Gæsluvarðhald framlengt vegna brunans á Selfossi: Ekki fallist á að fyrri úrskurðir væru ógildir vegna dóms MDE Sylvía Hall skrifar 25. apríl 2019 10:33 Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars. Vísir/Sigurjón Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum á Selfossi þann 31. október á síðasta ári sem varð tveimur að bana. Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum. Vildi verjandi ákærða meina að sömu sjónarmið ættu við í þessu máli vegna skipan eins dómara sem kveðið hefur upp fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði og væru þeir því ógildir. Þá hélt hann því fram að ströngum skilyrðum um gæsluvarðhald væri ekki fullnægt.Sjá einnig: Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Landsréttur féllst ekki á þau rök að niðurstaða Mannréttindadómstólsins ætti að leiða til þess að kröfu Héraðssaksóknara yrði hafnað og var fallist á það með ákæruvaldinu að hinn ákærði væri undir sterkum grun að hafa gerst sekur um refsiverðan verknað sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi. Ákærði var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í málinu en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 14. maí en ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 1. nóvember. Vegna alvarleika brotsins var gæsluvarðhald talið nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Málið var þingfest þann 24. janúar og er ákærða gefið að sök brenna og manndráp, til vara brenna og manndráp af gáleysi, með því að hafa lagt eld að pappakassa og gardínum á neðri hæð hússins. Með því hafi hann valdið eldsvoða með þeim afleiðingum að maður og kona létust á efri hæð hússins en ákærði er sagður ekki hafa gert tilraun til þess að vara þau við eldinum né komið þeim til bjargar áður en hann yfirgaf húsið. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum á Selfossi þann 31. október á síðasta ári sem varð tveimur að bana. Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum. Vildi verjandi ákærða meina að sömu sjónarmið ættu við í þessu máli vegna skipan eins dómara sem kveðið hefur upp fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði og væru þeir því ógildir. Þá hélt hann því fram að ströngum skilyrðum um gæsluvarðhald væri ekki fullnægt.Sjá einnig: Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Landsréttur féllst ekki á þau rök að niðurstaða Mannréttindadómstólsins ætti að leiða til þess að kröfu Héraðssaksóknara yrði hafnað og var fallist á það með ákæruvaldinu að hinn ákærði væri undir sterkum grun að hafa gerst sekur um refsiverðan verknað sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi. Ákærði var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í málinu en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 14. maí en ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 1. nóvember. Vegna alvarleika brotsins var gæsluvarðhald talið nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Málið var þingfest þann 24. janúar og er ákærða gefið að sök brenna og manndráp, til vara brenna og manndráp af gáleysi, með því að hafa lagt eld að pappakassa og gardínum á neðri hæð hússins. Með því hafi hann valdið eldsvoða með þeim afleiðingum að maður og kona létust á efri hæð hússins en ákærði er sagður ekki hafa gert tilraun til þess að vara þau við eldinum né komið þeim til bjargar áður en hann yfirgaf húsið.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51
Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01
Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40