Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 17:53 Úr myndbandi Landhelgisgæslunnar þar sem sjá má skipverja kasta fiski fyrir borð. Skjáskot Landhelgisgæslan náði myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Fiskistofa er með málið til skoðunar. Í spilaranum hér í fréttinni má sjá myndskeið af skipverjum fiskibáts að störfum og augljóst að verið er að henda fiski frá borði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um málið segir að skipstjórar fiskibátanna eigi yfir höfði sér kæru vegna athæfisins.„Það er greinilegt að þarna er um brottkast að ræða. Ólöglegt brottkast sem við munum rannsaka nánar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Landhelgisgæslan, sem sinnir reglulega löggæslu á hafi, náði atvikinu á öflugan myndavélabúnað sinn sem er í flugvélinni TF-SIF. Með honum hefur áhöfnin aukna getu til að fylgjast með fiskveiðum úr töluverðri hæð.Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2„Við lítum áþetta mál mjög alvarlegum augum. Þarna er um að ræða grófa aðför að auðlindinni. Svo ekki sé talað um náttúruvernd og þau sjónarmið sem þar kunnu að vera uppi. Þetta er málefni sem við munum reyna eftir fremsta megni að fylgja fast eftir.“ Georg segir Fiskistofu og Gæsluna hafa aukið samstarf sitt í von um að geta fylgst betur með veiðum í kringum landið. Samkvæmt lögum er það hlutverk Landhelgisgæslunnar að sinna löggæslu og eftirliti á hafsvæðinu kringum Ísland. „Við gerum það með flugvél og dróna, með varðskipum og bátum. Þannig aðþetta er eitt af okkar stóru verkefnum,“ segir Georg.Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu.Skjáskot/Stöð 2Málið er til rannsóknar hjá Fiskistofu. Eftir fréttaumfjöllun í lok árs 2017 um meint brottkast áhafnar frystitogarans Kleifarbergs sætti Fiskistofa mikilli gagnrýnni fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og eftirliti nægilega vel. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir málið í skoðun, kanna þurfi hvort hægt sé að hefja stjórnsýslumál á hendur þessum aðilum byggt á myndbandinu. „Það er mjög erfitt að sanna brottkast, já. Við verðum að vera með mjög góð og áreiðanleg gögn til að geta byggt svoleiðis mál á. Já, þau eru flókin,“ segir Eyþór. Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00 Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Landhelgisgæslan náði myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Fiskistofa er með málið til skoðunar. Í spilaranum hér í fréttinni má sjá myndskeið af skipverjum fiskibáts að störfum og augljóst að verið er að henda fiski frá borði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um málið segir að skipstjórar fiskibátanna eigi yfir höfði sér kæru vegna athæfisins.„Það er greinilegt að þarna er um brottkast að ræða. Ólöglegt brottkast sem við munum rannsaka nánar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Landhelgisgæslan, sem sinnir reglulega löggæslu á hafi, náði atvikinu á öflugan myndavélabúnað sinn sem er í flugvélinni TF-SIF. Með honum hefur áhöfnin aukna getu til að fylgjast með fiskveiðum úr töluverðri hæð.Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2„Við lítum áþetta mál mjög alvarlegum augum. Þarna er um að ræða grófa aðför að auðlindinni. Svo ekki sé talað um náttúruvernd og þau sjónarmið sem þar kunnu að vera uppi. Þetta er málefni sem við munum reyna eftir fremsta megni að fylgja fast eftir.“ Georg segir Fiskistofu og Gæsluna hafa aukið samstarf sitt í von um að geta fylgst betur með veiðum í kringum landið. Samkvæmt lögum er það hlutverk Landhelgisgæslunnar að sinna löggæslu og eftirliti á hafsvæðinu kringum Ísland. „Við gerum það með flugvél og dróna, með varðskipum og bátum. Þannig aðþetta er eitt af okkar stóru verkefnum,“ segir Georg.Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu.Skjáskot/Stöð 2Málið er til rannsóknar hjá Fiskistofu. Eftir fréttaumfjöllun í lok árs 2017 um meint brottkast áhafnar frystitogarans Kleifarbergs sætti Fiskistofa mikilli gagnrýnni fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og eftirliti nægilega vel. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir málið í skoðun, kanna þurfi hvort hægt sé að hefja stjórnsýslumál á hendur þessum aðilum byggt á myndbandinu. „Það er mjög erfitt að sanna brottkast, já. Við verðum að vera með mjög góð og áreiðanleg gögn til að geta byggt svoleiðis mál á. Já, þau eru flókin,“ segir Eyþór.
Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00 Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58
Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00
Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00