Ferðalag Kavanaghs frá Hong Kong varð lengra en til stóð og hann var ekki kominn í tæka tíð fyrir bardagann.
Gunnar tapaði bardaganum fyrir Edwards á klofinni dómaraákvörðun með minnsta mun. Hann hefur tapað fjórum af síðustu átta bardögum sínum.
Í Búrinu, sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í vikunni, ræddi Gunnar um fjarveru Kavanaghs.
„Það hafði engin áhrif á mig. Ég var ekki lítill í mér þótt John væri ekki þarna,“ sagði Gunnar og bætti við að það væri ómögulegt að vita hvort útkoma bardagans hefði verið önnur ef Kavanagh hefði verið í horninu hans.
„En ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft nein áhrif að hafa ekki ráðin hans í horninu. Ég get ekki sagt til um það. Það getur vel verið að það hafi hjálpað. En annars var ég mjög ánægður með hornamennina mína. Það er það eina sem ég get sagt.“
Innslagið má sjá hér fyrir neðan.