Kerr líkti Kevin Durant við Jordan eftir sigur GSW á Houston í leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 07:30 Kevin Durant fagnar einni af körfum sínum í leiknum í nótt. AP/Jae C. Hong Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Durant skoraði 35 stig í 104-100 sigri Golden State Warriors og var langstigahæstur í liði meistaranna. Næsti maður var Steph Curry með 18 stig. Í síðustu tveimur leikjunum á undan þar sem Warriors liðið tryggði sér sigur í einvíginu á móti Los Angeles Clippers þá var Durant með 50 stig og 45 stig. Hann hefur skorað 35,0 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.#DubNation@KDTrey5 (35 PTS) scores 30+ for the 5th consecutive game as the @warriors take a 1-0 series lead vs. Houston! #StrengthInNumbers Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/GUbIIuOBye — NBA (@NBA) April 28, 2019 Golden State komst með sigrinum í nótt í 1-0 í einvíginu en þessi lið hafa mæst mörgum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og þar hefur oft munað litlu á liðunum. Ef marka má þennan hnífjafnan leik liðann í nótt þá er von á enn einni hörku seríunni en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sig inn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur mikla reynslu á því að vera í návígi við stórkostlegan körfuboltamann í ham í úrslitakeppninni og hann gekk svo langt að líka Kevin Durant við Michael Jordan í viðtölum við blaðamann eftir leikinn í nótt. „Það var þessi gæi sem hét Michael og ég man ekki alveg eftirnafnið,“ grínaðist Steve Kerr með eftir leikinn.With today's performance, Kevin Durant becomes one of four players to average 40+ PTS, 5+ REB, 5+ AST over a five game span within one postseason. He joins Jerry West (1965), Michael Jordan (1988, 1989, 1990, 1993), and LeBron James (2009, 2018). @EliasSportspic.twitter.com/GC431JsOnA — NBA.com/Stats (@nbastats) April 28, 2019„Spilamennskan hjá Kevin í þessari viku hefur verið stórbrotin. Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum í þessari viku og hann er hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jörðinni í dag. Hann er líka einn af þeim hæfileikaríkustu sem hafa spilað þennan leik,“ sagði Steve Kerr. „Það hefur aldrei áður verið leikmaður eins og hann. Hann er 211 sentímetrar, góður með boltann, öflug þriggja stiga skytta, er með góðar sendingar og spilar góða vörn. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika. Eftir að við töpuðum leik tvö á móti Clippers þá fannst mér hann taka þá ákvörðun að hann þyrfti að stíga fram og fara með liðið á næsta stig. Það gerði hann líka,“ sagði Kerr. Kevin Durant hefur skorað 40,2 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum og hann fékk líka mikið hrós frá liðsfélaga sínum Draymond Green eftir leikinn í nótt. „Hann er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er sérstaklega áræðinn og þegar hann er eins agressífur og hann hefur verið í síðustu leikjum þá getur enginn í NBA, kannski öllum heiminum, stoppað hann. Það er mjög jákvætt fyrir okkur að sjá hann svona áræðinn og með því býr hann til mikla áskorun fyrir mótherja okkar sem fá að glíma við það að reyna stoppa hann,“ sagði Draymond Green sem var með 14 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum í nótt.@Money23Green (14 PTS, 9 REB, 9 AST) does a little bit of everything to help the @warriors prevail in Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/viyRAVEaWJ — NBA (@NBA) April 28, 2019 NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Durant skoraði 35 stig í 104-100 sigri Golden State Warriors og var langstigahæstur í liði meistaranna. Næsti maður var Steph Curry með 18 stig. Í síðustu tveimur leikjunum á undan þar sem Warriors liðið tryggði sér sigur í einvíginu á móti Los Angeles Clippers þá var Durant með 50 stig og 45 stig. Hann hefur skorað 35,0 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.#DubNation@KDTrey5 (35 PTS) scores 30+ for the 5th consecutive game as the @warriors take a 1-0 series lead vs. Houston! #StrengthInNumbers Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/GUbIIuOBye — NBA (@NBA) April 28, 2019 Golden State komst með sigrinum í nótt í 1-0 í einvíginu en þessi lið hafa mæst mörgum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og þar hefur oft munað litlu á liðunum. Ef marka má þennan hnífjafnan leik liðann í nótt þá er von á enn einni hörku seríunni en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sig inn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur mikla reynslu á því að vera í návígi við stórkostlegan körfuboltamann í ham í úrslitakeppninni og hann gekk svo langt að líka Kevin Durant við Michael Jordan í viðtölum við blaðamann eftir leikinn í nótt. „Það var þessi gæi sem hét Michael og ég man ekki alveg eftirnafnið,“ grínaðist Steve Kerr með eftir leikinn.With today's performance, Kevin Durant becomes one of four players to average 40+ PTS, 5+ REB, 5+ AST over a five game span within one postseason. He joins Jerry West (1965), Michael Jordan (1988, 1989, 1990, 1993), and LeBron James (2009, 2018). @EliasSportspic.twitter.com/GC431JsOnA — NBA.com/Stats (@nbastats) April 28, 2019„Spilamennskan hjá Kevin í þessari viku hefur verið stórbrotin. Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum í þessari viku og hann er hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jörðinni í dag. Hann er líka einn af þeim hæfileikaríkustu sem hafa spilað þennan leik,“ sagði Steve Kerr. „Það hefur aldrei áður verið leikmaður eins og hann. Hann er 211 sentímetrar, góður með boltann, öflug þriggja stiga skytta, er með góðar sendingar og spilar góða vörn. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika. Eftir að við töpuðum leik tvö á móti Clippers þá fannst mér hann taka þá ákvörðun að hann þyrfti að stíga fram og fara með liðið á næsta stig. Það gerði hann líka,“ sagði Kerr. Kevin Durant hefur skorað 40,2 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum og hann fékk líka mikið hrós frá liðsfélaga sínum Draymond Green eftir leikinn í nótt. „Hann er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er sérstaklega áræðinn og þegar hann er eins agressífur og hann hefur verið í síðustu leikjum þá getur enginn í NBA, kannski öllum heiminum, stoppað hann. Það er mjög jákvætt fyrir okkur að sjá hann svona áræðinn og með því býr hann til mikla áskorun fyrir mótherja okkar sem fá að glíma við það að reyna stoppa hann,“ sagði Draymond Green sem var með 14 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum í nótt.@Money23Green (14 PTS, 9 REB, 9 AST) does a little bit of everything to help the @warriors prevail in Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/viyRAVEaWJ — NBA (@NBA) April 28, 2019
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira