Lillard um þristinn: „Hugsaði að þetta væri þægilegt færi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 13:30 Lillard skoraði 50 stig í leiknum í nótt vísir/getty Damian Lillard skoraði í nótt ótrúlegan flautuþrist sem hefur nú þegar verið nefndur sem eitt af bestu augnablikum í sögu úrslitakeppni NBA. Lillard driplaði nokkrum sinnum þegar hann var rétt kominn yfir miðjulínuna og tíminn var að fjara út í leik Portland Trail Blazers og Oklahoma City Thunder í nótt. Hann fór svo í þristinn, sem söng í netinu og Portland fagnaði sigri.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 „Það var mjög góð tilfinning þegar hann fór úr höndunum á mér, ég fann að þetta var gott skot,“ sagði Lillard. Þegar Lillard driplaði niður tímann áttaði Paul George sig á því að hann myndi skjóta og reyndi að loka á Lillard, en var of seinn. „Ég vildi ekki setja leikinn í hendurnar á dómaranum, að meta hvort það hefði verið villa, eða fara í erfiðara skot. Ég stóð þarna, horfði á hringinn og hugsaði: Þetta er þægilegt færi.“ „Ég hugsaði: ég ætla að skjóta. George var aðeins frá mér og ég hugsaði að ég hefði nóg pláss til að fara í skotið.“ George var hins vegar ekki hrifinn af skotinu. „Þetta er slæmt skot. Mér er sama hvað aðrir segja, þetta er slæmt skot. En hann hitti úr því,“ sagði Oklahoma-maðurinn. Lillard virðist hins vegar búinn að gera svona löng skot að sínum, samkvæmt Second Spectrum er Lillard 8 af 12 í skotum lengra en 30 fet frá körfunni í þessari úrslitakeppni. Allir aðrir leikmenn í úrslitakeppninni, 16 liðum, eru 6 af 38. NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira
Damian Lillard skoraði í nótt ótrúlegan flautuþrist sem hefur nú þegar verið nefndur sem eitt af bestu augnablikum í sögu úrslitakeppni NBA. Lillard driplaði nokkrum sinnum þegar hann var rétt kominn yfir miðjulínuna og tíminn var að fjara út í leik Portland Trail Blazers og Oklahoma City Thunder í nótt. Hann fór svo í þristinn, sem söng í netinu og Portland fagnaði sigri.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 „Það var mjög góð tilfinning þegar hann fór úr höndunum á mér, ég fann að þetta var gott skot,“ sagði Lillard. Þegar Lillard driplaði niður tímann áttaði Paul George sig á því að hann myndi skjóta og reyndi að loka á Lillard, en var of seinn. „Ég vildi ekki setja leikinn í hendurnar á dómaranum, að meta hvort það hefði verið villa, eða fara í erfiðara skot. Ég stóð þarna, horfði á hringinn og hugsaði: Þetta er þægilegt færi.“ „Ég hugsaði: ég ætla að skjóta. George var aðeins frá mér og ég hugsaði að ég hefði nóg pláss til að fara í skotið.“ George var hins vegar ekki hrifinn af skotinu. „Þetta er slæmt skot. Mér er sama hvað aðrir segja, þetta er slæmt skot. En hann hitti úr því,“ sagði Oklahoma-maðurinn. Lillard virðist hins vegar búinn að gera svona löng skot að sínum, samkvæmt Second Spectrum er Lillard 8 af 12 í skotum lengra en 30 fet frá körfunni í þessari úrslitakeppni. Allir aðrir leikmenn í úrslitakeppninni, 16 liðum, eru 6 af 38.
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira