Eini íbúi blokkarinnar sem greindist með hermannaveiki Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2019 22:13 Umrædd blokk fyrir eldri borgara er að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Sjötugur karlmaður, sem greindist með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveikibakteríu (Legionella pneumophilia) í febrúar, var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis.Sjá einnig: Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdómar.Fannst í miklu magni í vatnslögnumVísir greindi frá umræddu smiti í mars en um er að ræða fjölbýlishús fyrir aldraða að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Farsóttarfréttum segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi kannað vatnslagnir í húsinu og kom í ljós að bakteríuna var að finna í miklu magni í vatnshausum í íbúðinni. Hana var einnig að finna í minna magni í öðrum íbúðum sem tengdust sömu vatnslögn. Bakterían fannst þó ekki í öðrum vatnslögnum í húsinu. Bráðabirgðaaðgerðir voru fólgnar í því að láta heitt vatn (yfir 60⁰C) renna í 2-3 mínútur áður en farið er í sturtu til að hreinsa bakteríurnar úr sturtuhausum. Einnig þarf að lagfæra viðkomandi vatnslögn í húsinu, að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun. Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Sjötugur karlmaður, sem greindist með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveikibakteríu (Legionella pneumophilia) í febrúar, var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis.Sjá einnig: Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdómar.Fannst í miklu magni í vatnslögnumVísir greindi frá umræddu smiti í mars en um er að ræða fjölbýlishús fyrir aldraða að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Farsóttarfréttum segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi kannað vatnslagnir í húsinu og kom í ljós að bakteríuna var að finna í miklu magni í vatnshausum í íbúðinni. Hana var einnig að finna í minna magni í öðrum íbúðum sem tengdust sömu vatnslögn. Bakterían fannst þó ekki í öðrum vatnslögnum í húsinu. Bráðabirgðaaðgerðir voru fólgnar í því að láta heitt vatn (yfir 60⁰C) renna í 2-3 mínútur áður en farið er í sturtu til að hreinsa bakteríurnar úr sturtuhausum. Einnig þarf að lagfæra viðkomandi vatnslögn í húsinu, að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun.
Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45