Borgarstjóri Baltimore sætir rannsókn vegna skattsvika Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 21:52 Alríkislögreglumenn bera kassa af gögnum út af heimili Catherine Pugh. Getty/John Strohsacker Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, framkvæmdu leit á heimilum Catherine Pugh, borgarstjóra Baltimore, vegna samninga fyrir barnabók sem hún gaf út, sem skiluðu henni gríðarlegum hagnaði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendarar FBI ásamt útsendurum skattyfirvalda leituðu í ráðhúsi borgarinnar og líkamsræktarstöð sem Pugh tengist á þriðjudag. Pugh, sem er flokkskona Demókrataflokksins, græddi hundraði þúsunda Bandaríkjadala með sölu bókarinnar til undirstofnana borgarinnar. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan 1. apríl en Larry Hogan, fylkisstjóri Maryland fyrir Repúblikana, hefur hvatt hana til að segja af sér. Stór hluti borgarstjórnar Baltimore sagði Pugh eiga að segja af sér, fyrr í þessum mánuði. Alríkislögreglan staðfesti við fréttastofu CBS að hún væri að starfa með alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS, vegna rannsóknar á bókasölu Pugh. Meðal þeirra bóka sem verið er að rannsaka, er barnabókin „Healthy Holly“ eða „Heilbrigða Holly,“ sem hvetja til hollra matarvenja og hreyfingar, en samkvæmt heimildum er verið að rannsaka fleira. Pugh seldi háskólanum University of Maryland Medical System 100.000 eintök af bókinni og fékk fyrir það um 61 milljónir íslenskra króna. Bókunum var svo dreift í skóla, en á þessum tíma var Pugh í stjórn heilbrigðiskerfisins í borginni. Getty/Amy DavisUppræting spillingar í borginni Rannsóknin á borgarstjóranum er aðeins einn hlekkur í röð spillingarmála sem upp hafa komið í Baltimore á síðustu árum. Verið hefur verið að rannsaka stórt spillingarmál innan lögreglunnar í Baltimore síðan 2017 en átta lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir að ræna almenning og að stela yfirvinnulaunum. Síðan 2016 hefur lögregluembættið í Baltimore verið í ríkistilskipuðu átaki en maðurinn sem Pugh valdi til að hjálpa embættinu að vinna úr sínum málum var ákærður fyrir skattsvik, þegar hann hafði aðeins sinnt starfinu í þrjá mánuði. Hann var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar í síðasta mánuði. Fyrrum borgarstjóri Baltimore, Sheila Dixon, var sakfelld fyrir fjárdrátt og var neydd til að segja af sér. Dixon bauð sig fram til borgarstjóra árið 2015 en tapaði fyrir Pugh. Önnur heilbrigðisstofnun í Baltimore, Kaiser Permanente, hefur tilkynnt að hún hafi borgað meira en tólf milljónir íslenskra króna fyrir 20.000 eintök af bókinni. Þetta gerðu þau á sama tíma og verið var að vinna að samningi við Baltimore borg um að Kaiser Permanente myndi sjá starfsfólki borgarinnar fyrir sjúkratryggingum. Pugh hefur lýst yfir eftirsjá vegna bókasamningsins við heilbrigðiskerfi háskólans og hefur síðan sagt af sér sem meðlimur stjórnarinnar. „Ég biðst afsökunar á því að hafa gert hluti sem hafa komið íbúum Baltimore í uppnám,“ sagði hún við fréttamenn fyrir utan ráðhús borgarinnar í Mars. Hún hefur nú skilað hluta upphæðarinnar sem hún fékk frá UMMS, eða um 12 milljónum íslenskra króna, fyrir „Healthy Holly“ bækur sem höfðu enn ekki verið sendar til UMMS. Hogan lýsti yfir miklum áhyggjum vegna viðskipta Pugh við UMMS vegna tengsla þess við fylkið, en háskólinn fær mikla upphæð almannafés sér til styrktar. Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, framkvæmdu leit á heimilum Catherine Pugh, borgarstjóra Baltimore, vegna samninga fyrir barnabók sem hún gaf út, sem skiluðu henni gríðarlegum hagnaði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendarar FBI ásamt útsendurum skattyfirvalda leituðu í ráðhúsi borgarinnar og líkamsræktarstöð sem Pugh tengist á þriðjudag. Pugh, sem er flokkskona Demókrataflokksins, græddi hundraði þúsunda Bandaríkjadala með sölu bókarinnar til undirstofnana borgarinnar. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan 1. apríl en Larry Hogan, fylkisstjóri Maryland fyrir Repúblikana, hefur hvatt hana til að segja af sér. Stór hluti borgarstjórnar Baltimore sagði Pugh eiga að segja af sér, fyrr í þessum mánuði. Alríkislögreglan staðfesti við fréttastofu CBS að hún væri að starfa með alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS, vegna rannsóknar á bókasölu Pugh. Meðal þeirra bóka sem verið er að rannsaka, er barnabókin „Healthy Holly“ eða „Heilbrigða Holly,“ sem hvetja til hollra matarvenja og hreyfingar, en samkvæmt heimildum er verið að rannsaka fleira. Pugh seldi háskólanum University of Maryland Medical System 100.000 eintök af bókinni og fékk fyrir það um 61 milljónir íslenskra króna. Bókunum var svo dreift í skóla, en á þessum tíma var Pugh í stjórn heilbrigðiskerfisins í borginni. Getty/Amy DavisUppræting spillingar í borginni Rannsóknin á borgarstjóranum er aðeins einn hlekkur í röð spillingarmála sem upp hafa komið í Baltimore á síðustu árum. Verið hefur verið að rannsaka stórt spillingarmál innan lögreglunnar í Baltimore síðan 2017 en átta lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir að ræna almenning og að stela yfirvinnulaunum. Síðan 2016 hefur lögregluembættið í Baltimore verið í ríkistilskipuðu átaki en maðurinn sem Pugh valdi til að hjálpa embættinu að vinna úr sínum málum var ákærður fyrir skattsvik, þegar hann hafði aðeins sinnt starfinu í þrjá mánuði. Hann var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar í síðasta mánuði. Fyrrum borgarstjóri Baltimore, Sheila Dixon, var sakfelld fyrir fjárdrátt og var neydd til að segja af sér. Dixon bauð sig fram til borgarstjóra árið 2015 en tapaði fyrir Pugh. Önnur heilbrigðisstofnun í Baltimore, Kaiser Permanente, hefur tilkynnt að hún hafi borgað meira en tólf milljónir íslenskra króna fyrir 20.000 eintök af bókinni. Þetta gerðu þau á sama tíma og verið var að vinna að samningi við Baltimore borg um að Kaiser Permanente myndi sjá starfsfólki borgarinnar fyrir sjúkratryggingum. Pugh hefur lýst yfir eftirsjá vegna bókasamningsins við heilbrigðiskerfi háskólans og hefur síðan sagt af sér sem meðlimur stjórnarinnar. „Ég biðst afsökunar á því að hafa gert hluti sem hafa komið íbúum Baltimore í uppnám,“ sagði hún við fréttamenn fyrir utan ráðhús borgarinnar í Mars. Hún hefur nú skilað hluta upphæðarinnar sem hún fékk frá UMMS, eða um 12 milljónum íslenskra króna, fyrir „Healthy Holly“ bækur sem höfðu enn ekki verið sendar til UMMS. Hogan lýsti yfir miklum áhyggjum vegna viðskipta Pugh við UMMS vegna tengsla þess við fylkið, en háskólinn fær mikla upphæð almannafés sér til styrktar.
Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira