Erlent

Trump heimsækir Buckingham Palace

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Forsetahjónin heimsóttu drottninguna í í júlí í fyrra.
Forsetahjónin heimsóttu drottninguna í í júlí í fyrra. Getty/Chris Jackson
Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun sækja Bretland heim í opinberri heimsókn byrjun júní.

Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en á vef the Guardian kemur fram að gert sé ráð fyrir að heimsóknin fari fram þann 6. júní. Dagurinn er gjaran þekktur sem D-dagurinn en á þeim degi fyrir 75 árum réðust sveitir breta og bandaríkamanna á Normandí í Frakklandi. 



Beðið er eftir yfirlýsingu frá Buckinham Palace um heimsóknina.

Theresa May forsætisráðherra Bretlands lofaði Trump opinberri heimsókn eftir að hann tók við embætti forseta árið 2016 að því er kemur fram á vefsíðu BBC.

Skipuleggendur mótmælanna fengu leyfi borgaryfirvalda í Lundúnum til að blása upp sex metra háa blöðru af Trump í bleiu og sveif hún yfir breska þinghúsinu.Getty/Wiktor Szymanowicz
Trump forseti og forsetafrúin Melania Trump heimsóttu drottninguna í Windsor kastala þegar þau komu til Bretlands í vinnuferð í júlí á síðasta ári.

Þeirri heimsókn forsetans var mótmælt víða um Bretland en þúsundir fylktu liði á götur Lundúna til að mótmæla forsetanum.

Ríkislögreglustjóri Bretlands gerði ráð fyrir því að aðgerðir lögreglu í heimsókn Trumps í fyrra hafi kostað breska ríkið um 18 milljónir punda eða tæpa þrjá milljarði íslenskra króna.

Skipuleggendur mótmælanna frá því í fyrra hafa lýst því yfir að þeir muni endurtaka leikinn í aðdraganda heimsóknar forsetans í júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×