Í tilkynningu segir að atkvæðagreiðslan sé í samræmi við samþykktir samtakanna. Atkvæðagreiðslan hófst 16. apríl og lauk kl. 11 í dag 24. apríl. Greidd voru atkvæði um alla samningana í einu á grundvelli atkvæðavægis aðildarfyrirtækja SA.
Þá hefur ný kaupgjaldskrá verið birt á vef SA í kjölfar samþykktar kjarasamninganna. Launabreytingar 1. apríl eru eftirfarandi:
- Kauptaxtar og mánaðarlaun fyrir fullt starf hækka um kr. 17.000.
- Lágmarkstekjutrygging hækkar í kr. 317.000 á mánuði.
- Orlofsuppbót er kr. 50.000 frá 1. maí 2019. Við hana bætist eingreiðsla, kr. 26.000, sem lýtur sömu útreikningsreglum og orlofsuppbótin.
- Desemberuppbót er kr. 92.000 á árinu 2019.