Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 17:53 Úr myndbandi Landhelgisgæslunnar þar sem sjá má skipverja kasta fiski fyrir borð. Skjáskot Landhelgisgæslan náði myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Fiskistofa er með málið til skoðunar. Í spilaranum hér í fréttinni má sjá myndskeið af skipverjum fiskibáts að störfum og augljóst að verið er að henda fiski frá borði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um málið segir að skipstjórar fiskibátanna eigi yfir höfði sér kæru vegna athæfisins.„Það er greinilegt að þarna er um brottkast að ræða. Ólöglegt brottkast sem við munum rannsaka nánar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Landhelgisgæslan, sem sinnir reglulega löggæslu á hafi, náði atvikinu á öflugan myndavélabúnað sinn sem er í flugvélinni TF-SIF. Með honum hefur áhöfnin aukna getu til að fylgjast með fiskveiðum úr töluverðri hæð.Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2„Við lítum áþetta mál mjög alvarlegum augum. Þarna er um að ræða grófa aðför að auðlindinni. Svo ekki sé talað um náttúruvernd og þau sjónarmið sem þar kunnu að vera uppi. Þetta er málefni sem við munum reyna eftir fremsta megni að fylgja fast eftir.“ Georg segir Fiskistofu og Gæsluna hafa aukið samstarf sitt í von um að geta fylgst betur með veiðum í kringum landið. Samkvæmt lögum er það hlutverk Landhelgisgæslunnar að sinna löggæslu og eftirliti á hafsvæðinu kringum Ísland. „Við gerum það með flugvél og dróna, með varðskipum og bátum. Þannig aðþetta er eitt af okkar stóru verkefnum,“ segir Georg.Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu.Skjáskot/Stöð 2Málið er til rannsóknar hjá Fiskistofu. Eftir fréttaumfjöllun í lok árs 2017 um meint brottkast áhafnar frystitogarans Kleifarbergs sætti Fiskistofa mikilli gagnrýnni fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og eftirliti nægilega vel. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir málið í skoðun, kanna þurfi hvort hægt sé að hefja stjórnsýslumál á hendur þessum aðilum byggt á myndbandinu. „Það er mjög erfitt að sanna brottkast, já. Við verðum að vera með mjög góð og áreiðanleg gögn til að geta byggt svoleiðis mál á. Já, þau eru flókin,“ segir Eyþór. Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00 Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Landhelgisgæslan náði myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Fiskistofa er með málið til skoðunar. Í spilaranum hér í fréttinni má sjá myndskeið af skipverjum fiskibáts að störfum og augljóst að verið er að henda fiski frá borði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um málið segir að skipstjórar fiskibátanna eigi yfir höfði sér kæru vegna athæfisins.„Það er greinilegt að þarna er um brottkast að ræða. Ólöglegt brottkast sem við munum rannsaka nánar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Landhelgisgæslan, sem sinnir reglulega löggæslu á hafi, náði atvikinu á öflugan myndavélabúnað sinn sem er í flugvélinni TF-SIF. Með honum hefur áhöfnin aukna getu til að fylgjast með fiskveiðum úr töluverðri hæð.Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2„Við lítum áþetta mál mjög alvarlegum augum. Þarna er um að ræða grófa aðför að auðlindinni. Svo ekki sé talað um náttúruvernd og þau sjónarmið sem þar kunnu að vera uppi. Þetta er málefni sem við munum reyna eftir fremsta megni að fylgja fast eftir.“ Georg segir Fiskistofu og Gæsluna hafa aukið samstarf sitt í von um að geta fylgst betur með veiðum í kringum landið. Samkvæmt lögum er það hlutverk Landhelgisgæslunnar að sinna löggæslu og eftirliti á hafsvæðinu kringum Ísland. „Við gerum það með flugvél og dróna, með varðskipum og bátum. Þannig aðþetta er eitt af okkar stóru verkefnum,“ segir Georg.Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu.Skjáskot/Stöð 2Málið er til rannsóknar hjá Fiskistofu. Eftir fréttaumfjöllun í lok árs 2017 um meint brottkast áhafnar frystitogarans Kleifarbergs sætti Fiskistofa mikilli gagnrýnni fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og eftirliti nægilega vel. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir málið í skoðun, kanna þurfi hvort hægt sé að hefja stjórnsýslumál á hendur þessum aðilum byggt á myndbandinu. „Það er mjög erfitt að sanna brottkast, já. Við verðum að vera með mjög góð og áreiðanleg gögn til að geta byggt svoleiðis mál á. Já, þau eru flókin,“ segir Eyþór.
Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00 Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58
Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00
Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00