki villu á leikmenn Golden State í þriggja stiga skoti. Seinna atvikið var á lokasekúndunum og var Paul þá sendur í sturtu. Harden rifjaði það líka upp þegar Kawhi Leonard meiddist illa í leik eitt á móti Golden State í úrslitakeppninni 2017 þegar Zaza Pachulia fór undir hann og Leonard lenti á fætinum hans og tognaði illa. „Við vitum öll hvað gerðist hjá Kawhi fyrir nokkrum árum. Svona atvik getur breytt heilli seríu. Þetta er bara einfalt. Dæmið leikinn eins og stendur í reglunum,“ ítrekaði Harden.Harden (16 PTS) steps back for three... got it! #NBAPlayoffs#RunAsOne 44#StrengthInNumbers 51 2:36 left in Q2 on #NBAonABCpic.twitter.com/Z4kTimOFlc — NBA (@NBA) April 28, 2019
NBA Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Sjá meira