Spánverjar ganga til kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 07:39 Frá síðasta kosningafundi Sósíalistaflokks Pedro Sánchez á föstudag. Vísir/EPA Kjörstaðir í þingkosningunum á Spáni opnuðu í morgun. Nær öruggt er að enginn flokkur nái hreinum meirihluta og líkur eru á því að stjórnarmyndun eftir kosningar verði erfið enda hefur önnur eins sundrung ekki sést í spænskum stjórnmálum á síðari árum. Fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. Á vinstri vængnum sækjast Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Við getum eftir því að mynda ríkisstjórn saman. Á hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgararnir tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem verður sá fyrsti til að ná fleiri en einu þingsæti á spænska þinginu eftir að lýðræði var komið aftur á þar á 8. áratugnum. Kosningarnar hófust klukkan níu að spænskum tíma í morgun, klukkan sjö að íslenskum tíma. Kjörstöðum lokar á meginlandinu klukkan átta í kvöld að spænskum tíma, klukkan sex á íslenskum tíma. Skoðanakönnun verður birt um leið og kjörstöðum lokar og búist er við að úrslit byrji að streyma inn eftir því sem líður á kvöldið. Talningu atkvæða ætti að vera lokið að mestu leyti á miðnætti að spænskum tíma, klukkan tíu að íslenskum tíma. Reuters-fréttastofan bendir á að í síðustu tveimur kosningum hafi útgöngukannanir ekki gefið rétta mynd af endanlegum úrslitum þeirra. Þetta er í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar kjósa til þings. Glundroði hefur ríkt í stjórnmálalífi landsins, bæði vegna eins stærsta spillingarmáls í sögu Spánar sem skók Lýðflokkinn og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Sánchez tók við sem forsætisráðherra í fyrra eftir að ríkisstjórn Mariano Rajoy úr Lýðflokknum sem felld með vantrauststillögu í þinginu. Leiðtogi sósíalista boðaði til skyndikosninga í febrúar þegar honum tókst ekki að koma fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar sinnar í gegnum þinginu. Ástæðan var sú að katalónskir sjálfstæðissinnar á spænska þinginu neituðu að styðja frumvarpið eftir að Sánchez neitaði að fallast á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins. Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Sjá meira
Kjörstaðir í þingkosningunum á Spáni opnuðu í morgun. Nær öruggt er að enginn flokkur nái hreinum meirihluta og líkur eru á því að stjórnarmyndun eftir kosningar verði erfið enda hefur önnur eins sundrung ekki sést í spænskum stjórnmálum á síðari árum. Fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. Á vinstri vængnum sækjast Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Við getum eftir því að mynda ríkisstjórn saman. Á hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgararnir tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem verður sá fyrsti til að ná fleiri en einu þingsæti á spænska þinginu eftir að lýðræði var komið aftur á þar á 8. áratugnum. Kosningarnar hófust klukkan níu að spænskum tíma í morgun, klukkan sjö að íslenskum tíma. Kjörstöðum lokar á meginlandinu klukkan átta í kvöld að spænskum tíma, klukkan sex á íslenskum tíma. Skoðanakönnun verður birt um leið og kjörstöðum lokar og búist er við að úrslit byrji að streyma inn eftir því sem líður á kvöldið. Talningu atkvæða ætti að vera lokið að mestu leyti á miðnætti að spænskum tíma, klukkan tíu að íslenskum tíma. Reuters-fréttastofan bendir á að í síðustu tveimur kosningum hafi útgöngukannanir ekki gefið rétta mynd af endanlegum úrslitum þeirra. Þetta er í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar kjósa til þings. Glundroði hefur ríkt í stjórnmálalífi landsins, bæði vegna eins stærsta spillingarmáls í sögu Spánar sem skók Lýðflokkinn og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Sánchez tók við sem forsætisráðherra í fyrra eftir að ríkisstjórn Mariano Rajoy úr Lýðflokknum sem felld með vantrauststillögu í þinginu. Leiðtogi sósíalista boðaði til skyndikosninga í febrúar þegar honum tókst ekki að koma fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar sinnar í gegnum þinginu. Ástæðan var sú að katalónskir sjálfstæðissinnar á spænska þinginu neituðu að styðja frumvarpið eftir að Sánchez neitaði að fallast á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins.
Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Sjá meira
Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15