Fundu bleika hnífa í skólastofu prinsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 19:50 Hishahito prins ásamt foreldrum sínum, prinsinum Akishino og Kiko prinsessu, fyrir utan grunnskólann hans í Tókýó. Getty/The Asahi Shimbun Japanska lögreglan hefur blásið til rannsóknar eftir að tveir hnífar fundust í skólastofu barnabarns Japanskeisara - skammt frá borði hins 12 ára gamla prins. Að sögn þarlendra miðla grandskoðar lögreglan upptökur úr öryggismyndavélum skólans. Talið er að á þeim sjáist maður sem sagður er hafa brugðið sér í gervi iðnaðarmanns til að komast inn í grunnskólann þar sem Hisahito stundar nám. Prinsinn og bekkjarfélagar hans voru annars staðar í byggingunni þegar maðurinn er talinn hafa komið hnífunum fyrir í skólastofunni. Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en heimildir breska ríkisútvarpsins herma að búið hafi verið að mála hnífana bleika. Auk þess hafi stólarnir í skólastofunni verið merktir með nöfnum barnanna og því hafi óþekkti maðurinn vitað hvar borð prinsins var að finna. Þrátt fyrir að prinsinn, sem í næstu viku verður annar í erfðaröðinni, sé alla jafna í fylgd lögreglumanna þá fylgja þeir honum ekki inn í skólastofurnar að sögn talsmanns keisarahallarinnar. Afi prinsins, keisarinn Akihito, mun formlega afsala sér krúnunni af heilsufarsástæðum á þriðjudaginn í næstu viku. Rúm 200 ár eru síðan að Japanskeisara afsalaði sér síðast krúnunni. Sonur Akihito, krónprinsinn Naruhito, tekur við embætti keisarans þann 1. maí. Embættið er valdalaust en þykir mikið sameiningartákn. Keisarafjölskyldan er sögð vinsæl þar í landi og hvers kyns hótanir gegn þeim eru afar fátíðar. Japan Kóngafólk Tengdar fréttir Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00 Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57 Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. 19. apríl 2019 13:37 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Japanska lögreglan hefur blásið til rannsóknar eftir að tveir hnífar fundust í skólastofu barnabarns Japanskeisara - skammt frá borði hins 12 ára gamla prins. Að sögn þarlendra miðla grandskoðar lögreglan upptökur úr öryggismyndavélum skólans. Talið er að á þeim sjáist maður sem sagður er hafa brugðið sér í gervi iðnaðarmanns til að komast inn í grunnskólann þar sem Hisahito stundar nám. Prinsinn og bekkjarfélagar hans voru annars staðar í byggingunni þegar maðurinn er talinn hafa komið hnífunum fyrir í skólastofunni. Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en heimildir breska ríkisútvarpsins herma að búið hafi verið að mála hnífana bleika. Auk þess hafi stólarnir í skólastofunni verið merktir með nöfnum barnanna og því hafi óþekkti maðurinn vitað hvar borð prinsins var að finna. Þrátt fyrir að prinsinn, sem í næstu viku verður annar í erfðaröðinni, sé alla jafna í fylgd lögreglumanna þá fylgja þeir honum ekki inn í skólastofurnar að sögn talsmanns keisarahallarinnar. Afi prinsins, keisarinn Akihito, mun formlega afsala sér krúnunni af heilsufarsástæðum á þriðjudaginn í næstu viku. Rúm 200 ár eru síðan að Japanskeisara afsalaði sér síðast krúnunni. Sonur Akihito, krónprinsinn Naruhito, tekur við embætti keisarans þann 1. maí. Embættið er valdalaust en þykir mikið sameiningartákn. Keisarafjölskyldan er sögð vinsæl þar í landi og hvers kyns hótanir gegn þeim eru afar fátíðar.
Japan Kóngafólk Tengdar fréttir Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00 Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57 Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. 19. apríl 2019 13:37 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00
Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57
Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. 19. apríl 2019 13:37