Misskilningurinn með Passíusálmana Árni Heimir Ingólfsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru lykilverk í íslenskri bókmenntasögu og þeir hljóma um land allt í margs konar samhengi á lönguföstu ár hvert. Það er auðskilið og sjálfsagt að sálmum Hallgríms sé haldið á lofti með slíkum hætti. Um leið er eðlilegt að hver kynslóð finni sína eigin leið til að nálgast menningararfinn og minna á, ræða eða jafnvel deila um erindi hans við samtímann; gildir þá einu hvort um er að ræða til dæmis bókmenntir, tónlist eða myndlist.Lesið, ekki sungið Þó vekur nokkra furðu sá flutningsmáti sem Passíusálmunum er búinn í íslensku menningarlífi á 21. öld. Undanfarin ár og áratugi hefur sú hefð komist á að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa. Í Hallgrímskirkju hefur slíkt verið iðkað allt frá því að kirkjan var vígð; samskonar venja hefur fest rætur í guðshúsum víða um land. Slíkur lestur á líklega að einhverju leyti rætur að rekja til þeirrar hefðar sem Ríkisútvarpið hefur haldið uppi frá árinu 1944 að þar séu Passíusálmarnir lesnir að kvöldlagi í níuviknaföstu, einn á dag. Margir mætir menn og konur hafa þar léð þeim rödd sína: Halldór Laxness, Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Silja Aðalsteinsdóttir svo aðeins séu nefnd fáein nöfn. Það er hins vegar grundvallarmisskilningur á sálmakveðskap Hallgríms Péturssonar – og raunar á öllum íslenskum sálmakveðskap 17. og 18. aldar – að slíkir textar hafi verið ortir til upplestrar. Sálmar voru ávallt sungnir, hvort heldur var í kirkju eða innan veggja heimilisins. Tónlistin var ekki aukaatriði sem bætt var við eftir á heldur sjálfur grundvöllur kveðskaparins. Skáld ortu beinlínis við tiltekin lög; í sköpun sinni tóku þau mið af bragarhættinum og þurftu að huga að því hvernig áherslur lagsins féllu þegar þau ortu sín íslensku vers. Einnig urðu skáld að gæta að því þegar þau völdu lag að það hæfði yrkisefninu; ekki dugði að yrkja sorgarsálm við glaðlegt lag eða fagnaðarsálm við útfararsöng. Tónlistin var því forsenda og grundvöllur sálmakveðskapar, heil viðbótarvídd sem hverfur þegar sálmar eru lesnir upp sem væru þeir síðari tíma ljóð ætluð til lestrar.„Daglega að syngja?…“ Það að sálmar voru fyrr á öldum ætlaðir til söngs en ekki lestrar í nútímaskilningi má meðal annars sjá af yfirskriftum sálmahandrita þar sem eingöngu eru ritaðir textar. Í handriti af sálmum sem Eiríkur Hallsson orti upp úr Paradísaraldingarði eftir þýska guðfræðinginn Johann Arndt stendur að línurnar séu „í söngvísur mjúklega snúnar“ og á titilsíðu sálmakvers frá árinu 1784 segir að það sé „samansafn helgra sálma og söngvísna til að brúka og kvöld og morgna daglega að syngja í húsi sínu“. Íslendingar voru langt frá því að vera einir um að kjósa fremur að syngja en lesa kvæði. Það var útbreitt viðhorf að söngur væri hinn sanni flutningsmáti trúarkvæða því að söngurinn hreyfði við hjartanu og gerði það móttækilegt fyrir orði Guðs. Guðbrandur Þorláksson biskup ritaði í formála fyrir Sálmabókinni 1589: „Þegar þar kemur til samans mjúk málsnilld orðanna og fagurlegt lag og sæt hljóðagrein, þá fær sá söngur nýjan kraft og gengur dýpra til hjartans og hrærir það og uppvekur til Guðs.“ Þessari skoðun Hólabiskupsins hefur Hallgrímur Pétursson vafalaust deilt. Í eiginhandarriti sínu af Passíusálmunum tiltekur hann hvaða lag skuli syngja við hvaða sálm og er alls um að ræða 36 mismunandi lög. Hallgrímur gaf því „lesendum“ sínum, þ.e. þeim sem vildu syngja sálma hans, allar þær upplýsingar sem þurfti til að söngurinn færi fram með réttum hætti. Söngvarnir sem hann orti Passíusálma sína við eru af ýmsum toga, allt frá fornum hymnum úr kaþólskum sið til lútherskra sálmalaga frá 16. öld. Þessi lög varðveittust hér á landi allt fram á fyrri hluta 20. aldar og hefur Smári Ólason tónlistarfræðingur unnið merkar rannsóknir á sögu þeirra og flutningsmáta sem vert er að gefa gaum.Passíusálmasöngur árið 2020? Metnaðarfullar kirkjusóknir og útvarpsfólk mega gjarnan hrófla við þeirri hefð sem skapast hefur hér á landi undanfarna áratugi en sem á ekkert skylt við ætlun Hallgríms Péturssonar. Á lönguföstu 2020 væri tilvalið að láta upprunalegu lögin við Passíusálmana hljóma á ný í kirkjum landsins og ekki síður fyrir Ríkisútvarpið að breyta út af gömlum vana og láta syngja sálmana í stað þess að lesa þá. Helst ætti auðvitað að syngja sálmana einradda án undirleiks, eins og tíðkaðist hér á landi á 17. öld. Til allrar hamingju er hér enginn hörgull á færum söngvurum. Leikarar landsins þurfa varla að kvíða verkefnaskorti þótt brugðið verði á það ráð að leyfa Passíusálmum Hallgríms Péturssonar að hljóma eins og hann sjálfur hugsaði sér þá – sungna en ekki lesna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Sjá meira
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru lykilverk í íslenskri bókmenntasögu og þeir hljóma um land allt í margs konar samhengi á lönguföstu ár hvert. Það er auðskilið og sjálfsagt að sálmum Hallgríms sé haldið á lofti með slíkum hætti. Um leið er eðlilegt að hver kynslóð finni sína eigin leið til að nálgast menningararfinn og minna á, ræða eða jafnvel deila um erindi hans við samtímann; gildir þá einu hvort um er að ræða til dæmis bókmenntir, tónlist eða myndlist.Lesið, ekki sungið Þó vekur nokkra furðu sá flutningsmáti sem Passíusálmunum er búinn í íslensku menningarlífi á 21. öld. Undanfarin ár og áratugi hefur sú hefð komist á að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa. Í Hallgrímskirkju hefur slíkt verið iðkað allt frá því að kirkjan var vígð; samskonar venja hefur fest rætur í guðshúsum víða um land. Slíkur lestur á líklega að einhverju leyti rætur að rekja til þeirrar hefðar sem Ríkisútvarpið hefur haldið uppi frá árinu 1944 að þar séu Passíusálmarnir lesnir að kvöldlagi í níuviknaföstu, einn á dag. Margir mætir menn og konur hafa þar léð þeim rödd sína: Halldór Laxness, Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Silja Aðalsteinsdóttir svo aðeins séu nefnd fáein nöfn. Það er hins vegar grundvallarmisskilningur á sálmakveðskap Hallgríms Péturssonar – og raunar á öllum íslenskum sálmakveðskap 17. og 18. aldar – að slíkir textar hafi verið ortir til upplestrar. Sálmar voru ávallt sungnir, hvort heldur var í kirkju eða innan veggja heimilisins. Tónlistin var ekki aukaatriði sem bætt var við eftir á heldur sjálfur grundvöllur kveðskaparins. Skáld ortu beinlínis við tiltekin lög; í sköpun sinni tóku þau mið af bragarhættinum og þurftu að huga að því hvernig áherslur lagsins féllu þegar þau ortu sín íslensku vers. Einnig urðu skáld að gæta að því þegar þau völdu lag að það hæfði yrkisefninu; ekki dugði að yrkja sorgarsálm við glaðlegt lag eða fagnaðarsálm við útfararsöng. Tónlistin var því forsenda og grundvöllur sálmakveðskapar, heil viðbótarvídd sem hverfur þegar sálmar eru lesnir upp sem væru þeir síðari tíma ljóð ætluð til lestrar.„Daglega að syngja?…“ Það að sálmar voru fyrr á öldum ætlaðir til söngs en ekki lestrar í nútímaskilningi má meðal annars sjá af yfirskriftum sálmahandrita þar sem eingöngu eru ritaðir textar. Í handriti af sálmum sem Eiríkur Hallsson orti upp úr Paradísaraldingarði eftir þýska guðfræðinginn Johann Arndt stendur að línurnar séu „í söngvísur mjúklega snúnar“ og á titilsíðu sálmakvers frá árinu 1784 segir að það sé „samansafn helgra sálma og söngvísna til að brúka og kvöld og morgna daglega að syngja í húsi sínu“. Íslendingar voru langt frá því að vera einir um að kjósa fremur að syngja en lesa kvæði. Það var útbreitt viðhorf að söngur væri hinn sanni flutningsmáti trúarkvæða því að söngurinn hreyfði við hjartanu og gerði það móttækilegt fyrir orði Guðs. Guðbrandur Þorláksson biskup ritaði í formála fyrir Sálmabókinni 1589: „Þegar þar kemur til samans mjúk málsnilld orðanna og fagurlegt lag og sæt hljóðagrein, þá fær sá söngur nýjan kraft og gengur dýpra til hjartans og hrærir það og uppvekur til Guðs.“ Þessari skoðun Hólabiskupsins hefur Hallgrímur Pétursson vafalaust deilt. Í eiginhandarriti sínu af Passíusálmunum tiltekur hann hvaða lag skuli syngja við hvaða sálm og er alls um að ræða 36 mismunandi lög. Hallgrímur gaf því „lesendum“ sínum, þ.e. þeim sem vildu syngja sálma hans, allar þær upplýsingar sem þurfti til að söngurinn færi fram með réttum hætti. Söngvarnir sem hann orti Passíusálma sína við eru af ýmsum toga, allt frá fornum hymnum úr kaþólskum sið til lútherskra sálmalaga frá 16. öld. Þessi lög varðveittust hér á landi allt fram á fyrri hluta 20. aldar og hefur Smári Ólason tónlistarfræðingur unnið merkar rannsóknir á sögu þeirra og flutningsmáta sem vert er að gefa gaum.Passíusálmasöngur árið 2020? Metnaðarfullar kirkjusóknir og útvarpsfólk mega gjarnan hrófla við þeirri hefð sem skapast hefur hér á landi undanfarna áratugi en sem á ekkert skylt við ætlun Hallgríms Péturssonar. Á lönguföstu 2020 væri tilvalið að láta upprunalegu lögin við Passíusálmana hljóma á ný í kirkjum landsins og ekki síður fyrir Ríkisútvarpið að breyta út af gömlum vana og láta syngja sálmana í stað þess að lesa þá. Helst ætti auðvitað að syngja sálmana einradda án undirleiks, eins og tíðkaðist hér á landi á 17. öld. Til allrar hamingju er hér enginn hörgull á færum söngvurum. Leikarar landsins þurfa varla að kvíða verkefnaskorti þótt brugðið verði á það ráð að leyfa Passíusálmum Hallgríms Péturssonar að hljóma eins og hann sjálfur hugsaði sér þá – sungna en ekki lesna.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun